Fréttatíminn - 08.06.2012, Blaðsíða 64
V itaskuld er fátt eitt gott um þetta hrun að segja og vonbrigðin í kjölfar þess, hvað varðar endur-
skoðun á kolbrengluðu verðmætamati,
eru sár. En, þeir sem til þekkja hafa
reyndar haldið því fram í mín eyru að
kenningin þess efnis að menning eflist
þegar skóinn kreppir standist. Ég er far-
inn að hallast að því að svo sé. Leikárinu
ætti að vera lokið en samt eru frumsýn-
ingar vikulegur viðburður þetta vorið, af-
bragðs leiksýningar og fyrir viku var ein
slík – Trúðleikur í Frystiklefanum á Rifi á
Snæfellsnesi, af öllum stöðum.
Á Rifi hefur verið komið upp bráð-
skemmtilegu leikhúsi í gömlu frysti-
húsi af fádæma myndarskap og dugnaði.
Prímusmótor í því ævintýri er Kári Við-
arsson sem fagnar nú Grímutilnefningu:
Sprotinn 2012 er veittur fyrir frumleika
og framúrskarandi nýbreytni á árinu.
Sannarlega vel að því kominn og rétt að
segja það strax hér í upphafi að þetta
framtak er út af fyrir sig aðdáunarvert.
Menningartengd ferðaþjónusta er nokkuð
sem menn vilja tala mikið um en kannski
verður minna úr efndum en efni standa
til. Menn skulu aldrei gleyma litlu gulu
hænunni. Atvinnuleikhús á Rifi er djörf
hugmynd, einstök og það sem meira er;
henni hefur verið hrint í framkvæmd og
er sannarlega nokkuð sem Snæfellsbær
allur má vera stoltur af.
En, að sýningunni, uppfærslu á verki
Hallgríms Helgasonar – Trúðleik. Verk-
efnaval sem er snjallt miðað við allar
aðstæður. Byrjað er með látum, reyndar
hvelli og trúðarnir Skúli og Spæli, sem
leiknir eru af Kára og Benedikt Gröndal,
missa aldrei tempó né kraft. Sýningin
einkennist af uppátækjasemi og mikilli
leikgleði. Leikstjórinn er á heimavelli -
Halldór Gylfason lék einmitt í sýningunni
þegar Trúðleikur var fyrst settur á svið
fyrir tólf árum. Leikurinn gerist í litlum
bæ, og fer vel á því þegar kliður í mesta
kríuvarpi heims, sem er steinsnar frá
leikhúsinu, kveður við; yfirstandandi eru
„Finnskir Dagar“. Á dagskrá er: Þjónustu-
miðstöð opnar í Grunnskólanum, Guðfub-
aðskeppni er í íþróttahúsinu, Idolkeppni
með Lordi-þema á stóra sviði, Gói og Fel-
ix skemmta á stóra sviði, Brekkusöngur á
stóra sviði, Hljómsveitin Sólblóma leikur
fyrir dansi fram á rauða nótt og ... trúðar
á tjaldstæðinu.
Áhorfendur eru staddir við tjald trúð-
anna þar sem getur að líta sjoppulega um-
gengni. Það er nefnilega (að sjálfsögðu)
tár í auga trúðsins. Þetta er kannski ekki
alveg staðurinn sem menn vildu vera
staddir á í lífinu og tilverunni. Eða hvað?
Án þess að farið sé nánar í atburðalýs-
ingu þá fjallar verkið, sem er ljómandi vel
skrifað, um samskipti trúðanna. Annar
er sáttur við sitt hlutskipti en hinn stefnir
hærra; vill takast á við eitthvað starf sem
veitir honum virðulegri blæ og viðurkenn-
ingu. Og hann mátar sig við ýmsar hug-
myndir í því sambandi. Hugvitsamleg leið
til að bregða ljósi á að það eru kannski
ekki fötin sem skapa manninn, eins og
gamla auglýsingaslagorðið segir, heldur
öfugt: Maðurinn skapar fötin. Eða þann-
ig; spurningin er hvort menn sætti sig
við stöðu sína? Kannski er ekkert einhlítt
svar við þeirri spurningu, sjálfsagt getur
afstaða hvers og eins, í hvora átt sem er,
reynst jafn hamlandi eða tragísk en snjallt
af höfundi að spyrja þessara sígildu
spurninga í trúðsskóm. Hvorugur getur
trúðurinn án hins verið og þannig skín
í, að baki öllu sprellinu, sögu af mikilli
vináttu – sem er hugsanlega ekkert svo
holl þegar allt kemur til alls?
Eins og áður sagði er um atvinnuleik-
hús að ræða og þess getur að líta í stóru
sem smáu. Lýsing, leiksvið, leikmunir og
búningar eru til fyrirmyndar. Kári og co
mega sannarlega vera ánægðir með sig.
Jakob Bjarnar Grétarsson
Að vera eða
vera ekki ... trúður
FrystikleFinn riFi: trúðleikur
... sannar-
lega nokk-
uð sem
Snæfells-
bær allur
má vera
stoltur af.
