Fréttatíminn - 28.03.2013, Síða 19
Fært til bókar
Geimriddari fælir safngest
Þessar vikurnar stendur umfangs-
mikil sýning yfir á Kjarvalsstöðum á
verkum í eigu safnsins af því tilefni að
40 ár eru liðin frá því safnið opnaði.
Sýningin breytist reglulega enda fjöldi
verkanna slíkur að ekki er hægt að
sýna þau öll í einu. Eiður Guðnason, fyrrverandi
ráðherra og sendiherra, skoðaði sýninguna um
síðustu helgi og hreifst mjög. Jón Gnarr, borgar-
stjóri, sló hins vegar verulega á ánægju Eiðs þegar
hann birtist í einkennisbúningi sínum, forláta geim-
riddaramúnderingu úr Stjörnustríðsmyndunum.
„Stórkostleg málverkasýning á Kjarvalsstöðum. Við
flúðum hins vegar þegar borgarstjórinn í Reykjavík
mætti á staðinn íklæddur grímubúningi!“ Skrifaði
Eiður á Facebook og var greinilega ekki skemmt.
Trúleysingjabingó
Trúleysingjarnir í Vantrú hvika hvergi frá þeirri
hefð sinni að brjóta helgidagalög með borgaralegri
óhlíðni um páskana en eins og margir vita eru sam-
komur ýmis dægradvöl á föstudaginn langa bönnuð
með lögum. Vantrú heldur þó venju samkvæmt
sitt árlega páskabingó á Austurvelli á föstudaginn
langa. Bingóið byrjar klukkan 13:00. Spilaðar verða
nokkrar umferðir en best er að mæta tímanlega.
Páskaegg og aðrir veglegir vinningar eru í boði
fyrir þá sem treysta sér til þess að gerast lögbrjótar
á föstudaginn auk þess sem boðið verður upp á
veitingar. Páskabingóið er fyrir alla fjölskylduna og
verður glaðningur í boði fyrir börnin.
Sjóræningjar á báðum áttum
Pírataflokkurinn hefur aðeins verið
að sækja í sig veðrið undanfarið en
á netumræðum um framboðið má
sjá að hugsanlegir stuðningsmenn
staldra nú við hvernig flokkurinn skil-
greinir sig í pólitíska litrófinu, klóra sér í hausnum
og treysta sér ekki til að fá jöfnuna „frjálshyggju
sósíalistar“ til að ganga upp. Hér er óneitanlegu um
ansi magnaðar þversagnir að ræða og hingað til
ekki mörg dæmi um að sósíalistar og frjálshyggju-
fólk eigi samleið. Fólk veltir þessu fyrir sér á netinu
og einhverjir furða sig á því að flokkur sem hafni
skilgreiningunum hægri og vinstri í stjórnmálum en
telji sig svo tilheyra báðum áttum. Aðrir telja þetta
vel geta gengið upp og kalla ekki ómerkari mann
en sjálfan Noam Chomsky til vitnis. Píratarnir eru
þá væntanlega á báðum áttum en geta samt stefnt
beint áfram.
Helgin 28. mars–1. apríl 2013 viðhorf 19
Opinn í báða enda
Það mun vera einsdæmi í íslenskri
stjórnmálasögu að flokkur ráðist
gegn sjálfum sér – eigin
forystu, eigin sögu og
eigin verkum – eins og
Framsóknarflokkurinn
gerir nú.
Sighvatur Björgvinsson,
fyrrverandi ráðherra,
undrast í aðsendri grein í
DV að Framsóknarflokkurinn
fordæmi verðtrygginguna sem flokkurinn
átti þátt í að koma á á sínum tíma.
Leyndarmál, ekki segja frá...
Það er mjög óvenjulegt að
þingmenn greini frá því
sem á sér stað á svona
fundum. Þetta eru trún-
aðarfundir og ég veit
ekki til þess að svona
lagað hafi gerst áður.
Ásta Ragnheiður
Jónsdóttir, forseti Alþingis,
er reið við Birgittu Jónsdóttur fyrir að
gefa skýrslu um flokksformannafund á
Facebook.
Hingað og ekki lengra!
Hafi þeir skömm fyrir og þetta skulum
við stoppa af og það með góðu eða
illu.
Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi,
er fjúkandi illur yfir samningaviðræðum
við erlendra kröfuhafa um uppgjör á
snjóhengjunni svokölluðu.
Stórt skref fyrir flokk-
inn, lítið fyrir fólkið
Það yrðu þung spor fyrir
Bjarna Benediktsson,
og sennilega lýkur
formannstíð hans brátt
ef þetta verður niður-
staðan.
Egill Helgason rýnir í
stöðu Bjarna Benediktssonar,
formanns Sjálfstæðisflokksins, sem gæti
samkvæmt könnunum þurft að lúta
forsæti formanns framsóknar í næstu
ríkisstjórn.
Andóf í útvarpi
Ertu sátt/ur við að Þórhildi Þorleifs-
dóttur í 1.sæti í Reykjavík-Suður fyrir
Lýðræðisvaktina?
Pétur Gunnlaugsson, einn helsti forkólfur
Útvarps Sögu, snerist á punktinum gegn
Lýðræðisvaktinni eftir að hann sagði
skilið við hana. Honum hugnast ekki að
Þórhildur Þorleifsdóttir skipi sæti á lista
framboðsins og sækist eftir stuðningi við
þá skoðun sína með þessari spurningu á
heimasíðu útvarpsstöðvarinnar.
Myrkarverk á þingi
Stjórnarskráin er
greinilega ekki annað en
leiksoppur í hráskinna-
leik hrossaprangara.
Illugi Jökulsson, fyrr-
verandi stjórnlagaráðs-
meðlimur, horfir á eftir
stjórnarskrárfrumvarpinu
týnast í pólitískum hrossaviðskiptum.
Vikan sem Var
ms.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
SI
Ð
/
S
ÍA