Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.02.2012, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 03.02.2012, Blaðsíða 38
38 heimilið Helgin 3.-5. febrúar 2012 Michael Thonet með sonum sínum fimm í fjölskyldufyrirtækinu Gebrüdern Thonet.  Hönnun UpphafsmaðUr fjöldaframleiðslUnnar Ævintýri Thonets Michael Thonet fæddist árið 1796 í Þýskalandi og átti eftir að verða einn áhrifamesti maður hönnunarsögunnar. Hann er meðal annars höfundur mest selda stóls heims. s em ungur maður setti Michael Thonet upp vinnustofu og ein- blíndi á tilraunir við að hita og beygja við í stað hefð- bundinna aðferða í trésmíði. Hann notaði til þess kross- við og vakti athygli austur- rísks jarls sem bauð honum til starfa og dvalar í Vínar- borgar. Þar hófust tilraunirnar fyrir alvöru og margir kann- ast við kaffihúsastólinn sem kenndur er við borgina Vín, og átti eftir að verða mest seldi stóll í heimi. Yfir 60 milljónir eintaka hafa þegar selst og eru þá ekki nefndar allar eftirlíkingarnar sem eru óteljandi. Þessi stóll setti hlutina í gang og það eru nokkur meginatriði sem skýra þá ótrúlegu velgengni. Í fyrsta lagi gætti Thonet hagkvæmni í framleiðslu sem þótti nýtt á þessum tíma. Áður fyrr voru hús- gögn gerð af einum og sama smiðnum en hann byrjaði á því að skipta niður verkum svo að miklu meiri fram- legð skapaðist. Stóllinn varð þar af leiðandi einnig ódýr í framleiðslu og var seldur á mjög viðráðanlegu verði. Þó ber að nefna að helsta nýnæmið bjó í tækninni við að beygja við, sem bauð upp á algjörlega nýja fram- leiðslumöguleika. Thonet Fritz Hansen stofnaði sitt fyrirtæki 1872 og dafnar það enn 140 árum síðar. Fjölskyldur og húsgögn Mörg húsgagnafyrirtæki sem eru starfandi í dag eru gamalgróin fjölsky- ldufyrirtæki sem hafa lifað lengi með sömu fjölskyldu. Sem dæmi má nefna stærsta húsgagnafyrirtæki í heiminum; Ikea sem er í eigu Kamprads-fjöl- skyldunnar. Þar er þó búið að ganga frá eignarhaldi þannig að það mun aldrei lenda á hlutabréfamarkaði og er sjálfstæð stofnun sem stýrir því og mun gera í framtíðinni. Annað þekkt fjölskyldu- fyrirtæki í hönnunarbransanum er hið danska Fritz Hansen sem framleiðir hönnun sem meðal annars er frá Arne Jacobsen. Það var í eigu sömu fjölsky- ldu í margar kynslóðir en var svo selt á áttunda áratugnum. Fjölskyldan hélt þó áfram í húsgagnaframleið- slu og stofnaði fyrirtækið Montana sem sérhæfir sig í hillukerfum. Enn eitt dæmið er Vitra sem er eitt virtasta húsgagnahönnunarfyrirtækið í heiminum en þar hefur þriðja kynslóðin tekin við stjórnartaumu- num. Fólki virðist því renna blóð til skyldunnar í þessum geira enda oft hugsjónamenn á ferð og áhuginn á hönnun virðist berast með móðurm- jólkinni. Sjöan hönnuð af Arne Jacobsen fyrir Fritz Hansen. Mest seldu stólar í HeiMi Stóll nr. 14 frá Thonet. S 42 eftir Mart Stam frá Thonet. átti einkarétt á þessari tækni í nokkur ár og með frábæru skipu- lagi og útsjónarsemi lukkaðist hann koma undir sig fótunum og framleiðslunni í gang áður en það rann út. Til að gera stólinn svo enn ódýrari var hann fluttur ósam- settur frá verksmiðju til útsölu- staða sem gerði gæfumuninn þegar hlutirnir fóru af stað af alvöru. Thonet stóll nr. 14, en það er vinnuheitið á mest selda stól í heimi, var fyrsta dæmið um frábærlega lukkaða fjöldafram- leiðslu á húsgagni og selst hann enn vel í dag. Á þriðja áratug síðustu aldar hófu Thonet-verksmiðjurnar framleiðslu á húsgögnum úr stál- rörum. Þau þóttu framúrstefnu- leg húsgögnin sem gerð voru á þennan máta og ollu straum- hvörfum í útliti og notkun. En þar sem eitt helsta einkenni Thonet var einmitt áhuginn á að rann- saka ný efni og möguleika í fram- leiðslu þá þótti þetta ekkert sér- staklega skrýtið. Í dag blómstrar fyrirtækið í höndum fimmtu kynslóðar Thonet-fjölskyldunnar og er enn öll framleiðsla í Þýskalandi. Fyrirtækið er búið að lifa tímana tvenna og þurfti til dæmis að endurreisa það frá grunni eftir seinni heimstyrjöld. Í dag starfa þeir með mörgum helstu hönnuð- um samtímans og voru áberandi á húsgagnasýningunni í Köln í janúar í ár. Sigga Heimis Stóll nr. 14 eða Vínarkaffi- húsastóllinn eins og hann er oft kal- laður. Þegar stálrörin komu til sög- unnar var hægt að framleiða hönnun sem áður var ómöguleg að gera úr hefð- bundnum viði. Robert Stadler hannaði þennan stól fyrir veitingarhúsið Corso í París árið 2011. Hann er gott dæmi um nýja vöru sem framleidd er af Thonet í dag og má greinilega sjá innblástur frá gamla góða nr. 14. KOLI OG HVÍTT – 5900 kr. FORRÉTTUR PARMASKINKA , GLÓÐAÐ BRAUÐ OG GEITAOSTASÓSA AÐALRÉTTUR PÖNNUSTEIKTUR KOLI, FENNEL , MASCARPONE, BYGG OG PERUSÓSA EFTIRRÉTTUR SÚKKULAÐI, KARAMELLA, MJÓLK OG LAKKRÍS Kolabrautin er á 4ðu hæð Hörpu Borðapantanir 519 9700 info@kolabrautin.is w w w.kolabrautin.is – Lifið heil Fyrir börnin í Lyfju www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 5 81 01 0 1/ 12 Gildir 1.-15. febrúar 2012. 20% afsláttur af allri Biomega línunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.