Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.02.2012, Síða 38

Fréttatíminn - 03.02.2012, Síða 38
38 heimilið Helgin 3.-5. febrúar 2012 Michael Thonet með sonum sínum fimm í fjölskyldufyrirtækinu Gebrüdern Thonet.  Hönnun UpphafsmaðUr fjöldaframleiðslUnnar Ævintýri Thonets Michael Thonet fæddist árið 1796 í Þýskalandi og átti eftir að verða einn áhrifamesti maður hönnunarsögunnar. Hann er meðal annars höfundur mest selda stóls heims. s em ungur maður setti Michael Thonet upp vinnustofu og ein- blíndi á tilraunir við að hita og beygja við í stað hefð- bundinna aðferða í trésmíði. Hann notaði til þess kross- við og vakti athygli austur- rísks jarls sem bauð honum til starfa og dvalar í Vínar- borgar. Þar hófust tilraunirnar fyrir alvöru og margir kann- ast við kaffihúsastólinn sem kenndur er við borgina Vín, og átti eftir að verða mest seldi stóll í heimi. Yfir 60 milljónir eintaka hafa þegar selst og eru þá ekki nefndar allar eftirlíkingarnar sem eru óteljandi. Þessi stóll setti hlutina í gang og það eru nokkur meginatriði sem skýra þá ótrúlegu velgengni. Í fyrsta lagi gætti Thonet hagkvæmni í framleiðslu sem þótti nýtt á þessum tíma. Áður fyrr voru hús- gögn gerð af einum og sama smiðnum en hann byrjaði á því að skipta niður verkum svo að miklu meiri fram- legð skapaðist. Stóllinn varð þar af leiðandi einnig ódýr í framleiðslu og var seldur á mjög viðráðanlegu verði. Þó ber að nefna að helsta nýnæmið bjó í tækninni við að beygja við, sem bauð upp á algjörlega nýja fram- leiðslumöguleika. Thonet Fritz Hansen stofnaði sitt fyrirtæki 1872 og dafnar það enn 140 árum síðar. Fjölskyldur og húsgögn Mörg húsgagnafyrirtæki sem eru starfandi í dag eru gamalgróin fjölsky- ldufyrirtæki sem hafa lifað lengi með sömu fjölskyldu. Sem dæmi má nefna stærsta húsgagnafyrirtæki í heiminum; Ikea sem er í eigu Kamprads-fjöl- skyldunnar. Þar er þó búið að ganga frá eignarhaldi þannig að það mun aldrei lenda á hlutabréfamarkaði og er sjálfstæð stofnun sem stýrir því og mun gera í framtíðinni. Annað þekkt fjölskyldu- fyrirtæki í hönnunarbransanum er hið danska Fritz Hansen sem framleiðir hönnun sem meðal annars er frá Arne Jacobsen. Það var í eigu sömu fjölsky- ldu í margar kynslóðir en var svo selt á áttunda áratugnum. Fjölskyldan hélt þó áfram í húsgagnaframleið- slu og stofnaði fyrirtækið Montana sem sérhæfir sig í hillukerfum. Enn eitt dæmið er Vitra sem er eitt virtasta húsgagnahönnunarfyrirtækið í heiminum en þar hefur þriðja kynslóðin tekin við stjórnartaumu- num. Fólki virðist því renna blóð til skyldunnar í þessum geira enda oft hugsjónamenn á ferð og áhuginn á hönnun virðist berast með móðurm- jólkinni. Sjöan hönnuð af Arne Jacobsen fyrir Fritz Hansen. Mest seldu stólar í HeiMi Stóll nr. 14 frá Thonet. S 42 eftir Mart Stam frá Thonet. átti einkarétt á þessari tækni í nokkur ár og með frábæru skipu- lagi og útsjónarsemi lukkaðist hann koma undir sig fótunum og framleiðslunni í gang áður en það rann út. Til að gera stólinn svo enn ódýrari var hann fluttur ósam- settur frá verksmiðju til útsölu- staða sem gerði gæfumuninn þegar hlutirnir fóru af stað af alvöru. Thonet stóll nr. 14, en það er vinnuheitið á mest selda stól í heimi, var fyrsta dæmið um frábærlega lukkaða fjöldafram- leiðslu á húsgagni og selst hann enn vel í dag. Á þriðja áratug síðustu aldar hófu Thonet-verksmiðjurnar framleiðslu á húsgögnum úr stál- rörum. Þau þóttu framúrstefnu- leg húsgögnin sem gerð voru á þennan máta og ollu straum- hvörfum í útliti og notkun. En þar sem eitt helsta einkenni Thonet var einmitt áhuginn á að rann- saka ný efni og möguleika í fram- leiðslu þá þótti þetta ekkert sér- staklega skrýtið. Í dag blómstrar fyrirtækið í höndum fimmtu kynslóðar Thonet-fjölskyldunnar og er enn öll framleiðsla í Þýskalandi. Fyrirtækið er búið að lifa tímana tvenna og þurfti til dæmis að endurreisa það frá grunni eftir seinni heimstyrjöld. Í dag starfa þeir með mörgum helstu hönnuð- um samtímans og voru áberandi á húsgagnasýningunni í Köln í janúar í ár. Sigga Heimis Stóll nr. 14 eða Vínarkaffi- húsastóllinn eins og hann er oft kal- laður. Þegar stálrörin komu til sög- unnar var hægt að framleiða hönnun sem áður var ómöguleg að gera úr hefð- bundnum viði. Robert Stadler hannaði þennan stól fyrir veitingarhúsið Corso í París árið 2011. Hann er gott dæmi um nýja vöru sem framleidd er af Thonet í dag og má greinilega sjá innblástur frá gamla góða nr. 14. KOLI OG HVÍTT – 5900 kr. FORRÉTTUR PARMASKINKA , GLÓÐAÐ BRAUÐ OG GEITAOSTASÓSA AÐALRÉTTUR PÖNNUSTEIKTUR KOLI, FENNEL , MASCARPONE, BYGG OG PERUSÓSA EFTIRRÉTTUR SÚKKULAÐI, KARAMELLA, MJÓLK OG LAKKRÍS Kolabrautin er á 4ðu hæð Hörpu Borðapantanir 519 9700 info@kolabrautin.is w w w.kolabrautin.is – Lifið heil Fyrir börnin í Lyfju www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 5 81 01 0 1/ 12 Gildir 1.-15. febrúar 2012. 20% afsláttur af allri Biomega línunni.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.