Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.03.2013, Qupperneq 40

Fréttatíminn - 28.03.2013, Qupperneq 40
40 heilsa Helgin 28. mars–1. apríl 2013  Heilsa Frjálsíþróttadeild Kr endurvaKin „Frjálsar íþróttir verða að vera valkostur“ Þann 8. janúar var stór stund í sögu frjálsíþróttadeildar KR, en þann dag var deildin endurreist eftir um 20 ára hlé. Að baki því framtaki standa foreldrar sem vilja leggja sitt af mörkum til að gefa íbúum í vestari hluta Reykjavíkur kost á að leggja stund á holla hreyfingu. Loft innan fárra mínútna Ilmur af mentól og eukalyptus Andaðu með nefinu Otrivin Menthol ukonserveret, nefúði, lausn. Innihaldslýsing: Xýlómetazólínhýdróklóríð 1 mg/ml. Ábendingar: Bólgur og aukin slímmyndun í nefi, kinnholum og nefkoki. Skammtar og lyfjagjöf: Fyrir fullorðna og börn eldri en 12 ára: 1 úði í hvora nös 3 sinnum á sólarhring eftir þörfum, lengst í 10 sólarhringa og ekki úða oftar en að hámarki 3 úða í hvora nös á sólarhring. Snýttu þér. Fjarlægðu glæru plasthettuna. Skorðaðu úðaflöskuna milli fingranna. Úðað er með því að þrýsta kraganum niður að flöskunni. Hallaðu höfðinu örlítið fram. Stúturinn á úðaflöskunni er settur upp í nösina. Úðað er einu sinni, um leið og andað er að sér inn um nefið. Farðu eins að í hina nösina. Ekki má nota lyfið ef þú ert með ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, ef þú hefur gengist undir aðgerð í gegnum nefið eða munninn eða ert með þrönghornsgláku. Ráðfærðu þig við lækni áður en lyfið er notað ef þú ert: Þunguð, með barn á brjósti, næmur fyrir adrenvirkum efnum, ert með skjaldvakaóhóf, sykursýki, háþrýsting, æðakölkun, slagæðargúlp, blóðtappa í hjarta, óreglulegan eða hraðan púls, erfiðleika við þvaglát, æxli í nýrnahettum, þunglyndi og ert á lyfjameðferð við því. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Markaðsleyfishafi:Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ. “ ÚR ÞOKUNNI Í ÞEYTINGA!” Forðastu 3 stærstu mistökin sem heilsumeðvitaðar konur gera þegar þær taka upp heilsusamlegan lífsstíl, sem gerir þær svo ringlaðar og úrvinda að þær gefast upp! Komdu og hlustaðu á Gitte Lassen og lærðu um: Gitte Lassen ¥ Hvernig samstarÞ l’kamans og náttúrunnar er háttað ’ raun og veru ¥ Hvernig þú getur nýtt ýmsar upplýsingar um heilsu ¥ Hvernig þú raðar góðu heilsu- pússluspili saman Verð: 2.500kr FRÍTT ef þú skráir þig með e-mail á hms@heilsumeistaraskolinn.com Reykjavík, miðvikudaginn 3. apríl Fyrirlesturinn er kl. 19.00 - 22:00 og fer fram ‡ ensku en þýðing á staðnum! skólastjóri Heilsumeistaraskólans Öflugt gegn blöðrubólgu ROSEBERRY Virkar innan 24 tíma 2-3 töflur fyrir svefn Fæst í apótekum, heilsubúðum og í heilsuhillum stórmarkaðanna www.gengurvel.is Á þessum tímum þegar til dæmis þátttaka kvenna í stjórnum fyrir- tækja er mikið í umræðunni veit ég ekki um betri íþrótt fyrir dóttur mína til að taka þátt í. u ndirtektirnar hafa verið mjög góðar að mati Rakelar Gylfa­ dóttur sem er yfirþjálfari deildarinnar. „Við stefnum að fjölgun þátttakenda í deildinni næsta vetur. Við ætlum að gefa okkur góðan tíma til að byggja þetta upp og gera vel við þá krakka sem eru að byrja. Það hefur lengi verið talað um að það vanti frjálsar