Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.03.2013, Qupperneq 22

Fréttatíminn - 28.03.2013, Qupperneq 22
K vikmyndaferill leikkonunnar Elvu Óskar Ólafsdóttur telur þrjátíu ár en hann hófst árið 1983 þegar hún lék Ungfrú Snæfells- og Hnappadalssýslu í Nýju lífi eftir Þráin Bertelsson. Persónu sem er mörgum sem komnir eru til vits og ára enn í fersku minni. Myndirnar sem hún hefur leikið í síðan þá eru all nokkrar og þar á meðal eru Stuttur Frakki, Benjamín dúfa, Ikingut, Hafið og sakamálamyndirnar Köld slóð og Borgríki. Þá lék hún í glæpaþáttnum Mannaveiðar og gerði það gott í dönsku spennuþáttunum Ørnen. Hún er hins vegar að leika draug í fyrsta skipti núna og hafði gaman að. „Ég leik Jóhönnu sem er ekki bara draugur heldur rosalega bitur draugur. Hún var ást- sjúk í Ófeig en fékk hann aldrei en síðan ger- ast hlutir sem verða til þess að hún gengur aftur, eins og Ófeigur, og lætur karlinn ekki í friði,“ segir Elva Ósk sem fékk loksins tækifæri til þess að vinna með Ágústi Guð- mundssyni. „Það var bara dásamlegt. Við höfum aldrei unnið saman áður en höfum talað um að gera eitthvað saman frá 1990 og nú var loksins lag og það var sko ekki leiðinlegt get ég sagt þér,“ segir Elva Ósk en það voru ekki síður fagnaðarfundir á tökustað þar sem hún hitti fyrir gamlan samstarfsmann, Ladda. „Hann er yndislegur. Ég hef nú unnið með Ladda áður og í myndinni er ég í mjög afmörkuðum senum, nánast eingöngu með honum, og það er bara draumur að vinna með þessum snillingum.“ Frjáls og engum háð Elva Ósk er laus og liðug í leiklistinni, ekki bundin neinum samningum og getur gert það sem hana langar til. Hún var nú síðast á fjölum Borgarleikhússins í leikriti Jóns Atla Jónassonar, Nóttin nærist á deginum. „Ég var að klára þar en það verður hugsanlega tekið upp fyrir sjónvarp. Í maí er ég að fara í gang aftur með Hallgerði langbrók í Sögu- setrinu á Hvolsvelli. Við kláruðum það aldrei síðasta sumar. Síðan er bíómynd framundan og svona,“ segir Elva Ósk og verður mjög leyndardómsfull og tekur ekki í mál að gefa meira upp. „Það er alltaf eitthvað í gangi en ekki allt alveg í hendi ennþá og þótt búið sé að nefna fullt af hlutum við mig þá er ekkert hægt að segja eða gera fyrr en allt er niðurneglt. Elva segist þar fyrir utan hafa í nógu að snúast og það eigi alls ekki við hana að sitja auðum höndum. Hallgerður er merkileg manneskja Elva segist hafa haft mikla ánægju af því að takast á við Hallgerði langbrók og heldur til fundar við þennan mikla örlagavald í Njálu með bros á vör. „Hallgerður er algerlega mögnuð persóna,“ segir Elva Ósk en þver- tekur fyrir að þessi aðsópsmikla valkyrja taki mikið pláss í hugarfylgsnum hennar. „Nei alls ekki. Ég er nú búin að læra það fyrir löngu að skilja vinnuna eftir í vinnunni. Ég tek hana ekki með mér heim og er ekkert að dröslast með þessar persónur á bakinu allan sólarhringinn. Hallgerður er samt miklu, miklu merkilegri manneskja en margur gerir sér grein fyrir. Alveg mögnuð kona. Hún er svo margbrotin og Hlín Agnarsdóttir aflaði sér alls kyns upplýsinga og skrifaði þetta fína leikrit um hana. Hún gerði meira en bara að neita Gunnari á Hlíðarenda um hár í boga- streng. Það er miklu meira í hana spunnið en það og þessi kona var búin að missa tvo menn áður en Gunnar kom til sögunnar og á miklu stærra líf en bara að vera konan hans Gunnars.“ Sýning Hlínar og Elvu Óskar um Hallgerði gekk vel í fyrra og því ekki um annað að ræða en halda áfram. „Þetta hefur gengið rosalega vel og þetta er nánast skrifað inn í Sögusetr- ið. Þetta er á Njáluslóðum og leikmyndin er fullkomin. Það er bara dásamlegt að keyra þangað um helgar, fara út úr bænum, komast í burtu og upplifa sveitina beint í æð. Fólkið þarna er líka svo gott og skemmtilegt og það er sniðugt að fá sér bíltúr frá Reykjavík og skreppa í leikhús. Þetta er reyndar einn og hálfur tími í akstri. Dágóður spotti en fal- legur.“ En hvað segir Elva Ósk um höfuðandstæð- ing Hallgerðar, Bergþóru? „Ég stend föst með Hallgerði, þú getur nú rétt ímyndað þér það. Það þarf ekki að ræða það neitt. Ég verð bara hálf móðguð þegar þú nefnir þetta nafn þarna,“ segir hún og hlær. „Nei ég segi svona, en Hallgerður var engin geðluðra.