Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.03.2013, Page 2

Fréttatíminn - 28.03.2013, Page 2
Konur með hærri laun en karlarnir Heildarlaun kvenna hjá tryggingafélaginu Verði eru hærri en heildarlaun karla. Þetta er niðurstaða jafnlaunaúttektar sem framkvæmd var hjá fyrirtækinu nýlega og greint er frá í ársskýrslu Varðar. Í jafnlaunaúttektinni sem gerð var fyrir Vörð kemur fram að heildarlaun kvenna hjá félaginu voru 2 prósent hærri en heildarlaun karla þegar búið var að taka tillit til áhrifa vegna aldurs, starfsaldurs, menntunar, starfshóps, stöðu í skipuriti og vinnustunda. Í ársskýrslu Varðar kemur jafnframt fram að félagið var rekið með 513 milljóna króna hagnaði. Árið áður var hagnaður þess 330 milljónir. Tvær nýjar konur í héraðsdóm Kristrún Kristinsdóttir, lögfræðingur við embætti landlæknis, og Barbara Björns­ dóttir, settur héraðsdómari, hafa verið skipaðar í embætti héraðsdómara með fast sæti við Héraðsdóm Reykjavíkur. Niðurstaða dómnefndar um hæfni um­ sækjenda var sú að Kristrún Kristinsdóttir væri hæfust umsækjenda til að hljóta skipun og að Barbara Björnsdóttir, settur héraðsdómari, og Þórður Cl. Þórðarson, hæstaréttarlögmaður og bæjarlögmaður Kópavogs, væru að Kristrúnu frátalinni hæfust til að gegna embætti og var ekki gert upp á milli hæfni þeirra tveggja til þess. Niðurstaða innanríkisráðherra var sú að skipa Kristrúnu Kristinsdóttur og Barböru Björnsdóttur í embættin. Fóru í einkapóst starfs­ manns og greiða bætur Héraðsdómur hefur dæmt Advania til að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum 300 þúsund krónur í miskabætur og 1,2 milljón í málskostnað fyrir að hafa farið inn í einkapósthólf mannsins og tekið þar pósta sem prentaðir voru út og sýndir viðskipta­ vini fyrirtækisins. Maðurinn var einn helsti sérfræðingur Advania í Microsoft hugbúnaði og ætlaði ásamt fleiri starfsmönnum að stofna nýtt fyrirtæki sem veita mundi Advania samkeppni. Advania taldi að hann vera að reyna að hafa af sér viðskiptavini og sanka að sér leyndarmálum fyrirtækisins. Júlíus Þorbergsson hefur fest kaup á James Bönd í Skipholti ásamt syni sínum. Ljósmynd/Hari  Verslun Júlíus Þorbergsson ekki af baki dottinn enn d jöfullinn maður. Maður má ekki gera neitt. Það bara fréttist allt. Hvað viltu vita næst, í hvernig buxum ég er?“ segir Júlíus Þorbergsson, gjarnan kenndur við söluturninn Drauminn á Rauðarárstíg. Júlíus, eða Júlli eins og hann er jafnan kallaður, hefur fest kaup á söluturninum og myndbandaleigunni James Bönd í Skipholti ásamt syni sínum. „Við tókum þetta strax og þeir stálu hinu. Ég er nú bara að hlaupa undir bagga með stráknum mínum hérna. Það kemur þó fyrir að maður slær puttun- um þarna inn,“ segir Júlli. Í lok janúar var Júlli borinn út úr verslunarhúsnæði sínu við Rauðarár- stíg og íbúð í sama húsi. Eignirnar voru seldar á nauðungaruppboði síðasta haust en þær höfðu verið settar að veði fyrir láni sem sonur Júlíusar tók og fór í vanskil. „Þeir stálu af mér fyrirtæk- inu. Þar fóru hundrað milljónir út um gluggann. En þeir munu kannski skila því aftur. Ég veit það ekki, ég skipti mér ekkert af þessu. Læt bara lögfræðinga um þetta,“ segir Júlli sem rak Drauminn í næstum 25 ár á Rauðarárstíg. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Júlli í Draumnum kaupir James Bönd Kaupmaðurinn Júlíus Þorbergsson rak söluturninn Drauminn við Rauðarárstíg í aldarfjórðung. Draumnum var lokað í janúar en Júlíus er ekki af baki dottinn og hefur fest kaup á vinsælum söluturni og myndbandaleigu í Skipholti. Þeir stálu af mér fyrir- tækinu. Þar fóru hundrað milljónir út um gluggann. Júlíus Þor- bergsson rak Drauminn á Rauðarárstíg í tæp 25 ár. Samkynhneigð pör aldrei ættleitt hér  Halli rakari leggur skærinn á Hilluna Hefur klippt sinn síðasta haus Bæjarstjórn Hafnarfjarðar kom saman á Hársnyrti- stofunni Halla Rakara við Strandgötu á miðvikudag af því tilefni að Halli rakari klippti sinn síðasta haus en hann er að hætta störfum eftir 51 ár. Það var við- eigandi að bæjarpólitíkusarnir kveddu Halla með virktum þar sem sagan segir að allir sem telji sig hafa eitthvað um stjórnmálin í Hafnarfirði að segja hafi komið reglulega við hjá Halla. „Jájá, ég er búinn að vera 51 ár í þessu starfi og ætla að leggja skærin á hilluna,“ segir Halli sem kveður starfið sáttur. „Ég er á 69 ári þannig að ég get nú alveg hætt sáttur.“ Halli starfaði á árum áður hjá Bartskeranum í Reykjavík en frá árinu 1980 hefur hann rekið eigin stofu undir merkjum Halla Rakara og sett sinn svip á bæjarbraginn. Og hann á að sjálfsögðu fjölda fastra viðskiptavina og eitthvað hefur verið um harmakvein í firðinum við þessa ákvörðun hans. Hann er þó sem betur fer ekki síðasti móhíkaninn í þessu starfi í Hafnarfirði og hann hefur engar áhyggjur af því að viðskiptavinir hans endi á ver- gangi með úfinn kollinn. „Tveir ungir menn sem hafa unnið hérna með mér færa sig niður í Fjörð,“ segir Halli þannig að hans fólk ætti að vera hólpið í verslunarmiðstöðinni. „Ég er svo bara að fara að sinna breytingum á húsnæði sem ég á hérna,“ segir Halli sem tekur upp hamar- inn í stað greiðunnar. Halli kvaddi með stæl á miðvikudag og bauð upp á lifandi tónlist og snafs á stofunni síðasta daginn. -þþ Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, birti á facebook þessa mynd af síðustu klippingu Halla. Ekkert par af sama kyni hefur ætt­ leitt barn á Íslandi frá því að lögum um ættleiðingar var breytt og sam­ kynhneigðum heimilað að ættleiða. Þetta kom fram í svari Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra við fyrirspurn Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur á Alþingi í gær. Svipaða sögu er að segja þegar kemur að öðrum norrænum ríkjum. Samkvæmt upplýsingum sem ráðuneytið hefur aflað frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð hefur ekkert samkynhneigt par, búsett í þessum ríkjum, ættleitt erlent barn saman frá því samkynhneigðum pörum var veitt heimild til frum­ ættleiðingar. ­sda 2 fréttir Helgin 28. mars–1. apríl 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.