Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.06.2012, Blaðsíða 50

Fréttatíminn - 08.06.2012, Blaðsíða 50
KYNNING 42 heilsa Helgin 8.-10. júní 2012 – Lifið heil www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 6 00 01 6 /1 2 Gildir til 30. júní Lægra verð í Lyfju 20% afsláttur Lactocare daily kemur jafnvægi á þarmaflóruna. Lactocare travel er talið fyrirbyggja meltingar- óþægindi á ferðalögum.  Sólarvörn klukkuStund í Sólinni Flensueinkenni sólbrunans Í íslenskri sumarsól er best að nota vörn af styrkleika 30 til að koma í veg fyrir sólbruna. Víðtækur sólbruni getur orsakað flensulík einkenni. S ólin á Íslandi er svo sterk yfir sumarmánuðina að ráðlegt er að nota sólarvörn af styrkleika 30 til þess að koma í veg fyrir sól- bruna að sögn Bárðar Sigurgeirs- sonar húðlæknis. Bera þarf sólar- vörn á húðina oftar en einu sinni yfir daginn ef dvalið er löngum stundum í sólinni og oftar ef verið er í vatni. „Svokallaður UV-Index, útfjólu- blár stuðull, segir til um hve sterk sólin er. Á vef húðlæknastöðvarinn- ar, www.hls.is má sjá gildi útfjólu- blárra geisla í rauntíma og getur fólk þannig metið hversu sterka og mikla sólarvörn það þarf að nota,“ segir Bárður. Í blíðunni sem verið hefur á land- inu að undanförnu hefur útfjólublár stuðull sólar mælst rúmlega 5 sem þýðir að nauðsynlegt er að nota sól- vörn. Hæsta gildi sem mælst hefur á Íslandi er rúmlega 7 og roðnar húð flestra Íslendinga mjög fljótt við þær aðstæður, að sögn Bárðar. „Við mælum með því að fólk noti sólarvörn af styrkleika 30. Það kem- ur í veg fyrir sólbruna í flestum til- fellum en gerir það samt að verkum að húðin verður brún,“ segir Bárð- ur. Gæta þarf þess þó að bera sólar- vörnina vel á húðina og oft og ekki of þunnt. Sólbruni er í raun ákveðnar skemmdir sem verða í húðinni, að sögn Bárðar. „Húð fólks er mismun- andi. Sumir verða aldrei brúnir og brenna alltaf og fólk með þannig húðgerð ætti að fara mjög varlega í sólinni og gæta þess vel að brenna ekki,“ segir hann. Flestir ættu að gæta þess að vera ekki lengur en klukkustund í sólinni án sólarvarnar. Til að mynda fær sá sem spilar einn hring á golfvelli síð- degis, frá 15-19 á sig tvöfalt meiri skammt af útfjólubláum geislum en húðin þolir og ætti því að nota sólar- vörn. Útfjólubláir geislar valda sólbruna og hafa víðtæk áhrif á húðina. „Þeir valda því að við verðum brún en valda líka ónæmisbælingu í húðinni og skemmdum, litabreytingum og æðabreytingum. Stærsta orsökin fyrir öldrun húðarinnar er sólin,“ segr hann. Útfjólubláir geilsar geta valdið skemmdum í frumum í húð- inni. „Fjórum til sex klukkustundum eftir að verið var í sólinni verður húðin rauð og okkur svíður. Til þess að losna við þessar skemmdir losna ákveðin efni í frumunum sem valda bólgum. Ef um útbreiddan sólbruna er að ræða getur svo mikið losnað af þessum efnum að viðkomandi fær almenn flensueinkenni,“ segir Bárð- ur. Auk skammtímaáhrifa sem þessa getur sólbruni haft alvarlegri, lang- varandi áhrif, svo sem húðkrabba- mein. Flestir Íslendingar þola ekki að vera í íslenskri sumarsól í lengur en klukkustund án sólvarna. ó líkt því sem haldið hefur verið fram hefur líkams-rækt ekki jákvæð áhrif á þunglyndi, samkvæmt niðurstöð- um úr nýrri, breskri rannsókn. Í henni voru sjúklingar fengnir til að auka við hreyfingu til viðbótar við þá meðferð sem þeir gengust þegar undir; lyfja- og viðtalsmeðferð. Að ári loknu sýndu allir þátttakendur í rannsókninni minni einkenni þung- lyndis en enginn munur mældist hins vegar á milli þeirra sem juku líkamsrækt og þeirra sem gerðu það ekki. Í gildandi ráðleggingum eru þunglyndissjúklingar hvattir til að stunda líkamsrækt allt að þrisvar í viku. Prófessor í lýðheilsufræðinum við King‘s College í London, Alan Maryon-Davis, sagði í viðtali við BBC að niðurstöðurnar væru von- brigði. „Við höfðum vonast til að líkamsrækt dragi úr þunglyndi. Við verðum hins