“ Draugaleg á Frakkastíg Elva og Laddi eru að vonum hálf gegnsæ í Ófeigur snýr aftur enda hafa persónur þeirra kvatt efnisheiminn og Elva skemmti sér kon- unglega við gerð draugagervisins og brellu- vinnuna sem fylgdi í kjölfarið. „ Það var mjög gaman að undirbúa þetta og við fórum út í heilmiklar pælingar með Jör- undi brellumeistara sem vann eftirvinnuna að miklu leyti og náði fram þessum drauga- áhrifum. Þetta var skemmtilegt ferli með honum, sminkunni, búningahönnuðinum og Ágústi. Þetta voru heilmiklar pælingar í kringum það hvernig þetta ætti að vera og líta út. Hvaða liti mætti nota og hvaða liti mætti ekki nota. Ég er náttúrlega að leika draug og húðin er svona mismikið að detta af manni eftir því sem líður á myndina. Við vorum með rútuna uppi á Njálsgötu en tökustaðurinn var heima hjá Ágústi á Grettisgötu þannig að maður þurfti að ganga þangað í gervinu frá rútunni. Og það er gaman að segja frá því að einhvern tíma í vetur var ég að labba þessa leið einsömul, niður Frakkastíginn, og mætti einhverjum túristum sem voru auðvitað gapandi undrandi. Ég þurfti bara að láta eins og ekkert væri þótt andlitið væri að detta af mér. Hvað má maður að gera? Þetta voru mjög kjánalegar aðstæður enda stoppaði fólk og glápti á mig eins og ég væri holdsveik eða eitthvað þaðan af verra. Þetta var fyndið.“ Sveif um heimili leikstjórans Elva Ósk segist ekki hafa lagst í miklar pælingar um hvað bíður okkar eftir dauðann og hvernig sé um að lítast í handanheimum. „Nei, nei. Málið er að þessi Jóhanna er bara ennþá föst í sinni biturð og reiði og þroskast ekkert þaðan þótt hún sé dauð. Það þarf eitt- hvað meira til.“ Tökur á Ófeigur gengur aftur fóru mikið til fram á heimili leikstjórans og þar fékk Elva Ósk heldur betur að leika lausum hala. „Ég var fljúgandi í loftinu þarna, hangandi lárétt í einhverri talíu. Það var frekar fyndið. Ég hef gengið í gegnum margt sem leikari og maður hefur þurft að prufa alls konar hluti en þetta er nú með því eftirminnilegra.“ Borgríki er síðasta myndin sem Elva Ósk lék í. Hún var frumsýnd síðla árs 2011 en tökum lauk nokkru fyrr. „Já. Það er dálítið síðan maður sást síðast í bíó. Þetta er lítið land og lítill markaður og það er ekkert hægt að vera alltaf alls staðar. Smæð markaðarins er nú vandamálið hjá okkur leikurunum þótt maður vildi gjarnan vinna við þetta daginn út og inn.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Elva Ósk fæddist í Vestmanna- eyjum 1964 þar sem hún ólst upp. Hún var níu ára þegar gosið hófst í Eyjum og ætlar sér ekki að missa af goslokahá- tíðinni í sumar. „Það eru fjörutíu ár liðin frá gosinu og ég er Vest- manneyingur og ætla að mæta þar.“ Fysta kvikmyndahlutverk Elvu Óskar tengist einmitt Vest- mannaeyjum en hún lék Ungfrú Snæfells- og Hnappadalssýslu í Nýju lífi sem gerðist að mestu í Eyjum og fjallaði um hvernig landeyðurnar Þór og Danni (Eggert Þorleifsson og Karl Ágúst Úlfsson) ætluðu að hefja nýtt líf í verbúð. Elva Ósk lauk námi frá Leik- listarskóla Íslands árið 1989. Fyrsta hlutverk hennar að loknu námi var Adela í Húsi Bernörðu Alba hjá Leikfélagi Akureyrar en þar lék hún einnig Snæfríði Íslandssól í Íslandsklukkunni. Elva hefur leikið í fjölmörgum leiksýningum, bæði í Borgar- leikhúsinu og í Þjóðleikhúsinu auk þess sem hún hefur komið víða við í kvikmyndum. Hún hlaut meðal annars Edduverð- launin 2002 fyrir leik sinn í Hafinu. Elva Ósk lék Jóhönnu í fram- haldsþáttunum Ørnen sem Danmarks Radio framleiddi. Persónan er systir aðalsöguhetj- unnar og býr í húsinu Lukku í Vestmannaeyjum. Elva Ósk gerir Ladda eilífðina óbærilega Leikkonan Elva Ósk Ólafsdóttir leikur afturgöngu í nýrri gamanmynd leik- stjórans Ágústs Guðmundssonar, Ófeigur gengur aftur, þar sem sjálfur Laddi er í aðalhlutverki. Draugurinn sem Elva Ósk leikur var ástsjúk í Ófeig, óendurgoldið, í lifenda lífi og burðast með gremjuna í handanheimum en fær óvænt tækifæri til þess að læsa klónum í karlinn þegar hann gengur aftur. Ferillinn hófst með Nýju lífi Elva Ósk lék unga konu sem heillaði Þór og Danna upp úr skónum í sínu fyrsta kvikmyndahlutverki. Fólk stopp- aði og glápti á mig eins og ég væri holdsveik eða eitthvað þaðan af verra. Elva Ósk Ólafsdóttir skemmti sér konunglega við að leika draug á móti Ladda vini sínum og hafði ekki síður gaman að því að spóka sig í gervi sínu í mið- bænum og hrella þannig vegfarendur. Ljósmynd/Hari 22 viðtal Helgin 28. mars–1. apríl 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.