Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.03.2013, Page 38

Fréttatíminn - 28.03.2013, Page 38
38 bílar Helgin 28. mars–1. apríl 2013  Chevrolet Bílasýningin í new York  volvo sportútgáfa V40 R-Design til sýnis í Volvo salnum Fyrsti Volvo V40 R-Design er nú til sýnis í Volvo salnum. Um er að ræða sérstaka Sport útgáfu sem er hlaðin búnaði. Bíllinn hefur meðal annars breiðari framstuðara, sérstakan vindkljúf neðan á afturstuðara og sverari púststúta, að því er fram kemur á síðu umboðsins, Brimborg- ar. Þar er bílnum lýst: „Hliðarspeglar, hurðarammar og grill eru með mattri satínáferð, sér- stök sportfjöðrun tilheyrir einnig þessari R-Design útfærslu, sport- innrétting og leðurklætt stýri með álrönd og R-DESIGN lógói, TFT digital mælaborð með bláum skíf- um, pedalar úr áli, sérstakt álklætt stjórnborð og álklæddar hurðahlífar, gírstöng með upplýstum 3D stöfum og LED dagljós. Til viðbótar er sýningarbíllinn með 18“ álfelgum, R-Design sport leðuráklæði á sætum með inn- saumuðu R-DESIGN lógói, sólþaki, High Performance hljómtækjum og dökkum afturrúðum.“ Volvo V40 R-Design er meðal annars með breiðari framstuðara, sérstakan vindkljúf neðan á afturstuðara og sverari púststúta. … sérstök sport- fjöðrun tilheyrir einnig þessari R-Design útfærslu.  ford söluhæsti Bíllinn Focus í nýrri útfærslu Ford Focus sem var söluhæsti bíll ársins 2012 í heim- inum, er nú fáanlegur í nýrri útfærslu: Ford Focus Trend Edition. Bíllinn var kynntur fyrr í þessum mán- uði, bæði hjá Brimborg Reykjavík og Brimborg Akur- eyri. „Ford Focus Trend Edition er mjög vel útbúinn. Að utan eru 16“ álfelgurnar eftirtektarverðar og að innan er sérstakt Trend Edition áklæði á sætum. Einnig hef- ur verið hugað að praktískum og þægilegum atriðum eins og öflugri aksturstölvu, hita í framsætum, loft- kælingu, regnskynjara í framrúðu, blátannarbúnaði, útihitamæli og sjálfvirkri dimmingu á baksýnisspegli. Ford Focus Trend Edition býr einnig yfir sniðugum nýjungum eins og hurðavörn sem kemur í veg fyrir að hurðir bílsins skemmist eða að þær skemmi bílinn við hliðina ef svo óheppilega vill til að hurðin opnist utan í annan bíl. Hurðavörnin er þannig hönnuð að hún er einungis sýnileg þegar hurðir eru opnar,“ segir í til- kynningu Ford-umboðsins, Brimborgar. Yfir milljón eintök seldust af Ford Focus árið 2012. „Þessi staðreynd gerir hann að vinsælasta bíl ársins 2012 (miðað við staðfestar sölutölur fyrstu 9 mánuði ársins),“ segir enn fremur. Ford Focus Trend Edition. Bíllinn byggir á sterkri arfleifð Impala í gegnum áratugina og býr um leið yfir allri þeirri tækniframþróun sem orðið hefur frá því að hann kom fyrst fram á sjónarsviðið 1958. Tíunda kynslóðin af Impala C hevrolet Impala var ein af táknmyndum Banda-ríkjanna þegar hann kom fram á sjónarsviðið 1958 – stór, aflmikil amerísk drossía. Nú er Chevrolet að kynna tíundu kynslóð bílsins, sem einn af senuþjófunum á bílasýningunni í New York, að því er fram kemur í tilkynningu Bílabúðar Benna, umboðs- aðila Chevrolet. „Bíllinn byggir á sterkri arfleifð Impala í gegnum ára- tugina og býr um leið yfir allri þeirri tækniframþróun sem orðið hefur á þessum tíma. Hann er 5,13 metrar á lengd og hjólhafið er hvorki meira né minna en 2,84 metrar. Impala kemur á 20 tommu álfelgum og undir vélar- hlífinni er 3,6 l, V6 vél sem skilar 303 hestöflum. Með þessari vél og sex þrepa sjálfskiptingu hraðar þessi stóri bíll sér í 100 km hraða á 6,8 sekúndum. Vélin býr líka yfir gríðarlegu togi eða 358 Nm við 5.200 snúninga á mínútu. Engu að síður er eyðslan hófleg með nýrri spartækni sem stuðst var við í vélarhönnuninni. En það er ekki einungis afl og glæsilegt útlit sem Impala snýst um. Hann gerir tilkall til þess að falla í lúxusbílaflokk með frágangi og efnisvali í innanrým- inu en ekki síst hátæknibúnaði sem þar er að finna. Að framan er hann með upphituðum körfusætum sem eru stillanleg á tíu vegu og hann kemur leðurklæddur með fullkomnu loftfrískunarkerfi og hljómtækjum með radd- stýrikefi, lyklalausu aðgengi og ræsingu, hraðastilli með aðlögunarhæfni, tíu öryggispúðum, blindblettvara, svo fátt eitt sé nefnt. Impala gerir tilkall til þess að falla í lúxusbílaflokk með frágangi og efnisvali í innanrýminu Margrét Tryggvadóttir 1. sæti Suðvesturkjördæmi Saman getum við farið í öflugar aðgerðir í þágu heimilanna

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.