Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.06.2012, Page 10

Fréttatíminn - 08.06.2012, Page 10
sumarið er komið - í alvörunni! MAUI sólstóll Verð frá 12.500 kr. DELI skál 1.900 kr. LIMONE-línan tveir frísklegir litir kauptúni | kringlunni | www.habitat.is fLAMINgO púði 3.500 kr. DANI bakki 3.900 kr. Á árunum eftir hrun hefur orðið til nýr hópur fólks: Ungmenni sem nenna ekki að vinna. Þau eru sátt við atvinnuleysi sitt, hafa miðað neyslu sína við atvinnuleysis- bætur og gera óraunhæfar kröfur til þeirra starfa sem þau gætu hugsað sér að vinna. Vinna er ekki lengur dyggð í huga þessa hóps. Atvinnuleysi í aldurshópnum 16-24 ára mælist 17,7 prósent samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Atvinnuleysi í apríl var 6,5 þegar horft er til allra aldurshópa. Tæplega helm- ingur atvinnulausra ungmenna hefur verið atvinnulaust í meira en ár, sem telst sem langtímaatvinnuleysi. „Lang- tíma atvinnuleysi í þessum yngsta hóp þekktist ekki hérna fyrir hrun. Langtímaatvinnuleysið var 4 prósent í janúar 2009 en 44 prósent í apríl 2012,“ segir Þröstur Sigurðsson, ráðgjafi hjá Vinnumálastofnun. Árið 2009 var reyndar talað um langtímaatvinnuleysi ef viðkomandi hafði verið 6 mánuði at- vinnulaus eða lengur, nú er viðmiðið ár. Hann segir að það hafi orðið hugar- farsbreyting hjá þessum hópi eftir hrun. “Vinnan er ekki lengur nein dyggð. Við fáum til okkar unga at- vinnuleitendur sem einfaldlega vilja ekki vinna, eða vilja bara ekki vinnu núna, „af því að það er sumar“, langar bara að hafa það „kósí“. Það er náttúr- lega ekki í boði. Fólk verður oft mjög reitt þegar við förum að ýta við því enda er það komið í ákveðinn þæginda- hring með lífið sitt, búið að reikna út neysluna sína og komast að því að það hefur það bara ágætt á þeim tekjum sem það hefur,“ segir Þröstur. Þeir sem vilja – fá vinnu „Þeir sem eru raunverulega að leita sér að vinnu fá yfirleitt mjög fljótt starf. Starfafjöldinn hefur aukist mjög mikið að undanförnu og nú er svo komið að okkur tekst ekki að finna fólk í þau störf sem við erum að reyna að fylla. Ég er til að mynda með þrjátíu störf hér fyrir framan mig sem við erum að reyna að ráða ungt fólk í, svo sem störf á leikjanámskeiðum, afleysingar í símsvörun, markaðsstörf, almennt við- hald, garðyrkjustörf, í raun allt á milli himins og jarðar. Við höfum sent yfir 100 ferilskrár á Hitt húsið, sem sér um Stærsti hluti þeirra ungmenna sem eru atvinnulaus í dag, nenna hreinlega ekki að vinna. Þau hafa það ágætt á bótum og hafa einfaldlega stillt neyslu sína af miðað við þær. Þeir sem eru í raunverulegri atvinnuleit, fá vinnu. Sigríður Dögg Auðunsdóttir kynnti sér þennan nýja hóp fólks sem orðið hefur til eftir hrun. að ráða í þessi störf, en okkur hefur ekki enn tekist að ráða í þau. Við heyrum alls kyns afsakanir, svo sem „Ég er með frjókornaofnæmi“ eða „Ég get ekki setið svona lengi við skrifborð“. Að auki er nokkur hluti atvinnuleitenda á saka- skrá, það er bara staðreynd, og getur þar af leiðandi ekki unnið með börnum og ungu fólki samkvæmt reglum frá Reykjavíkurborg,“ segir Þröstur. Erla Jóhannesdóttir og Sigrún Ásdís Sigurðardóttir gerðu lokaverkefni á Hug- og félagsvísindasviði, Háskólanum á Akureyri árið 2010 sem fjallaði um áhrif atvinnuleysis á líðan ungs fólks á aldrinum 18-22 ára. Í lokaritgerð Við heyrum alls kyns afsakanir, svo sem: „Ég er með frjókornaof- næmi“, eða „Ég get ekki setið svona lengi við skrifborð.“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is Framhald á næstu opnu Stór hluti þeirra ungmenna sem eru atvinnulaus vilja helst ekki fá vinnu og hafa það gott á atvinnuleysisbótum. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun fá þau sem raunverulega vilja fá vinnu, mjög fljótt vinnu. Ungmenni sem nenna ekki að vinna 10 fréttaskýring Helgin 8.-10. júní 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.