Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.12.2012, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 28.12.2012, Blaðsíða 14
G unnar Stefánsson er Suðurnesjamaður í húð og hár og gekk til liðs við björgunarsveitir á heimaslóðum sínum um leið og aldur leyfði og hefur starfað með björgunarsveitunum allar götur síðan. Meðfram sjálfboðastörfum sínum vann hann meðal annars sem sjúkraflutningamaður í tíu ár og hjá slökkviliðinu á svæðinu. „Ég held það megi bara segja að ég hafi alist upp í kringum þetta starf frá fimm til sex ára aldri,“ segir Gunnar en hörmulegt atvik í æsku hans varð kveikjan að því sem síðar varð ævi- starf hans. „Vinur minn og nágranni drukknaði í Njarðvíkurhöfn þegar hann var sex ára gamall. Það fór fram mikil leit að honum. Hjólið hans fannst við höfnina og hann fannst síðan ein- hverjum dögum seinna í höfninni. Maður var bara gutti og þetta var leik- félagi manns sem verið var að leita að. Ég man að ég sat í svefnherbergis- glugganum og horfði á alla þessa menn í appelsínugulu göllunum sem voru að leita í kringum húsið heima, niður við höfn og víðar. Síðan bárust þær fregnir að hann hefði fundist látinn og drukknað í höfninni. Þetta hefur sett sitt mark á mann og mótaði mig inn í framtíðina og upp frá þessu var ég alveg ákveðinn í því þarna að ég ætlaði mér að verða einn af þessum í appelsínugulu göllunum. Og leita og taka þátt.“ Gunnar segist telja víst að leitin að vini hans hafi verið með fyrstu stóru útköllunum og stóru aðgerðunum sem Björgunarsveitin Stakkur í Keflavík og Njarðvík og Hjálparsveit skáta í Njarðvík tóku þátt í en þær einingar voru stofnaðar 1969. Ekkert annað kemst að Eldri bræður Gunnars voru í Hjálpar- sveit skáta og Gunnar byrjaði ungur í skátunum og þaðan lá leiðin í björg- unarsveitirnar. Sextán ára gamall fór Gunnar í nýliðaþjálfun hjá Hjálparsveit skáta í Njarðvík og var tekinn inn í sveitina þegar hann var sautján ára og hann hellti sér þá af fullum krafti í félags- starfið auk þess sem hann sinnti útköllum af kappi. „Það komst bara ekkert annað að ég gekk fljótt í stjórn Hjálparsveitarinnar og var þar í stjórn í 23 ár, þar af formaður í fimmtán ár. Það er ákveðinn kúltúr fólginn í því að vera í björgunarsveit og það er ein- hver ríkjandi frumþáttur í fari þeirra sem leggja þetta fyrir sig. Þetta verður lífsstíll og þeir sem fara út í þetta af alvöru eru þarna af lífi og sál,“ segir Gunnar og bætir við að þótt alltaf komi einhverjir sem staldri stutt við þá sé nýliðunin stöðug og úthald fólks almennt slíkt að hann er enn meira og minna með sömu andlitin fyrir framan sig og þegar hann var að byrja á sínum tíma. Út í óveðrið og óvissuna „Þetta snertir náttúrlega allt og alla í kringum mann, fjölskylduna og daglegt líf. Maður er björgunar- og hjálparsveitarmaður og það er bara í raun og veru það sem maður er og það hefur alltaf verið þannig. Um leið og aðrir fara inn, læsa að sér og horfa á sjónvarpið þegar óveður skellur á þá erum við alltaf roknir út í vonda veðrið.“ Gunnar bætir við að það sé ekki einungis hugsunin um að hjálpa náunganum sem keyri björgunarsveit- arfólk áfram heldur gefi félagsstarfið heilmikið af sér. „Félagsstarfið er Átakanlegur vinamissir í æsku hafði mótandi áhrif á Gunnar Stefánsson sem ákvað ungur að verða björgunarsveitarmaður. Hann hefur verið í fremstu víglínu árum saman og gefið sig allan í störf björgunarsveitanna í rúma þrjá áratugi. Ljósmyndir/Hari Í genunum að hjálpa náunganum Gunnar Stefánsson, sviðsstjóri hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, hefur lifað og hrærst í björgunar- störfum og flugeldasölu í rúma þrjá áratugi. Sorgaratburður í æsku beindi honum inn á braut björgunar- sveitanna. Sex ára nágranni hans og leikfélagi drukknaði í höfninni í Njarðvík og Gunnar fylgdist með örvæntingarfullri leit að drengnum út um svefnherbergisgluggann sinn. Hann heillaðist af mönnunum í appelsínugulu göllunum og hét því að ganga í raðir þeirra og eftir það var ekki aftur snúið. Hér ræðir hann um hugsjón björgunarsveitarmannsins, álagið á fjölskyldulífið og fjöruga flugeldasölu um áramót. gríðarlega mikið og við fáum hell- ing út úr því. Þessu fylgja ferðalög, útivera og mikil aksjón. Við erum adrenalín-fíklar sem festumst í þessu. Flestir sækjast eftir hasarn- um og eins og ég segi. Þegar aðrir fara heim þá viljum við komast út og mörgum líður best þegar þeir eru komnir í hasarinn.“ Gunnar segir þá sem gefa sig alla í björgunarstörfin óneitanlega þurfa að færa ýmsar fórnir. „Auð- vitað þarftu að velja og hafna og það eru tilfelli sem maður fer ekki í útkall vegna aðstæðna heima fyrir. Það mæta hins vegar alltaf einhverjir enda gengur þetta starf áfram á fjöldanum. Við erum ekki á skylduvakt, þannig lagað, 24 klukkustundir á viku og ef þú kemur ekki þá kemur sá næsti. Ef ein björgunarsveit er bundin annars staðar þá kemur bara sú næsta. Við höfum getað rekið þetta hjálparstarf á stærðinni og mannfjöldanum.“ F1 Rauður – Mannslíf í húfi „Við erum 3500 manns sem erum á útkallsskrá um allt landið. Og ef einhver hluti kemur ekki þá kemur annar. Hugsunin hjá okkur flestum er þó vitaskuld sú að ef kallið kemur þá stöndum við upp og förum af stað. En að sjálfsögðu verður maður stundum að meta alvarleika útkallsins.“ Þegar útkallið er það sem við köllum F1 Rauður eða Útkall: Rauður þá er mannslíf í hættu og slysstaður þekktur og þá ferðu bara. Sama á hverju gengur. Framhald á næstu opnu 14 viðtal Helgin 28.-30. desember 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.