Fréttatíminn - 28.03.2013, Qupperneq 18
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg
Auðuns dóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@
frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
L
Lengi hefur verið gælt við það að flytja
Reykjavíkurflugvöll úr Vatnsmýri. Í seinni
tíð hefur helst verið litið til Hólmsheiðar
sem framtíðarflugvallarstæðis höfuð-
borgarinnar. Sú hugmynd var skotin í kaf í
liðinni viku þegar birt var skýrsla þar sem
Veðurstofan reiknaði út nothæfisstuðul
fyrir flugvöll á heiðinni, að ósk Isavia.
Niðurstöður Veðurstofunnar eru þær að
nothæfisstuðull flugvallar á Hólmsheiði
sé einungis 92,8 prósent.
Flugvöllur á heiðinni yrði
ónothæfur í rúmlega 28 daga
á ári að jafnaði vegna veðurs
í stað 1-2 daga á Reykjavíkur-
flugvelli. Það jafnast á við
að allt innanlandsflug lægi
niðri í nærri heilan mánuð
sem myndi bætast við þá
daga sem ófært er fyrir flug á
hverjum einstökum lendingar-
stað á landsbyggðinni. „Eng-
inn hannar miðstöð áætlunar-
flugs með svo lágan nothæfisstuðul,“ segir
í samantektinni. Þar er auk þess bent á það
að Alþjóðaflugmálastofnunin geri kröfu um
að nothæfisstuðull sé að minnsta kosti 95
prósent vegna hönnunar á áætlunarflug-
völlum.
Fleiri dæmi eru rakin sem sýna fram á
að óráð eitt er að gera ráð fyrir því að flug-
völlur rísi á Hólmsheiði. Hólmsheiði liggur
í 135 metra hæð yfir sjávarmáli en Reykja-
víkurflugvöllur í 14 metra hæð. Flugvöllur
á Hólmsheiði yrði hæsti áætlunarflugvöllur
landsins. Meðahliti á heiðinni er lægri,
rakastig hærra, skyggni lélegra og úrkoma
meiri. Hvassara er á Hólmsheiðinni sem
þýðir að hliðarvindur er þar hvassari og
vindhviður tíðari en á Reykjavíkurflugvelli.
Áætlunarflug með farþega fer að jafn-
aði fram samkvæmt blindflugsaðferðum.
Hólmsheiði er mun nær fjöllum en Reykja-
víkurflugvöllur. Það gerir blindflug úr
norðurátt ómögulegt vegna nálægðar við
Esju. Norður-suðurbraut yrði því eingöngu
sjónflugsbraut úr þeirri átt. Á Reykjavíkur-
flugvelli er blindaðflug úr öllum áttum. Ná-
lægð fjalla og fella í kring um Hólmsheiði
eykur verulega líkur á ókyrrð í aðflugi og
brottflugi. Þá er á það bent að fylgni veður-
skilyrða á Hólmsheiði og Keflavíkurflug-
velli er það mikil í suðaustanáttum að flug-
völlur á Hólmsheiði myndi vart geta þjónað
sem varaflugvöllur fyrir millilandaflug með
sama árangri og Reykjavíkurflugvöllur.
Þessi niðurstaða þýðir það einfaldlega að
hugmyndir um flugvöll á Hólmsheiði eru úr
sögunni. Árni Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri Flugfélags Íslands, talar væntanlega
fyrir hönd flugrekenda og um leið með
öryggi flugfarþega og nýtingarmöguleika
flugvallarins í huga þegar hann segir það
galna hugmynd að eyða fjármunum í flug-
völl sem væri lokaður svona lengi. Fram-
kvæmdastjórinn benti á að ýmsar hug-
myndir hefðu verið skoðaðar fyrir nýjan
innanlandsflugvöll á höfuðborgarsvæðinu
en menn samt alltaf komist að þeirri niður-
stöðu að Vatnsmýrin væri besti kosturinn
fyrir slíkan rekstur. Árni sagði jafnframt að
allur hringlandaháttur með flugvöllinn væri
bagalegur og hefði hamlað uppbyggingu á
svæðinu.
Það er rétt hjá honum. Vegna óvissu
um framtíð Reykjavíkurflugvallar hefur
nauðsynleg uppbygging dregist þótt flug-
brautir hafi að vísu verið endurgerðar fyrir
nokkrum árum. Enn hírast starfsmenn og
farþegar í aflóga herbröggum sem bera
nafnið flugstöð. Það hrófatildur stendur
engan veginn undir nafni. Borgaryfirvöld
hafa leitað leiða til að losna við flugvöll-
inn úr Vatnsmýrinni vegna þess lands sem
undir hann fer. Ríkið hefur staðið gegn
flutningi hans og landsbyggðin kallar eftir
því að flugvöllurinn verði áfram í Vatns-
mýrinni. Þannig sé þjónustu- og öryggis-
hlutverki flugvallar í höfuðborginni best
sinnt. Sækja þarf margs konar þjónustu til
Reykjavíkur utan af landi en öryggismál
hljóta að vera í forgangi. Örstutt er frá flug-
vellinum á Landspítalann, tæknisjúkrahús
allra landsmanna. Því mega borgaryfirvöld
í Reykjavík ekki gleyma og því ekki heldur
að Reykjavík er höfuðborg allra íbúa lands-
ins.
