Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.06.2012, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 08.06.2012, Blaðsíða 46
38 bílar Helgin 8.-10. júní 2012 N ýr og sportlegur Mercedes-Benz A-Class var kynntur á bílasýningunni í Genf í mars. Þessi nýja kynslóð bílsins er mikið breytt frá fyrri gerð hvað varðar hönnun og aksturseigin- leika. Bíllinn hefur vakið mikla athygli nú þegar fyrir hönnun, að innan jafnt sem utan. Nýtt grillið að framan er fallega hannað sem og straumlínulagaðar hliðar bílsins og sportlegur afturhluti hans. Mikið er lagt upp úr vönduðu efnisvali í inn- réttingunni. Nýjar bensín- og dísilvélar verða í boði í nýjum A-Class sem eru af- kastamiklar en einnig eyðslugrann- ar og umhverfismildar. Þannig verður koltvísýringslosunin aðeins um 99 g/km í umhverfismildustu vélinni. A-Class verður í boði með tveimur bensínvélum, 1,6 og 2,0 lítra. Vélin í A 180 mun skila 122 hestöflum, í A 200 verður 156 hest- afla vél og vélin í A 250 skilar 211 hestöflum. Úrval aflmikilla dísilvéla er einnig í boði í nýju kynslóðinni. A 180 CDI verður með 109 hestafla vél sem togar 250 Nm, A 200 CDI verð- ur með 136 hestafla vél sem togar 300 Nm og A 220 CDI er með 2,2 lítra, 170 hestafla dísilvél sem togar alls 350 Nm. Allar vélarnar í nýjum A-Class verða með ECO start/stopp búnaði. Hægt verður að fá A-Class með nýrri sex gíra beinskiptingu eða 7G-DCT sjálfskiptingu. Í hinum nýja A-Class Mercedes- Benzen verður meðal annars að- gengi fyrir snjallsíma. Ökumaður og farþegar geta því tengt iPhone við tæknibúnað bílsins. Hvað örygg- isbúnað varðar má nefna árekstrar- vara en búnaðurinn greinir þegar fjarlægð frá bíl eða kyrrstæðri mót- stöðu er of lítil og lætur ökumann vita með mynd- eða hljóðmerki. Þessi búnaður hefur hingað til að- eins verið í boði í mun stærri og dýrari bílum. Þá er A-Class einnig búinn Pre Safe kerfinu sem er fyr- irbyggjandi öryggisbúnaður fyrir ökumann og farþega. Greini búnað- urinn varasamar akstursaðstæður strekkjast bílbeltin í framsætunum á broti úr sekúndu og hliðarrúður og sóllúga lokast sjálfkrafa. Þannig næst full virkni öryggisbelta og ör- yggispúða sem veita hámarksvörn ef til áreksturs kemur.  KynslóðasKipti Nýjar dísil- og beNsíNvélar í boði Nýr A-Class frá Mercedes-Benz er mun straumlínulagaðri en fyrri kynslóðir. Kia bílar fyrir framan knattspyrnuleikvanginn í Varsjá þar sem leikið verður á EM.  Bílar Kia teKur þátt í fótboltaveislu Kia Motors styrktaraðilil EM í knattspyrnu 2012 K ia Motors er einn aðal styrktaraðili EM í knattspyrnu 2012 sem hefst í dag. Keppnin fer fram í Úkraínu og Póllandi. Suður-kóreski bílaframleiðandinn hefur undanfarin ár verið mjög öflugur styrktaraðili við íþrótta- hreyfinguna og er opinber samstarfsaðili UEFA og FIFA. Þannig var Kia einn aðalstyrktaraðili HM í knattspyrnu fyrir tveimur árum. „Kia vinnur stöðugt að því að efla ímynd sína og þekkingu á vörumerkinu með samstarfssamningum við íþróttahreyf- inguna,“ segir Þorgeir Pálsson, sölustjóri Kia hjá Öskju. Kia Motors heldur áfram mikilli sókn í Evrópu en suður- kóreski bílaframleiðandinn jók söluna á fyrsta ársfjórðungi um 24,6 prósent miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta er tíundi mánuðurinn í röð sem Kia eykur sölu á bílum sínum í Evrópu á sama tíma og sala á nýjum bílum í álfunni hefur dregist saman um 7,5 prósent á fyrsta ársfjórðungi. Kia hefur einnig styrkt stöðu sína mjög á Íslandi, er með 9,1 prósenta markaðshlut- deild á þessu ári og er önnur söluhæsta bílategundin á landinu fyrstu fimm mánuði