vegar að hafa það í huga að þetta eru sjúklingar sem eru þegar á lyfjum og á rannsóknin því aðeins við um þá. Ekki var litið til þess hvaða áhrif líkamsrækt hafi á sjúklinga sem ekki eru á lyfjum og þá sem annar valkostur við lyf,“ segir Maryon-Davis. Hann segir samt mikilvægt að þunglyndissjúklingar hætti ekki að hreyfa sig þrátt fyrir þessar niður- stöður. „Líkamsrækt hefur svo marga aðra kosti. Hún hefur jákvæð áhrif á hjarta- og æðakerfið, lækkar blóðþrýsting og kemur jafnvægi á fituinnihald í blóðinu, styrkir vöðva og eykur brennslu. Margir sem þjást af þunglyndi þjást hugsanlega einnig af öðrum vandamálum. Og virkur líkami hjálpar til við að fram- kalla jákvæðni,“ segir hann. -sda  HeilbrigðiSrannSóknir Þunglyndi og Hreyfing Líkamsrækt hjálpar ekki gegn þunglyndi Í nýrri, breskri rannsókn kemur í ljós að þunglyndissjúklingar, sem þegar eru á lyfjum, líður ekkert betur við að stunda líkamsrækt, ólíkt því sem haldið hefur verið fram. í Heilsumeistaranáminu erum við að kenna fólki að taka ábyrgð á eigin heilsu, bæði líkamlegri og andlegri,“ segir Gitte Lassen sem stýrir Heilsumeistaraskólanum ásamt Lilju Oddsdóttur. Heilsumeistaraskólinn er þriggja ára nám í nátt- úrulækningum sem er viðurkennt af mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Í skólanum eru kenndar ýmsar náttúrulækningar svo sem grasalækningar, augnfræði, heilandi fæði og íslenska blómadropa. „Það sem einkennir skólann er hvernig við nálgumst heilsuvernd með heildrænum aðferðum. Við lítum á manneskjuna sem þríþætta heild, líkama, anda og sál, bæði líkamleg og andlega heilsa skiptir máli og tvinn- ast saman. Það er ekki hægt að aðskilja þetta tvennt. Hið líkamlega ástand hefur áhrif á hið andlega og svo öfugt. Þegar þú útskrifast sem heilsumeistari ertu komin með verkfæri í hendurnar sem þú getur notað til að hjálpa öðru fólki bæði með líkamlega og and- lega heilsu þess. Heilsumeistarar getur orðið skráðir græðarar í gegnum Bandalagi íslenskra græðara í samræmi við lög um græðara.“ Augngreining, grasalækningar og næringar- fræði Að sögn Gitte er námið kennt í lotum sem byggjast upp á því að kennt er fjóra daga í röð, annan hvern mánuð en þess á milli glíma nemendur við verkefni í heimanámi. „Á þann hátt gefst möguleiki á að vinna með náminu. Náminu er skipt í þrjá hluta. Sá fyrsti er augngreining sem er aðferð til að skoða hvað er að gerast í líkamanum. Augun sýna á skýran hátt hvaða liffæri eða líkamamskerfi eru í ójafnvægi. Ann- ar hlutinn snýr að grasalækningum. Þar kennum við hefðbundnar grasalækningar með fókus á íslenskar lækningajurtir, hvernig á að týna þær og nota það á mismunandi hátt. Síðasti hlutinn er heilsumeistara- fræði. Það fyrsta sem þarf að gera þegar unnið er með heilsu fólks er að huga að matarræðinu og kennd eru grunnatriðin í næringarfræði og heilandi fæðu ásamt notkun blómadropa og ilmkjarnaolía. Að lok- um kennum við margt í sambandi við orkusvið líkam- ans og hvernig þau hafa áhrif á fólk bæði líkamlega og andlega. Ekki má heldur gleyma því fyrsta sem við gerum þegar við tökum á móti nýjum nemendahópi en það er að búa til heilunar prógramm fyrir hvern og einn. Á fyrstu þremur mánuðunum fá nemendur að prófa allar aðferðirnar sem við kennum í skólanum á eigin líkama. Þetta er mjög öflug leið til þess að átta sig á hversu öflugar þessar aðferðir eru sem við beitum.“ „Á þriðjudaginn næsta kl. 17 munum við kynna námið í Heilsukletti, Köllunarklettsvegi 1. Einnig verðum við með námskeið næstkomandi laugardag frá 9-12, sem við köllum Innlit í grasalækningar en þar gefst fólki kostur á að fá innsýn í kennslu okkar í grasalækningum.“ Skráning stendur yfir núna til 20. Júní. Allar upp- lýsingar er einnig hægt að nálgast á heimasíðunni: www.heilsumeistaraskolinn.com.  HeilSa að taka ábyrgð á eigin HeilSu Heilsunám sem getur breytt lífi þínu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.