Fréttatíminn - 28.03.2013, Qupperneq 48
48 skák og bridge Helgin 28. mars–1. apríl 2013
Áskorendamótinu í Lundúnum Lýkur um heLgina – um pÁskana verður skÁkhÁtíð Á 70. breiddargrÁðu Á grænLandi
Skák er skemmtileg - um páskana!
Áskorendamótinu mikla í
Lundúnum lýkur á mánu-
daginn, en þar keppa átta
skákjöfrar um réttinn til að
skora á Anand heimsmeistara.
Þegar þetta er skrifað er
Magnus Carlsen í fararbroddi,
en Aronian og Kramnik narta í
hæla hans - aðrir virðast ekki
eiga raunhæfa möguleika á
sigri.
C arlsen hefur teflt af því harðfylgi og sigurvilja, sem er einkennandi fyrir þennan
unga, norska snilling. Hann teflir
alltaf til þrautar og berst eins og
ljón. Carlsen hefur lent í kröppum
dansi, en ekki tapað skák. Aronian
hlaut slæma byltu gegn Gelfand í
9. umferð, og Kramnik virðist of
fastur í jafnteflisgírnum til að ógna
Carlsen verulega. Allt getur þó
gerst ennþá og skákáhugamenn
ættu að fylgjast vel með gangi mála
í síðustu umferðunum. Beinar út
sendingar eru t.d. á chessbomb.
com og fréttir eru sagðar á skak.is.
Skákhátíð á ísbjarnarslóðum
Um páskana verður haldin mikil
skákhátíð í Ittoqqortoormiit, sem
er afskektasta þorp Grænlands. Að
hátíðinni standa Hrókurinn, Skák
akademían og Kalak, vinafélag Ís
lands og Grænlands, og hún mark
ar upphafið að ellefta starfsárinu
við útbreiðslu skákíþróttarinnar
meðal okkar góðu granna.
Ittoqqortoormiit er við Scoresby
sund, og liggur á 70. breiddargráðu,
og næstum þúsund kílómetrar eru í
næsta þorp. Þangað er aðeins hægt
að komast sjóleiðina yfir hásumarið
og verða íbúar því að reiða sig á flug
samgöngur við Akureyri. Rúmlega
400 manns búa í Ittoqqortoormiit
og í grunnskólanum eru um eitt
hundrað börn og þau munu lang
flest taka þátt í skákhátíðinni, sem
nú er haldin í þorpinu sjöunda árið
í röð. Óhætt er að segja að næst
um öll börnin í þorpinu kunni að
tefla og er efamál að nokkuð þorp í
heiminum geti státað af svo miklum
skákáhuga!
Í Ittoqqortoormiit búa sumir af
frægustu veiðimönnum Grænlands
og ísbirnir gera sig iðulega heima
komna í þorpinu. Veiðimanna
blóðið rennur því um æðar hinna
skákþyrstu barna í þorpinu og
þau kunna vel að meta skákina, og
munu þyrpast í skákkennslu, fjöl
tefli og stórmót sem haldin verða
næstu daga. Margir leggjast á eitt
til að gleðja börnin í Ittoqqorto
ormiit og aðalbakhjarlar þessa
skemmtilega verkefnis eru sveitar
félagið Sermersooq á Grænlandi og
Norlandair á Akureyri. Leiðangurs
menn eru Arnar Valgeirsson, Hrafn
Jökulsson, Jón Birgir Einarsson og
Róbert Lagerman. Verðlaun og
vinninga gefa velviljuð íslensk fyr
irtæki.
Skákþrautin
Hvítur mátar í
3 leikjum.
Renteria stýrði hvítu
mönnunum gegn Mateus
í þessari skemmtilegu
skák sem tefld var í Cali
1999. Hann fann snjalla
leið til að gera út um
taflið.
bridge ísLendingar Á vorLeikum í st. Louis
Sigur í sterku móti í Bandaríkjunum
LauSn: 1.Dxg7+ Hxg7
2.Hh5+ Hh7 3.Hxh7
skák og mát!
Skákakademían styður íbúa í
kulusuk
Liðsmenn Skákakademíunnar
hafa að undanförnu unnið af
krafti við söfnun vegna brunans
sem varð í Kulusuk fyrir þremur
vikum, en þá brann tónlistarhúsið
í bænum meðan ofsaveður gekk
yfir. Á undanförnum áratug hefur
margoft verið efnt til skákkennslu
og viðburða í Kulusuk, og liðs
menn Skákakademíunnar þekkja
því vel til í litla þorpinu. Lesend
ur Fréttatímans eru hvattir til að
hugsa hlýlega til nágranna okkar,
nú þegar páskahátíðin gengur í
garð, og leggja góðum málstað lið
með því að hringja í söfnunarsíma
númerin: 901 5001 (þúsund krón
ur), 901 5002 (tvö þúsund krónur),
901 5003 (þrjú þúsund krónur).
Gleðilega páska!
Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson gerðu
árangursríka ferð til Bandaríkjanna í síðustu
viku. Þeir fóru þar á vorleika í St. Louis í
Bandaríkjunum þar sem þátttakendur voru
velflestir af sterkustu spilurum heims. Þeir
Jón og Þorlákur spiluðu í sveit Shwartz sem
skipuð var auk þeirra Allan Graves og Rich
ard Shwartz frá Bandaríkjunum og Norð
mönnunum Espen Lindquist og Boye Broge
land. Sveit Shwartz vann þar öruggan sigur í
sterkri keppni, Jacoby Open Swiss og skaut
þar mörgum af þekktari spilurum heims
fyrir aftan sig. Lokastaða efstu sveita varð
þannig:
Swhartz ............................................................. 125.00
Mahaffey ........................................................... 93,75
Mazurkiewitz .................................................... 70,31
Tuhin .................................................................. 55,56
Grue ................................................................... 50,00
Sveit Shwartz fór fyrst í svokallaða Vander
bilt útsláttarkeppni og þegar hún var slegin
út snemma, var stefnan sett á Jacoby Open
Swiss keppnina þar sem öruggur sigur og
kærkominn sigur vannst.
Páskamót
Bridgespilarar þurfa ekki að örvænta um
páskana því tvö páskamót verða haldin
á höfuðborgarsvæðinu. Fyrst skal nefna
Silfurstigamót sem haldið verður á vegum
Bridgefélags Reykjavíkur í Síðumúlanum
mánudaginn 1. apríl. Spiluð verða þar 44 spil
og í fyrstu verðlaun verður þátttökugjald á
Íslandsmótið í tvímenning sem haldið verð
ur 13.14. apríl. Spilastjóri verður Sveinn
Rúnar Eiríksson. Hitt páskamótið er á veg
um Bridgefélags Hafnarfjarðar. Það verður
haldið klukkan 17:00 að Flatahrauni 3, spila
stað Bridgefélags Hafnarfjarðar föstudaginn
langa (29. mars). Spilaður verður monrad
barómeter (pör spila við önnur pör með svip
aðan árangur) og þar verða einnig spiluð
44 spil með 4 spilum milli para. Það verður
til mikils að vinna því 50% af innkomu fer í
verðlaun fyrir efstu pör.
Sveiflur í báðar áttir
♠G107
♥G95
♦KD3
♣10652
♠KD9853
♥Á87
♦G964
♣–
♠ Á2
♥ Q42
♦ 52
♣ DG9873
♠ 64
♥ K1063
♦ Á1087
♣ ÁK4
n
S
V a
Fyrsta spilið í síðari sveitakeppnisleik
Bridgefélags Reykjavíkur síðasta spilakvöld
var áhugavert. Sveiflurnar voru á báðar áttir.
Toppinn í NS fékk parið Stefán Jóhannsson
og Kjartan Ásmundsson úr sveit Chile sem
fékk að spila fjóra spaða og standa þá. Topp
inn í AV fékk parið Guðmundur Skúlason
og Þorsteinn Guðbjörnsson úr sveit Seldals
bræðra en þeir spiluðu 5 lauf dobluð í AV á
vesturhöndina og stóðu þann samning. Út
spilið var spaðagosi og sóknin naut þess að
vera á undan vörninni. Legan í trompinu var
vond, en kom ekki að sök en legan í hjarta
litnum var góð og gerði það að verkum, að
hægt var að henda niður tapslagnum í tígli.
Sagnhafi drap spaðaútspilið á ás, spilaði laufi
á ás, tók trompin 4 sem úti voru og síðan
hjarta að drottningu. Þegar hún hélt, var
hjarta spilað á tíu og 33 legan tryggði tíg
ulniðurkastið. Allt spilið var svona, norður
gjafari og enginn á hættu:
Frá sveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur. Anton
Haraldsson og Karl Sigurhjartarson spila gegn
Önnu Ívarsdóttur og Guðrúnu Óskarsdóttur.
Ungi snillingurinn Magnus Carlsen getur
um helgina tryggt sér réttinn til að
skora á Anand heimsmeistara.
Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson voru með-
limir í sveit Shwartz í St. Louis í Bandaríkjunum
sem vann sigur í Jacoby Open Swiss sveitakeppni
um síðustu helgi. Með þeim í sveit voru Allan
Graves, Richard Shwartz, Espen Lindquist og
Boye Brogeland.
Opið í Bláfjöllum um páskana
PI
PA
R
\T
BW
A
• S
ÍA
•
13
09
31
skidasvaedi.isUpplýsingasími 530 3000
• 25.–27. mars, opið kl. 11–21
• Skírdagur, föstudagurinn langi, laugardagur, páskadagur og annar í páskum, opið kl. 10–17
• 2. apríl, opið kl. 11–21
Virku dagana í dymbilvikunni og þriðjudaginn 2. apríl mun rútan fara frá Olís Mjódd
kl. 12:40 og kl. 16:15. Ferðir úr Bláfjöllum verða kl. 17 og 21 í Olís Mjódd.
Rútan fer alltaf um Olís Norðlingaholt.