Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.04.2013, Page 69

Fréttatíminn - 05.04.2013, Page 69
5LIFANDI LÍFSSTÍLL • 2. árgangur • 1. tölublað • apríl 2013 Náttúruleg fegurð með hágæða snyrtivörum Dr. Hauschka Dr. Hauschka andlitsvörulínan sameinar allt það besta frá náttúrunni. Sérvalin seyði úr völdum lækningajurtum og nærandi olíur meðal annars úr eigin jurtagarði Dr. Hauschka mynda grunninn í hágæða snyrtivörulínu Dr. Hauschka. 1. Hreinsun Dr. Hauschka hreinsimjólkin er gerð úr gullkolli, jójóbaolíu, möndluolíu og apríkósukjarnaolíu með kjarnseyði úr höfrum, rúgi og heilu hveiti. Hún er hugsuð fyrir viðkvæma andlitshúð, sérstaklega til að hreinsa farða. Þessi milda hreinsun styður við og styrkir náttúrulegan teygjanleika húðar- innar og gefur henni fallega áferð. Dr. Hauschka hreinsikremið er góður grunnur fyrir hreint og heilbrigt útlit húðarinnar. Malaðar möndlur ásamt möndluolíu og hveitikímolíu vinna saman að því að gera húðholurnar minni og fylla upp í þær. Lækningajurtir eins og gullkollur, kamilla og morgunfrú veita húðinni næringu. Húðumhirða í þremur skrefum 2. Styrking Dr. Hauschka andlitsúðinn eykur jafnvægi húðarinnar og inniheldur nornahesli og gullkoll til að örva starfsemi hennar. Einstaklega frískandi og áhrifin verða fagurt, geislandi heilbrigt útlit. 3. Verndun á daginn Dr. Hauschka rósakremið kemur í veg fyrir að húðin þorni og gefur sérstaklega góða vernd. Rósaolía, rósavax, sheasmjör og kjarnseyði úr rósaberjum og avókadó, vernda húðina og styðja endurnýjun hennar. Dr. Hauschka andlitslínan inniheldur dagkrem fyrir allar húðgerðir. Rósin – gjöf frá guðunum Rósin hefur fylgt manninum frá örófi alda. Þessi dularfulla þögla jurt virkar svo himnesk að í mörgum menningarheimum var hún álitin gjöf frá guðunum. Vegna útjafnandi eiginleika rósarinnar eru efni úr henni eins og rósa-ilmkjarnaolía, rósavatn, rósavax eða seyði úr krónublöðum hennar notað í flest allar snyrtivörur Dr. Hauschka. Mild hreinsun – hreinsimjólk Mild hreinsun – hreinsikrem Rósakrem – ríkulegt verndandi dagkrem Styrkjandi og frískandi andlitsúði

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.