íþróttir í Vest­ urbæinn. Svo vantaði auðvit­ að tækifæri fyrir krakka til að æfa einstaklingsíþrótt,“ segir Rakel. Strákarnir viljugri en stelpurnar Rakel leggur mikla áherslu á það við krakkana að þau séu að semja nýja sögu og búa til nýtt samfélag í Vesturbæn­ um. „Á æfingunum eru krakkarnir alltaf að keppa við hitt kynið og um leið að styrkja hvort annað við að ná settu marki. Á þessum tímum þegar til dæmis þátttaka kvenna í stjórnum fyrirtækja er mikið í umræðunni veit ég ekki um betri íþrótt fyrir dóttur mína til að taka þátt í. Stelpur og strákar æfa hlið við hlið og eru að bera sig saman hvort við annað.“ Rakel segir strákana hafa verið mun viljugri til þess að taka þátt í keppnum. Stelpurnar reyna hins vegar að finna ástæður til þess að geta ekki komið. Mér finnst eins og stelpurn­ ar verði að vera vissar um að þær geti þetta á meðan strákarnir eru tilbúnir að láta slag standa. „Þegar þú ert að keppa í svona einstak­ lingsgrein þá þarftu að stíga fram sem einstak­ lingur og lætur slag standa. Það er svo mikið nám í þessu fyrir framtíðina,“ segir Rakel. Melavallarins nýtur ekki lengur við Frjálsíþróttadeildin stefnir að því, í sam­ bandi við stjórn KR, að finna góðar aðstæður til að æfa utanhúss í framtíðinni því gamla Melavallarins nýtur ekki lengur við. Starfið hjá deildinni var mjög blómlegt á sínum tíma og hafði innan sinna raða íþróttamenn eins og Gunnar Huseby, Helgu Halldórsdóttur og Hrein Halldórsson kúluvarpara. „Deildin var auðvitað mjög sterk á árum áður, svo voru það bara nokkrir foreldrar sem tóku sig saman og hleyptu lífi í deildina aftur og sitja núna í starfsstjórn og fengu mig til að þjálfa.“ Nýlokið Reykjavíkurmeistaramót er fyrsta mótið sem deildin tekur þátt í með skipulögð­ um hætti í tæp 20 ár. Pétur Guðmundsson var sá síðasti sem tók þátt í frjálsíþróttakeppni fyrir KR, á meðan að deildin starfaði. Deildin fékk tvenn bronsverðlaun um helgina og það eru fyrstu verðlaunin sem KR hefur fengið í langan tíma. Bjarni Pétur Jónsson bjarni@frettatiminn.is Þær Sóley Jónsdóttir og Mist Þrastardóttir tóku þátt í Reykjavíkurmótinu fyrir frjálsíþróttadeild KR. Rakel segir mikilvægt að krakkarnir hafi val- kost til að geta tekið æft einstaklingsíþróttir. Það er fínt útlit til skíða­ og brettaiðkunar alla páskana. Opið verður í Bláfjöllum frá klukkan 10­17 frá skírdegi til annars dags páska. Skíða­ og brettaskóli Bláfjalla verður starfrækt­ ur alla dagana og er skráning í hann á heimasíðu skíðasvæð­ anna. Skrá þarf í skólann fyrir klukkan 21 daginn áður en á að mæta. Mintan 2013 verður á laugardaginn klukkan 14.30. Mintan er meiriháttar brettasession þar sem plötusnúður spilar í fjallinu, veitingar verða gefnar, mikið af flottum verðlaunum og fleira og fleira. Pallar og „rail“ munu skarta sínu fegursta. Mintan er eitthvað sem brettaáhugamaðurinn má ekki láta fram hjá sér fara. Bláfjallamessan verður á sínum stað klukkan 13 á páska­ dag. Séra Pálmi Matthíasson messar. Snjóbrettafólk ætti að fjölmenna í Bláfjöll um helgina þar sem Mintan verður haldin.  sKíði Mintan og BláFjallaMessa uM Helgina Útlit fyrir flotta páskahelgi í Bláfjöllum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.