Kári og Benedikt í hlutverkum trúðanna, en þeir hafa verið fengnir til að skemmta á tjaldstæði bæjarfélags þar sem yfirstand-
andi eru „Finnskir Dagar“. Ljósmynd/Hari
Niðurstaða:
Það er bara rugl, ef
menn eiga leið um
Snæfellsnes um það
leyti sem Trúðleikur
er til sýninga, að
sleppa því að kíkja
við í Frystiklefanum.
Auðvitað ættu menn
að gera sér ferð
vestur. Kraftmikil,
bráðskemmtileg og
athyglisverð sýning.
trúðleikur
Höfundur: Hallgrímur Helgason
Leikstjórn: Halldór Gylfason
Ljós: Friðþjófur Þorsteinsson
Búningar: Hulda Skúladóttir
Leikmynd: Hópurinn.
Franski myndlistarmaðurinn Olivier
Manoury opnar sýningu á vatnslita-
myndum frá Íslandi í Þjóðmenningar-
húsinu í dag klukkan 17. Á sýningunni
verða landslagsmyndir sem hann
hefur málað á ferðum sínum um
Ísland undanfarin ár, auk mynda úr
reykvísku borgarlandslagi. Sýningin
stendur til loka ágúst og verður opin
daglega frá 11 til 17.
Olivier Manoury er fæddur árið
1953 í Tulle í Frakklandi. Hann er
menntaður í bókmenntum og málara-
list en stærstan hluta ævinnar hefur
hann starfað sem tónlistarmaður.
Hann er kunnur bandóneonleikari
í Frakklandi og reyndar víðar um
heim. Á opnuninni mun Olivier, ásamt
eiginkonu sinni Eddu Erlendsdóttur
píanóleikara, og fleirum, leika tónlist
fyrir gesti og gangandi og eru allir
boðnir velkomnir.
Myndlist VatnslitaMyndir í ÞjóðMenningarhúsi
Olivier Manoury opnar sýningu
MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS CAFÉ/BAR, opið 17-23
VERTU FASTAGESTUR!
Ódýrara í bíó með aðgangskortum!
Sjá sýningartíma á BIOPARADIS.IS og MIDI.IS
SKÓLANEMAR: 25% afsláttur
gegn framvísun skírteinis!
SUMARDAGAR Í BÍÓ PARADÍS!
“Létt og
ánægjuleg.”
-The Guardian
“Einstök mynd.”
-The New York Times
JULIETTE
BINOCHE
ALLT Á SÉR SÍNA TÍÐ
SUMARTÍÐ
FRÁ 13. JÚNÍ
568 8000 | borgarleikhus.is
Tengdó – HHHHH–EB Fbl
Svar við bréfi Helgu (Nýja sviðið)
Fös 8/6 kl. 20:00 aukas Lau 9/6 kl. 20:00 20.k Sun 10/6 kl. 20:00 lokas
Byggt á metsölubók Bergsveins Birgissonar. Hrífandi saga um þrá og eftirsjá
Rómeó og Júlía (Stóra svið )
Fös 8/6 kl. 20:00 Sun 10/6 kl. 20:00 aukas Þri 19/6 kl. 20:00 aukas
Ógleymanleg uppfærsla Vesturports. Allra síðustu sýningar!
Tengdó (Litla sviðið)
Fös 8/6 kl. 20:00 lokas
Sönn saga. Í samstarfi við CommonNonsense. Síðustu sýningar!
Beðið eftir Godot (Litla sviðið)
Lau 9/6 kl. 20:00 lokas
Tímamótaverk í flutningi pörupilta
TRYGGÐU ÞÉR SÆTI!
4 sýningar á 11.900 kr.
með leikhúskorti
Allar kvöldsýningar
hefjast kl. 19.30
Les Misérables - Vesalingarnir (Stóra sviðið)
Fös 8/6 kl. 19:30 Fös 15/6 kl. 19:30 Fös 22/6 kl. 19:30
Lau 9/6 kl. 19:30 Lau 16/6 kl. 19:30
Sun 10/6 kl. 19:30 Fim 21/6 kl. 19:30
Níu Grímutilnefningar! Allra síðasta sýning 22. júní.
Dagleiðin langa (Kassinn)
Lau 16/6 kl. 19:30 Allra
síð.sýn.
Eitt magnaðasta fjölskyldudrama 20. aldarinnar. Allra síðasta sýning 16. júní.
Afmælisveislan (Kassinn)
Lau 1/9 kl. 19:30 Sun 2/9 kl. 19:30
Eitt vinsælasta verk Pinters. Sýningar í september komnar í sölu.
Gamli maðurinn og hafið (Kúlan)
Fös 8/6 kl. 19:30 Sun 10/6 kl. 19:30 Fös 15/6 kl. 19:30
Lau 9/6 kl. 19:30 Fim 14/6 kl. 19:30
Brúðusýning fyrir fullorðna eftir Bernd Ogrodnik. Listahátíð 2012
Hringurinn - athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins
(Kassinn)
Fös 22/6 kl. 19:30
Aeðins þessi eina sýning!
17juni.is
Skrúðgöngur frá Hlemmi og Hagatorgi kl.13
56 menning Helgin 8.-10. júní 2012