Reykjavíkurborg keypti nýverið land
ríkisins í Skerjafirði. Þar er ætlunin að 800
íbúðir rísi. Áður en ráðist verður í þær fram-
kvæmdir verður að finna varanlega lausn
fyrir innanlandsflug til og frá Reykjavík.
Enn hefur ekki verið bent á betri kost til
þeirrar starfsemi en að hafa flugvöllinn
áfram þar sem hann er. Hólmsheiðin keppir
að minnsta kosti ekki við Vatnsmýrina.
Innanlandsflug til og frá höfuðborginni
Hugmynd um heiðarflugvöll
skotin niður
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
Vill hann taka við okkur?
Hann vissi náttúrlega allt um
Ísland, og hrósaði okkur
fyrir frammistöðuna í
efnahagsmálum.
Össur Skarphéðinsson,
utanríkisráðherra, hafði
gaman að því að hitta
Harald Noregskonung.
Loksins, loksins!
Ég hef verið í miklum erfiðleikum að
finna þá rödd innan stjórnmálanna sem
ég get verið samþykk og sýnt stuðning.
Vala Matt hefur tekið sæti á lista
Lýðræðisvaktarinnar í Reykjavík.
Ha, tímaskekkja í Mogganum?
Fyrir mér var þetta eins og
að lesa 30 ára gamlan
leiðara sem ætti ekki
heima árið 2013.
Katrín Jakobsdóttir,
menntamálaráðherra, um
að vera sögð gluggaskraut í
leiðara Morgunblaðsins.
Kafka hvað?
Starfsmenn þessa sérstaka embættis
líta á það sem markmið að finna glæp-
inn og skal öllum úrræðum beitt.
Sigurður Einarsson, fyrrverandi Kaup-
þingsstjóri,er orðinn langþreyttur á brölti
sérstaks saksóknara í Al-Thani-málinu
svokallaða.
Bara á Íslandi
Þetta mál er einsdæmi á heimsvísu
miðað við önnur mál sem ég hef unnið
með.
Gísli H. Guðjónsson, prófessor í réttarsál-
fræði, um illa meðferð á grunuðum í
Guðmundar- og Geirfinnsmálum.
Og fara úr stuttbuxunum
Það er alveg ljóst að sjálfstæðismenn
verða að bretta upp ermar.
Kristján Þór Júlíusson, annar varafor-
maður Sjálfstæðisflokksins, hefur
áhyggjur af stöðu flokksins í skoðana-
könnunum.
Botninn í boltanum
Þetta er líka svo óeðlilegt.
Allir saman allsberir í
sturtu að rassskella ein-
hvern, þetta er alveg súrt.
Hafrún Kristjánsdóttir,
sálfræðingur og fyrrverandi
handknattleikskona, um hefð
fyrir húðstrýkingum nýliða í meistara-
flokkum í handknattleik.
Rólegt á Hekluvígstöðvunum
Það er enginn hlaupandi um gangana
eða neitt. Menn vinna bara sína
venjulegu vinnu.
Hekla rumskaði en Magnús Tumi Guð-
mundsson, prófessor í jarðeðlisfræði hjá
Jarðvísindastofnun Íslands, hélt ró sinni.
En lóan er komin
Þetta er bara botnfrosin
staða, íslensk stjórnmál
eru bara í þessari botn-
frosnu stöðu og það er
erfitt að komast út úr
henni.
Árni Páll Árnason, for-
maður Samfylkingar, er í
pólitískum klakaböndum.
Síðbúið réttlæti
En ég gaf mér ekkert fyrirfram. Ég
vonaðist eftir svona niðurstöðu. Þetta
er mjög gleðileg niðurstaða fyrir sakir
réttlætisins.
Erla Bolladóttir um niðustöðu rann-
sóknarnefndar sem kannaði rannsókn
Geirfinnsmálsins.
Vikan sem Var
Laugavegi 25 - S: 553-3003
H ö n n u n a r
h ú s
www.hrim.is
Opið um páskana
Skírdag
13:00-17:00
Laugardag
11:00-17:00
Annar í páskum
13:00-16:00
Flott hönnun er góð gjöf
Viðhald
húsa
Fréttatíminn gefur út blað um viðhald húsa í samvinnu við
Húseigendafélagið 12 apríl. Þetta er einstakt tækifæri fyrir ykkur að
ná til þeirra sem hyggja á endurbætur, með auglýsingu eða kynningu
á starfsemi ykkar í vönduðu blaði sem unnið er af fagmönnum.
Hafið samband við Baldvin Jónsson í síma 531 3311 eða sendið honum
póst á netfangið baldvin@frettatiminn.is og fáið nánari upplýsingar.
12.
Apríl
Guðrún Dadda Ásmundardóttir
1. sæti Norðvesturkjördæmi
Saman getum
við tryggt arð
af auðlindum
og haldið þeim
í þjóðareigu
18 viðhorf Helgin 28. mars–1. apríl 2013