Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.03.2013, Side 36

Fréttatíminn - 28.03.2013, Side 36
36 páskamatur Helgin 28. mars–1. apríl 2013 Svei mér þá, ég held ég hafi enn ekki bragðað hráfæðisköku sem ég er ekki ánægður með.  Páskamatur albert eldar Hráfæðiskökur um páskana Súkkulaðimyntuterta og Sveskju- og döðluterta a lbert Eiríksson hefur haldið úti matarbloggi á vefsíðunni alberteldar. com. Hann segist ætla að njóta þess að vera til um páskana og borða góðan mat. „Við höfum yfirleitt verið á faraldsfæti um páskana en ætlum að vera heima núna. Planið er að gera eitthvað sem við höfum ætlað að gera í mörg ár, að taka til í geymslunni.“ Albert segist vera búinn að safna saman nokkrum uppskriftum að hráfæðistertum og ýmsum uppskriftum sem hann á eftir að prófa. „Það kæmi mér ekki á óvart ef ég myndi prófa svona eins og eina á dag yfir páskana. Það er líka alltaf gaman að eiga kaffimeðlæti þegar einhver kem- ur við í kaffi.“ Við fengum hann til að deila með okkur tveimur kökum sem hann ætlar að prófa um helgina. Það er afar einfalt og fljótlegt að útbúa hrákökur og mat- vinnsluvélin leikur stórt hlutverk. „Svei mér þá, ég held ég hafi enn ekki bragðað hráfæðisköku sem ég er ekki ánægður með. En það er lykilatriði að eiga góða matvinnsluvél, hún leikur stórt hlutverk í þessum uppskriftum, “ segir Albert. Súkkulaðimyntuterta Botn 1 bolli möndlur 3/4 bolli döðlur 1/4 bolli kakóduft 1/4 bolli kakó nibbur 1 tsk vanilludropar smá vatn Setjið allt í mat- vinnsluvél og maukið vel. Setjið í form með lausum botni, þjappið og maukið. Fylling: 2 1/2 bolli kasjúhnetur 1/2 bolli mynta, helst fersk 3/4 bolli vatn 1/3 bolli agave 1 tsk vanilludropar smá himalyasalt 3 msk brætt kakósmjör 2 msk brædd kókosolía Setjið allt í mat- vinnsluvél og maukið vel. Setjið yfir fyll- inguna, geymið í ísskáp í 2-4 klst. Skreytið með jarðarberjum, ferskri myntu, kakónibbum eða kakódufti Albert Eiríksson Þegar gesti ber að garði með stuttum fyrirvara er upplagt að útbúa hrátertu. Albert leggur til að það sé ekki haft hátt um það að þetta sé hráfæði því fólk gæti hrokkið í baklás. “Enn er til fólk sem heldur að hráfæði sé hreinasti viðbjóður og ekki fyrir vinnandi folk. Þessi terta er afar ljúffeng og auðvelt að búa hana til, tekur innan við tíu mínútur.“ Sveskju- og döðluterta Sveskju- og döðluterta 1 bolli döðlur 1 bolli sveskjur 1 bolli valhnetur 1 banani 1 bolli kókosmjöl safi úr 1/3 sítrónu 1/2 tsk vanilludropar – eða 1 tsk vanillusykur 1/3 tsk salt 2 msk kókosolía – fljótandi 1 msk góð matarolía 1 msk vatn Saxið frekar smátt döðlur, sveskjur, valhnetur og banana. Bætið út í kókosmjöli sítrónusafa, vanillu og salti. Blandið saman kókosolíu, matarolíu og vatni og setjið út í og hrærið vel saman. Látið í form, þjappið vel og kælið. Krem 150 g gott dökkt súkkulaði 1 msk góð matarolía Bræðið saman við lágan hita og hellið yfir kökuna Ómissandi Hrein íslensk náttúruafurð E N N E M M / S ÍA / N M 4 6 0 0 7 Brúðkaupsblað Fallegt sérblað um brúðkaup fylgir Fréttatímanum 19. apríl. Í blaðinu verður fjallað á skemmtilegan og áhugaverðan máta um allt mögulegt tengt brúðkaupinu. Hafið samband við Kristi Jo Jóhannsdóttir í síma 531 3307 eða sendið póst á netfangið kristijo@frettatiminn.is og fáið nánari upplýsingar. 19. Apríl Íslandskex er bragðgott kex sem hentar í öll mál fyrir þig. NÝTTKEX fæst ínæstuverslun

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.