Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.06.2012, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 08.06.2012, Blaðsíða 16
í þessari mynd væri áhugavert. Ég hef í fyrsta lagi horft til sviða sem hafa möguleika á að vaxa. Í öðru lagi hefur það alltaf verið skilyrði fyrir fjárfestingum mínum að vinna með áhugaverðu og skemmtilegu fólki og hafa gaman af hlutunum. Ferðaþjónustan er frábært dæmi um geira hér á landi sem hefur vaxið mjög ört og ég tel að eigi ennþá mjög mikið inni,“ segir hann. Nú getur verð flugfargjalda vart verið lægra. Hvað endist þið lengi? „Það sem skiptir mestu máli, og við höfum sagt sem svo, er að flugið er aðeins einn liður í því að byggja upp öflugt ferðaþjónustu- fyrirtæki.“ Sérðu þá ekki fram á að hagnast á fluginu? „Flugið er aðeins einn liður í ferlinu, því við munum kynna til leiks þjónustu gagnvart okkar við- skiptavinum sem nær langt út fyrir flugið. Það er lykilatriði að geta boðið gestum okkar, farþegum, upp á hótel, bílaleigubíl, afþrey- ingu, veitingastaði, skemmtanalíf og svo framvegis og framvegis. Flestir sem kaupa sér ferðir leita að annarri þjónustu um leið og þeir bóka flugið. Hugmyndin er að geta boðið okkar viðskiptavinum heildarlausn.“ En hvað má verðið vera svona lágt lengi? Hversu fljótt þarf kakan að stækka? „Það veltur alfarið á því hversu dugleg við erum að bjóða upp á heildarþjónustu.“ En í mánuðum, árum, vikum? „Ég hef aldrei farið af stað nema að hugsa fram í tímann. Ég sé fram á að markaðurinn geti tvöfaldast á næstu fimm til sex árum. Við erum með grófa viðskiptaáætlun sem við höfum út þann tíma. Ég lít á þetta sem fjárfestingu sem mun taka einhver ár að byggja upp. Það er al- veg ljóst. Það er ekki hægt að setja upp flugfélag á einni nóttu. Ekkert frekar en annan rekstur. Ég er til- búinn að tryggja rekstrargrundvöll félagsins til margra ára, á meðan við erum að byggja félagið upp. Ég hef litlar áhyggjur af rekstaraf- komunni næstu tvö árin. Það er ekki markmiðið að skila hagnaði næstu tvö árin heldur er markmið- ið að búa til öflugt vörumerki, góða þjónustu, safna saman viðskipta- vinum, hlusta á þá, endurbæta og fínstilla módelið okkar. Það mun taka nokkur ár áður en reksturinn skilar góðri afkomu. Þegar að það gerist er ég viss um að við munum nota hagnaðinn í áframhaldandi uppbyggingu fyrirtækisins.“ En er pláss fyrir þrjú íslensk flug- félög? „Ég held það í ljósi þess að nú eru einnig fimmtán erlend flugfélög að fljúga til landsins. Samkeppnin er miklu meiri en milli þessara þriggja og því ekki aðalatriðið hvort það eru eitt, tvö eða þrjú flugfélög á Íslandi.“ Bæklingur ykkar um borð er á ensku. Lítur Wow heldur til útlend- inganna sem farþega og þá á Ís- lendingana sem bónus? „Nei. Við viljum tvímælalaust þjóna Íslendingum vel, en eins og áður sagði er vaxtarmöguleikinn miklu meiri í að fjölga erlendum farþegum til landsins. Við munum sinna því vel ekki síður en Íslend- ingunum.“ En þú hagnast á hugbúnaðarvið- skiptum, kaupir banka og stofnar flugfélag, ásamt fleiru, ertu ekki kominn út fyrir þægindasvið þitt? „Jú, og til þess er leikurinn gerð- ur. Það hvarflaði að mér að setjast í helgan stein (eftir söluna á Oz). En ég er þannig gerður að ég á erfitt með að sitja rólegur eða spila golf. Ég hef í tuttugu ár verið í tölvu-, tækni- og símageirunum. Þar leið mér vel og er ennþá að fjárfesta í þeim. En að sama skapi er ég hepp- inn að komast í þá aðstöðu að geta prófað eitthvað nýtt og þó að þetta séu gjörólík svið eiga þau ýmislegt sameiginlegt. Þótt ég setji ákveðin skilyrði við fjárfestingar mínar, er þetta vissulega ákveðin ævintýra- mennska og þörf á að kynnast nýjum hlutum. Auðvitað gæti ég ekki gert þetta nema með öflugu fólki.“ En óttastu ekkert að missa yfirsýn? „Jú, en til dæmis ef horft er til MP banka erum við með öfluga stjórn og mjög öfluga stjórnend- ur... í framhaldi af því kem ég lítið nálægt daglegum rekstri og við- skiptum bankans. Mér er hrein- Eigandi Wow við þjónustu í jómfrúarflugi flugfélagsins til Parísar á fimmtudag í síðustu viku. Mynd/Sigurjón fyrir Wow Air H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 2- 05 25 Við bjóðum þér að reynsluaka nýjum B-Class Draumaferð á hverjum degi ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“ á Facebook 16 viðtal Helgin 8.-10. júní 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.