Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.03.2013, Side 48

Fréttatíminn - 28.03.2013, Side 48
48 skák og bridge Helgin 28. mars–1. apríl 2013  Áskorendamótinu í Lundúnum Lýkur um heLgina – um pÁskana verður skÁkhÁtíð Á 70. breiddargrÁðu Á grænLandi Skák er skemmtileg - um páskana! Áskorendamótinu mikla í Lundúnum lýkur á mánu- daginn, en þar keppa átta skákjöfrar um réttinn til að skora á Anand heimsmeistara. Þegar þetta er skrifað er Magnus Carlsen í fararbroddi, en Aronian og Kramnik narta í hæla hans - aðrir virðast ekki eiga raunhæfa möguleika á sigri. C arlsen hefur teflt af því harð­fylgi og sigurvilja, sem er einkennandi fyrir þennan unga, norska snilling. Hann teflir alltaf til þrautar og berst eins og ljón. Carlsen hefur lent í kröppum dansi, en ekki tapað skák. Aronian hlaut slæma byltu gegn Gelfand í 9. umferð, og Kramnik virðist of fastur í jafnteflisgírnum til að ógna Carlsen verulega. Allt getur þó gerst ennþá og skákáhugamenn ættu að fylgjast vel með gangi mála í síðustu umferðunum. Beinar út­ sendingar eru t.d. á chessbomb. com og fréttir eru sagðar á skak.is. Skákhátíð á ísbjarnarslóðum Um páskana verður haldin mikil skákhátíð í Ittoqqortoormiit, sem er afskektasta þorp Grænlands. Að hátíðinni standa Hrókurinn, Skák­ akademían og Kalak, vinafélag Ís­ lands og Grænlands, og hún mark­ ar upphafið að ellefta starfsárinu við útbreiðslu skákíþróttarinnar meðal okkar góðu granna. Ittoqqortoormiit er við Scoresby­ sund, og liggur á 70. breiddargráðu, og næstum þúsund kílómetrar eru í næsta þorp. Þangað er aðeins hægt að komast sjóleiðina yfir hásumarið og verða íbúar því að reiða sig á flug­ samgöngur við Akureyri. Rúmlega 400 manns búa í Ittoqqortoormiit og í grunnskólanum eru um eitt hundrað börn og þau munu lang­ flest taka þátt í skákhátíðinni, sem nú er haldin í þorpinu sjöunda árið í röð. Óhætt er að segja að næst­ um öll börnin í þorpinu kunni að tefla og er efamál að nokkuð þorp í heiminum geti státað af svo miklum skákáhuga! Í Ittoqqortoormiit búa sumir af frægustu veiðimönnum Grænlands og ísbirnir gera sig iðulega heima­ komna í þorpinu. Veiðimanna­ blóðið rennur því um æðar hinna skákþyrstu barna í þorpinu og þau kunna vel að meta skákina, og munu þyrpast í skákkennslu, fjöl­ tefli og stórmót sem haldin verða næstu daga. Margir leggjast á eitt til að gleðja börnin í Ittoqqorto­ ormiit og aðalbakhjarlar þessa skemmtilega verkefnis eru sveitar­ félagið Sermersooq á Grænlandi og Norlandair á Akureyri. Leiðangurs­ menn eru Arnar Valgeirsson, Hrafn Jökulsson, Jón Birgir Einarsson og Róbert Lagerman. Verðlaun og vinninga gefa velviljuð íslensk fyr­ irtæki. Skákþrautin Hvítur mátar í 3 leikjum. Renteria stýrði hvítu mönnunum gegn Mateus í þessari skemmtilegu skák sem tefld var í Cali 1999. Hann fann snjalla leið til að gera út um taflið.  bridge ísLendingar Á vorLeikum í st. Louis Sigur í sterku móti í Bandaríkjunum LauSn: 1.Dxg7+ Hxg7 2.Hh5+ Hh7 3.Hxh7 skák og mát! Skákakademían styður íbúa í kulusuk Liðsmenn Skákakademíunnar hafa að undanförnu unnið af krafti við söfnun vegna brunans sem varð í Kulusuk fyrir þremur vikum, en þá brann tónlistarhúsið í bænum meðan ofsaveður gekk yfir. Á undanförnum áratug hefur margoft verið efnt til skákkennslu og viðburða í Kulusuk, og liðs­ menn Skákakademíunnar þekkja því vel til í litla þorpinu. Lesend­ ur Fréttatímans eru hvattir til að hugsa hlýlega til nágranna okkar, nú þegar páskahátíðin gengur í garð, og leggja góðum málstað lið með því að hringja í söfnunarsíma­ númerin: 901 5001 (þúsund krón­ ur), 901 5002 (tvö þúsund krónur), 901 5003 (þrjú þúsund krónur). Gleðilega páska! Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson gerðu árangursríka ferð til Bandaríkjanna í síðustu viku. Þeir fóru þar á vorleika í St. Louis í Bandaríkjunum þar sem þátttakendur voru velflestir af sterkustu spilurum heims. Þeir Jón og Þorlákur spiluðu í sveit Shwartz sem skipuð var auk þeirra Allan Graves og Rich­ ard Shwartz frá Bandaríkjunum og Norð­ mönnunum Espen Lindquist og Boye Broge­ land. Sveit Shwartz vann þar öruggan sigur í sterkri keppni, Jacoby Open Swiss og skaut þar mörgum af þekktari spilurum heims fyrir aftan sig. Lokastaða efstu sveita varð þannig: Swhartz ............................................................. 125.00 Mahaffey ........................................................... 93,75 Mazurkiewitz .................................................... 70,31 Tuhin .................................................................. 55,56 Grue ................................................................... 50,00 Sveit Shwartz fór fyrst í svokallaða Vander­ bilt útsláttarkeppni og þegar hún var slegin út snemma, var stefnan sett á Jacoby Open Swiss keppnina þar sem öruggur sigur og kærkominn sigur vannst. Páskamót Bridgespilarar þurfa ekki að örvænta um páskana því tvö páskamót verða haldin á höfuðborgarsvæðinu. Fyrst skal nefna Silfurstigamót sem haldið verður á vegum Bridgefélags Reykjavíkur í Síðumúlanum mánudaginn 1. apríl. Spiluð verða þar 44 spil og í fyrstu verðlaun verður þátttökugjald á Íslandsmótið í tvímenning sem haldið verð­ ur 13.­14. apríl. Spilastjóri verður Sveinn Rúnar Eiríksson. Hitt páskamótið er á veg­ um Bridgefélags Hafnarfjarðar. Það verður haldið klukkan 17:00 að Flatahrauni 3, spila­ stað Bridgefélags Hafnarfjarðar föstudaginn langa (29. mars). Spilaður verður monrad­ barómeter (pör spila við önnur pör með svip­ aðan árangur) og þar verða einnig spiluð 44 spil með 4 spilum milli para. Það verður til mikils að vinna því 50% af innkomu fer í verðlaun fyrir efstu pör. Sveiflur í báðar áttir ♠G107 ♥G95 ♦KD3 ♣10652 ♠KD9853 ♥Á87 ♦G964 ♣– ♠ Á2 ♥ Q42 ♦ 52 ♣ DG9873 ♠ 64 ♥ K1063 ♦ Á1087 ♣ ÁK4 n S V a Fyrsta spilið í síðari sveitakeppnisleik Bridgefélags Reykjavíkur síðasta spilakvöld var áhugavert. Sveiflurnar voru á báðar áttir. Toppinn í NS fékk parið Stefán Jóhannsson og Kjartan Ásmundsson úr sveit Chile sem fékk að spila fjóra spaða og standa þá. Topp­ inn í AV fékk parið Guðmundur Skúlason og Þorsteinn Guðbjörnsson úr sveit Seldals­ bræðra en þeir spiluðu 5 lauf dobluð í AV á vesturhöndina og stóðu þann samning. Út­ spilið var spaðagosi og sóknin naut þess að vera á undan vörninni. Legan í trompinu var vond, en kom ekki að sök en legan í hjarta­ litnum var góð og gerði það að verkum, að hægt var að henda niður tapslagnum í tígli. Sagnhafi drap spaðaútspilið á ás, spilaði laufi á ás, tók trompin 4 sem úti voru og síðan hjarta að drottningu. Þegar hún hélt, var hjarta spilað á tíu og 3­3 legan tryggði tíg­ ulniðurkastið. Allt spilið var svona, norður gjafari og enginn á hættu: Frá sveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur. Anton Haraldsson og Karl Sigurhjartarson spila gegn Önnu Ívarsdóttur og Guðrúnu Óskarsdóttur. Ungi snillingurinn Magnus Carlsen getur um helgina tryggt sér réttinn til að skora á Anand heimsmeistara. Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson voru með- limir í sveit Shwartz í St. Louis í Bandaríkjunum sem vann sigur í Jacoby Open Swiss sveitakeppni um síðustu helgi. Með þeim í sveit voru Allan Graves, Richard Shwartz, Espen Lindquist og Boye Brogeland. Opið í Bláfjöllum um páskana PI PA R \T BW A • S ÍA • 13 09 31 skidasvaedi.isUpplýsingasími 530 3000 • 25.–27. mars, opið kl. 11–21 • Skírdagur, föstudagurinn langi, laugardagur, páskadagur og annar í páskum, opið kl. 10–17 • 2. apríl, opið kl. 11–21 Virku dagana í dymbilvikunni og þriðjudaginn 2. apríl mun rútan fara frá Olís Mjódd kl. 12:40 og kl. 16:15. Ferðir úr Bláfjöllum verða kl. 17 og 21 í Olís Mjódd. Rútan fer alltaf um Olís Norðlingaholt.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.