ársins. Sparneytnir og umhverfismildir „Þetta eru auðvitað mjög ánægjulegar fréttir en koma raunar ekkert mjög á óvart, þar sem Kia hefur verið að koma fram með spennandi og fallega endurhannaða bíla á síðustu mán- uðum. Nú munu tveir nýir Kia bílar bætast í flóruna í sumar, Optima og cee‘d, sem báðir hafi fengið góða dóma bílablaða- manna,“ segir Þorgeir. Hann segir að það sé einnig mjög ánægjulegt að sjá að sölu- aukningin á Íslandi sé vel yfir 160 prósent ef hún er borin sam- an við sama tímabil í fyrra. „Við erum að verða komnir í sama fjölda nýskráðra Kia bíla á árinu miðað við allt árið í fyrra. Kia er með 339 nýja selda bíla fyrstu fimm mánuði ársins en á öllu árinu í fyrra voru þeir 374,“ segir Þorgeir ennfremur.  Honda Nýr CiviC Nýr Honda Civic var frumsýndur í vor af bílaumboðinu Bernhard. Bílnum hefur verið vel tekið í Evrópu og hefur hann fengið lof bílagagnrýnenda, að því er fram kemur á síðu umboðsins. Hægt er að velja um 1.4 og 1.8 lítra i-VTEC bensínvélar eða 2.2 lítra i-DTEC dísilvél. Vélarnar eru allar hannaðar með lága eldsneytiseyðslu í huga, kraftmikla eiginleika og hreinni útblástur. Til þess að draga úr eldsneyt- iseyðslunni enn frekar er beinskiptur Civic útbúinn með Idle Stop-tækni, sem slekkur á vélinni um leið og numið er staðar og ræsir hana um leið og ökumaður færir fótinn af bremsunni. Innrétting bílsins er endurhönnuð. Bíllinn er vel búinn í Comfort- og Sport-útgáfu með margvíslegum aukabúnaði. Com- fort-útgáfan er á 16 tommu álfelgum en Sport-útgáfan á 17 tommu álfelgum. Honda Civic með 1.4 lítra bensínvél kostar 3.490.000, að því er fram kemur á síðu Bernhard. Sjálfskipur Civic með 1.8 lítra vél kostar 3.790 þúsund krónur. Toyota Yaris Hybrid var fyrst kynntur á bílasýningunni í Genf í ár og kemur til Íslands í þessum mánuði. Toyota Yaris Hybrid væntanlegur nú í júní Toyota Yaris Hybrid er væntanlegur hingað til lands nú í júní, að því er fram kemur á síðu Toyota-umboðsins. Þar segir að bíllinn hafi fyrst verið kynntur á Genf-bílasýningunni 2012. „Þetta er lipur og skemmtilegur borgarbíll sem byltir hugtakinu um mengunarlítinn akstur. Með útblástur upp á aðeins 79g/km er Yaris Hybrid með minnsta útblásturinn sem fyrir finnst í bíl með hefðbundinn sprengihreyfil og á verði sem oftast væri í boði á venjulegum dísilbílum. Full hybrid tæknin er einstök að því leyti að geta náð þetta litlum útblæstri en samt afkastað 100 DIN hp,“ segir þar og enn fremur: „Batteríin eru nógu lítil til að geta verið staðsett undir aftursætunum og er því sama pláss í Yaris hybrid og er í bensín- og dísilút- gáfunum af Yaris.“ Unnið hefur verið að því að lengja þann tíma sem hægt er að aka án þess að notast við bensínvélina en fram kemur í umsögn að prufuferðir sem gerðar voru á Yaris Hybrid sýni að allt að 66 prósent af tíma og 58 prósentum af vegalengd ferðanna var hægt að aka eingöngu á rafmagni. Bernhard kynnti nýjan Honda Civic í vor. Þrjár sparneytnar vélar í boði Sportlegur A-Class frá Mercedes-Benz Mikið breyttur bíll að innan og utan og mun straumlínulagaðri en fyrri gerðir. -þegar gæði verða lífsstíll Höfðahöllin er flutt að Funahöfða 1 við hliðina á Bílalind Við seljum bílinn þinn meðan þú slappar af Mikil sala! Vilt þú selja bílinn þinn? Settu hann á skrá hjá okkur frítt! Funahöfða 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | hofdahollin@hofdahollin.is Funahöfða 1 | 110 Reykjavík | Sími 580 8900 | bilalind.is Fylgstu með okkur á Facebook 17juni.is Samfellda dagskrá kl.10-19 má sjá á 17juni.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.