Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.03.2013, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 28.03.2013, Blaðsíða 38
38 bílar Helgin 28. mars–1. apríl 2013  Chevrolet Bílasýningin í new York  volvo sportútgáfa V40 R-Design til sýnis í Volvo salnum Fyrsti Volvo V40 R-Design er nú til sýnis í Volvo salnum. Um er að ræða sérstaka Sport útgáfu sem er hlaðin búnaði. Bíllinn hefur meðal annars breiðari framstuðara, sérstakan vindkljúf neðan á afturstuðara og sverari púststúta, að því er fram kemur á síðu umboðsins, Brimborg- ar. Þar er bílnum lýst: „Hliðarspeglar, hurðarammar og grill eru með mattri satínáferð, sér- stök sportfjöðrun tilheyrir einnig þessari R-Design útfærslu, sport- innrétting og leðurklætt stýri með álrönd og R-DESIGN lógói, TFT digital mælaborð með bláum skíf- um, pedalar úr áli, sérstakt álklætt stjórnborð og álklæddar hurðahlífar, gírstöng með upplýstum 3D stöfum og LED dagljós. Til viðbótar er sýningarbíllinn með 18“ álfelgum, R-Design sport leðuráklæði á sætum með inn- saumuðu R-DESIGN lógói, sólþaki, High Performance hljómtækjum og dökkum afturrúðum.“ Volvo V40 R-Design er meðal annars með breiðari framstuðara, sérstakan vindkljúf neðan á afturstuðara og sverari púststúta. … sérstök sport- fjöðrun tilheyrir einnig þessari R-Design útfærslu.  ford söluhæsti Bíllinn Focus í nýrri útfærslu Ford Focus sem var söluhæsti bíll ársins 2012 í heim- inum, er nú fáanlegur í nýrri útfærslu: Ford Focus Trend Edition. Bíllinn var kynntur fyrr í þessum mán- uði, bæði hjá Brimborg Reykjavík og Brimborg Akur- eyri. „Ford Focus Trend Edition er mjög vel útbúinn. Að utan eru 16“ álfelgurnar eftirtektarverðar og að innan er sérstakt Trend Edition áklæði á sætum. Einnig hef- ur verið hugað að praktískum og þægilegum atriðum eins og öflugri aksturstölvu, hita í framsætum, loft- kælingu, regnskynjara í framrúðu, blátannarbúnaði, útihitamæli og sjálfvirkri dimmingu á baksýnisspegli. Ford Focus Trend Edition býr einnig yfir sniðugum nýjungum eins og hurðavörn sem kemur í veg fyrir að hurðir bílsins skemmist eða að þær skemmi bílinn við hliðina ef svo óheppilega vill til að hurðin opnist utan í annan bíl. Hurðavörnin er þannig hönnuð að hún er einungis sýnileg þegar hurðir eru opnar,“ segir í til- kynningu Ford-umboðsins, Brimborgar. Yfir milljón eintök seldust af Ford Focus árið 2012. „Þessi staðreynd gerir hann að vinsælasta bíl ársins 2012 (miðað við staðfestar sölutölur fyrstu 9 mánuði ársins),“ segir enn fremur. Ford Focus Trend Edition. Bíllinn byggir á sterkri arfleifð Impala í gegnum áratugina og býr um leið yfir allri þeirri tækniframþróun sem orðið hefur frá því að hann kom fyrst fram á sjónarsviðið 1958. Tíunda kynslóðin af Impala C hevrolet Impala var ein af táknmyndum Banda-ríkjanna þegar hann kom fram á sjónarsviðið 1958 – stór, aflmikil amerísk drossía. Nú er Chevrolet að kynna tíundu kynslóð bílsins, sem einn af senuþjófunum á bílasýningunni í New York, að því er fram kemur í tilkynningu Bílabúðar Benna, umboðs- aðila Chevrolet. „Bíllinn byggir á sterkri arfleifð Impala í gegnum ára- tugina og býr um leið yfir allri þeirri tækniframþróun sem orðið hefur á þessum tíma. Hann er 5,13 metrar á lengd og hjólhafið er hvorki meira né minna en 2,84 metrar. Impala kemur á 20 tommu álfelgum og undir vélar- hlífinni er 3,6 l, V6 vél sem skilar 303 hestöflum. Með þessari vél og sex þrepa sjálfskiptingu hraðar þessi stóri bíll sér í 100 km hraða á 6,8 sekúndum. Vélin býr líka yfir gríðarlegu togi eða 358 Nm við 5.200 snúninga á mínútu. Engu að síður er eyðslan hófleg með nýrri spartækni sem stuðst var við í vélarhönnuninni. En það er ekki einungis afl og glæsilegt útlit sem Impala snýst um. Hann gerir tilkall til þess að falla í lúxusbílaflokk með frágangi og efnisvali í innanrým- inu en ekki síst hátæknibúnaði sem þar er að finna. Að framan er hann með upphituðum körfusætum sem eru stillanleg á tíu vegu og hann kemur leðurklæddur með fullkomnu loftfrískunarkerfi og hljómtækjum með radd- stýrikefi, lyklalausu aðgengi og ræsingu, hraðastilli með aðlögunarhæfni, tíu öryggispúðum, blindblettvara, svo fátt eitt sé nefnt. Impala gerir tilkall til þess að falla í lúxusbílaflokk með frágangi og efnisvali í innanrýminu Margrét Tryggvadóttir 1. sæti Suðvesturkjördæmi Saman getum við farið í öflugar aðgerðir í þágu heimilanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.