Fréttatíminn - 28.03.2013, Blaðsíða 12
Mig þyrstir
einfaldlega
eftir réttlæt-
inu og þeirri
hreinsun
sem sann-
leikurinn er
fær um að
gefa okkur
öllum
Þín ánægja er okkar markmið
Nýjar áskriftarleiðir í
farsíma hjá Vodafone
KLÁRAST HRINGIR ÞÚ FYRIR
0 KR. INNAN FJÖLSKYLDU
ÖRYGGISNET FJÖLSKYLDUNNAR INNIFALDAR MÍNÚTUR GILDA
LÍKA Í HEIMASÍMA
OG TIL ÚTLANDA
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
Innifaldar mínútur gilda til 27 landa víðsvegar um heiminn. Sjá nánar á vodafone.is.Foreldrar og börn innan 18 ára með sama lögheimili, í allt að 500 mínútur. Gildir ekki um SMS.Umframnotkun: 18,9 kr./mín, 9,9 kr. upphafsgjald, 13,9 kr./SMS, 190 kr. fyrir 100 MB.
vodafone.is
F
jölskylda Sævars var viðstödd þeg-
ar rannsóknarnefndin kynnti niður-
stöðu sína. „Ég upplifði blendnar
tilfinningar, segir Sóley Brynja
Jensen, fyrrum sambýliskona Sæv-
ars og barnsmóðir. „Þegar ég hélt á
skýrslunni fannst mér þarna vera komin staðfest-
ing á því sem ég hafði alltaf vitað. En þetta kom
allt of seint. Ég tel að ef málin hefðu verið tekin
upp þegar við Sævar bjuggum saman þá væri
hann á lífi og fjölskyldan ekki sundruð. Ég tel að
þetta mál hafi verið hans banamein,“ segir Sóley.
Fjórtán ára sonur þeirra, Victor Blær, tekur und-
ir. „Ég var svolítið sorgmæddur yfir því að hann
gæti ekki verið með okkur og fagnað sigrinum.
En mér var létt,“ segir hann.
Sóley kynntist Sævari árið 1996, þegar honum
hafði þegar verið synjað einu sinni um endurupp-
töku. Saman eiga þau tvö börn, Victor Blæ og
Lilju Rún, þrettán ára. Þau voru skráð Sævars-
börn en eru nú Jensen. Sóley segir að fólk hafi oft
farið að horfa á hana og börnin í nýju og dimm-
ara ljósi þegar það vissi að þau væru börn Sævars
Ciesielski. „Börnin mín voru í grunnskóla í
Grafarvogi og einn gangavörðurinn hafði mikla
fordóma í þeirra garð. Hann sagði það aldrei
beint en ég veit að það var út af því hver pabbi
þeirra er.“
Neitað um íbúð
Þetta var síður en svo í fyrsta sinn sem Sóley
fann fyrir fordómum í garð fjölskyldu sinnar.
Hún minnist þess þegar hún hafði tekið á leigu
íbúð fyrir þau Sævar. „Þetta var skömmu eftir að
við byrjuðum saman. Ég fór ein í viðtal til að fá
íbúð og fólkinu leist mjög vel á mig. Við spjölluð-
um aðeins saman, það kom til tals að ég væri frá
Sauðárkróki og þau sögðust þá þekkja fólk þaðan.
Eftir viðtalið var ég himinlifandi. En það breyttist
næsta dag þegar eigendur íbúðarinnar hringdu,
sögðust hafa frétt hver væri sambýlismaður minn
og að þau væru hætt við að leigja okkur.“
Hún segist hafa fundið vel fyrir því að fólk hafi
fyrirfram mótaðar hugmyndir um hana þegar
það vissi hver barnsfaðir hennar var. Það var
kornið sem fyllti mælinn þegar börnin þeirra
urðu fyrir aðkasti í skólanum. „Þetta gekk svo
langt að gangavörðurinn lagði hendur á son
minn. Ég fékk áverkavottorð og tilkynnti málið til
yfirvalda. Ég fékk bara nóg, flutti úr Grafarvogin-
um í Vesturbæinn og börnin tóku upp ættarnafn-
ið mitt. Ég vildi reyna að koma í veg fyrir að fólk
dæmdi okkur,“ segir Sóley.
Myndi vilja bera nafnið Ciesielski
Victor segist vita að þau systkinin hafi tekið
upp ættnafn móður þeirra vegna fordóma. „Mér
fannst leiðinlegt að við þurftum að gera þetta, ég
vil alveg að allir viti að hann er pabbi minn. Ég
er mjög stoltur af því að vera sonur hans og ég
myndi vilja bera nafnið Ciesielski,“ segir hann.
Móðir hans segir að Ciesielski sé stórt nafn að
bera og þrátt fyrir niðurstöðu skýrslunnar hafi
mannorð Sævars enn ekki verið hreinsað.
Sóley segir fjölskyldu sína hafa kynnst Sævari
vel og heiðarleiki hafi verið hans aðalsmerki.
„Hann var kurteis og kom vel fyrir. Hann hafði
líka kómíska sýn á sjálfan sig,“ segir Sóley.
Bara venjuleg fjölskylda
Hafþór Sævarsson er sonur þeirra Sævars Cie-
sielski og Þórdísar Hauksdóttur. Hafþór hefur
aldrei fundið fyrir tortryggni eða andúð vegna
Líf í skugga
fordóma
Tímamót urðu í íslenskri réttarsögu þegar starfshópur innanríkisráðuneytisins um Guð-
mundar- og Geirfinnsmálið skilaði skýrslu sinni í vikunni. Niðurstaðan var skýr. Hafið er yfir
allan skynsamlegan vafa að játningar sakborninga voru óáreiðanlegar. Eftir að Sævar Cie-
sielski losnaðI úr fangelsi, dæmdur morðingi, tileinkaði hann líf sitt því að hreinsa nafn sitt.
Ein barnsmóðir Sævars segir að ranglætið og endurtekin höfnun hafa verið hans banamein.
Framhald á næstu opnu
Þórdís Hauksdóttir, önnur frá vinstri á myndinni, á synina
Hafþór og Sigurþór með Sævari. Sóley Brynja Jensen er móðir
þeirra Victors Blæs og Lilju Rúnar. Þeim þykir öllum leitt að
Sævar var ekki á lífi til að fagna sigrinum. Ljósmynd/Hari
12 viðtal Helgin 28. mars–1. apríl 2013