Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.12.2012, Side 13

Fréttatíminn - 28.12.2012, Side 13
Með ósk um ferska vinda á nýju ári Vindmyllur hafa náð verulegri útbreiðslu víða um heim og verða sífellt hagkvæmari kostur til raforkuvinnslu. Þær valda ekki varanlegum náttúru- spjöllum og nýta orkugjafa sem mun endurnýjast á meðan líft er á jörðinni. Sumum finnst að vindmyllur spilli ásýnd, en rétt staðsettar eru þær spennandi og framsækin leið til að vinna umhverfisvæna raforku. Vindmyllurnar tvær eru mikil mannvirki. Þær eru 77 metra háar með spaða í hæstu stöðu og vanur starfsmaður er að minnsta kosti fimm mínútur að klifra upp í stjórnhúsið. Samanlagt uppsett afl þeirra er tæp 2 MW og þær geta séð um 1200 heimilum fyrir rafmagni. Gangi rekstur þeirra að óskum og verði þeim vel tekið er hugs- anlegt að í framtíðinni rísi fleiri og öflugri vindmyllur á Íslandi. Raforkuvinnslan verður mest yfir hinn vindasama vetrar- tíma, en þá eru ár landsins einnig vatnsminnstar og hratt gengur á miðlunarlón. Samrekstur vindmyllugarðs og vatnsaflsstöðva er því einkar áhugaverður kostur. Umfangsmikil orkuvinnsla úr íslenskum vindi er einungis hugmynd enn sem komið er. Við eigum eftir að sjá hvort raf- orkuvinnsla með vindorku sé hagkvæmur kostur við íslenskar aðstæður. Sumir munu líta á vindmyllur á víðerni Hafsins sem sjónmengun og öðrum þykja þær fallegar — en án rannsókna og þróunarstarfs munum við ekkert læra. Hraunsléttan norðan við Búrfell er kölluð Hafið, þó hún sé um sjötíu kíló- metra frá sjó. Þar hefur Landsvirkjun reist tvær vindmyllur, þær fyrstu sinnar gerðar á Íslandi. Vindmyllurnar eru rannsóknarverkefni en markmið okkar er að breyta íslenska rokinu í verðmæta auðlind. Landsvirkjun er framsækið fyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar. Markmið fyrirtækis- ins er að vera leiðandi í nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa á Íslandi. Við óskum okkar frábæru vísindamönnum, starfsfólki og landsmönnum öllum gifturíks komandi árs. www.landsvirkjun.is

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.