Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.12.2012, Page 2

Fréttatíminn - 28.12.2012, Page 2
Mikael Torfason mikaeltorfason@ frettatiminn.is ís sem bræðir hjörtu Jólaís af gottimatinn.is sem hefur alla burði til að verða hefð hjá þér Laun hækka mest á Íslandi 21,5% hækkun á launum á íslandi Síðustu 3 ár Skýrsla OECD Veðurspá fyrir gamlársdag á Vedur.is. Einar Magnús Einarsson spáir hægri norðanátt eftir læti helgarinnar.  Veður Stefnir í SæmilegaSta SkotVeður í reykjaVík Hæg norðanátt eftir læti helgarinnar „Það verður nú varla mikill snjór hér á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Einar Magnús Einarsson veðurfræðingur um áramóta- veðrið, „en kannski smá föl.“ Miklum stormi er spáð um helgina og segir Einar að eftir þau læti öll saman fáum við hæga norðanátt. „Það gengur á með éljum fyrir norðan og það er smá óvissa með höfuðborgarsvæðið. Ef áttin verður aðeins vestlægari gætu komið stöku él,“ segir Magnús en býst ekki við að þau trufli mikið. Hins vegar verður skýjað með köflum en það ætti ekki að trufla skotglaða því flugeldar fari ekki svo hátt. adda smáradóttir safnar áheitum til styrktar krabbameins- félaginu því hún missti mömmu sína úr sjúkdómnum fyrir einu og hálfu ári.  Söfnun Safnar áheitum til Styrktar krabbameinSfélaginu Snoðar sig og safnar fé í minningu móður sinnar adda smáradóttir ætlar að raka af sér hárið á þrettándanum og hvetur fólk til að heita á sig til styrktar krabbameinsfélaginu því hún missti móður sína úr krabbameini í fyrra. krabbameins- félagið reyndist fjölskyldunni vel og vill hún gefa til baka. Mamma mín dó í mars 2011 og mig hefur síðan þá langað til að gefa til baka til Krabbameinsfélagsins. a dda Smáradóttir er fjórtán ára stúlka úr Hlíðunum sem býður fólki að heita á sig til styrktar Krabbameins- félaginu og hún muni snoða af sér allt hárið á þrettándanum. Adda missti móður sína úr krabbameini á síðasta ári og langar að gefa til baka til Krabbameinsfélagsins sem reynd- ist fjölskyldunni vel í veikindunum. Móðir Öddu, Þórey Einarsdóttir, lést 55 ára að aldri eftir tveggja ára baráttu við sortuæxliskrabbamein, frá þremur börnum. Adda er yngst þeirra. Söfnunin er í minningu Þóreyjar. „Mamma mín dó í mars 2011 og mig hefur síðan þá langað til að gefa til baka til Krabbameinsfélagsins,“ segir Adda. „Ég fékk þessa hug- mynd þegar ég heyrði af stelpum sem gerðu það sama til styrktar UNICEF og fannst þetta tilvalið tækifæri fyrir mig,“ segir hún. Adda verður í Vestmanna- eyjum á þrettándanum og mun snoða sig þar. Hún mun að auki gefa hárið til hárkollugerðar því margir krabbameins- sjúklingar, sem missa hárið í krabbameinsmeðferð, velja að nota hárkollu. Adda hefur opnað sér- stakan bankareikning sem fólk getur lagt áheit sín inn á og mun öll upp- hæðin sem safnast renna beint til Krabbameins- félagsins. Þegar hafa safnast um 90 þúsund krónur og að sögn Öddu hefur fjölskylda og vinir lagt söfnuninni lið sem og vinir mömmu hennar. „Mig langaði að eiga hlut í því að hjálpa fólki í baráttunni við þennan sjúkdóm. Ég vildi að þetta kæmi ekki fyrir fleiri - ég vildi að það væri hægt að hjálpa fleiri,“ segir Adda. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is 252 kvartanir til landlæknis Embætti landlæknis bárust 252 kvartanir á árinu 2010, samkvæmt nýútkominni ársskýrslu ársins 2010. um er að ræða mál sem eru misjafn- lega umfangsmikil og alvarleg, allt frá hnökrum í samskiptum til alvarlega mistaka, að því er fram kemur í skýrsl- unni. Flestar kvartanirnar vörðuðu ófullnægjandi meðferð og því næst ranga greiningu. Flestar kvartanirnar voru á sviði heimilislækninga en því næst slysa- og bráðalækninga. Einn heilbrigðisstarfsmaður var sviptur starfsleyfi á árinu 2010 og öðrum veitt formleg áminning. Aðfinnslur frá embættinu voru þrjár og ábending var úrskurðuð í 21 tilviki. Ekki þótti ástæða til aðgerða í 134 málum og öðrum var ólokið. -sda laun á íslandi hafa hækkað þrefalt meira en á norður- löndum síðustu þrjú ár. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu OECd. á árabilinu 2010 til 2012 hækkuðu laun á íslandi um 21,5% en til samanburðar hækkuðu laun á norðurlöndum að meðaltali um 8,7% á þessum þremur árum. í Evrópu- sambandinu hækkuðu laun að meðaltali um 5,1% og í OECd-ríkjunum um 6,5%. ísland sker sig úr öðrum ríkjum hvað varðar miklar launahækkanir og háa verðbólgu. Olíuríkið noregur kemur næst íslandi í launahækkunum en þar ríkir mikil þensla á vinnumarkaði og eftirspurn eftir starfsfólki. -sda Útsölur hefjast á nýju ári Útsölur í verslunum í kringlunni og Smáralind hefjast fimmtudaginn 3. janúar en í kringlunni hefst svokölluð forútsala klukkan 17 daginn áður. hið sama á við versl- anir á laugaveginum þar sem áætlað er að útsölur hefjist strax upp úr áramótum. milli jóla og nýárs nota margir tækifærið til að skipta jólagjöfum og ná sér í inneignarnótu sem síðan er hægt að nota á útsölunum. Útsala í IKEA hófst í gær, fimmtudaginn 27. desember. -sda Varnargarðar við gömlu höfnina friðaðir mennta- og menningarmálaráðherra ákvað að tillögu húsafriðunarnefndar að friða, ásamt Tryggvaskála á selfossi og seyðisfjarðarkirkju, gömlu varnagarðana við Reykjavíkurhöfn. Elstu varnargarðarnir í Reykjavíkurhöfn eru frá 1913 og 15 og eru það ingólfsgarður og norðurgarður. Þessir garðar voru um tíma stærstu framkvæmdir sem unnar höfðu verið á íslandi. álíka steinhleðslur sem gerðar voru á fyrri hluta síðustu aldar, voru unnar með svipuðum hætti og teljast af þeim sökum hafa mikið varðveislugildi þó þær séu nokkrum áratugum yngri. steinhleðslugarðarnir sem voru friðaðir eru ásamt þeim elstu, stein- hleðslurnar við suðurbugt, ægisgarður, eystri hleðsla, steinhleðslurnar við Víkina og Verbúðarbryggjurnar sem ná frá Rastargötu til Bótabryggju. síðastnefndu tvær eru jafnframt þær yngstu eða frá árinu 1945. 2 fréttir helgin 28.-30. desember 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.