Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.06.2012, Blaðsíða 68

Fréttatíminn - 08.06.2012, Blaðsíða 68
 Leikhús Leiksýning á Landsbyggðinni Þ eir félagar komu mér skemmtilega á óvart. Það var meiri saga í lífi þeirra en ég átti von. Þeir áttu báðir í erfiðleikum í æsku sem þeir yfir- unnu,“ segir Illugi Jökulsson rit- höfundur sem hefur samið bækur um tvo bestu knattspyrnumenn heims í dag; Argentínumanninn Lionel Messi og Portúgalann Cris- tiano Ronaldo. Það óvenjulega við þessar bækur er að þær er frum- samdar af Illuga, ólíkt flestum þeim bókum sem komið hafa út um erlenda knattspyrnukappa á Íslandi. „Útgáfan Sögur ákvaðu að búa til svona bækur og ég var fenginn til að gera texta. Ég hafði engar sérstakar fyrirmyndir en það er ekki ofverk að skrifa texta í eina fótboltabók. Þessar bækur eru ætlaðar fyrir unga lesendur. Ég reyndi að gera þetta skemmti- legt og fróðlegt og ég vona að flestir sem hafa áhuga á fótbolta og fótboltamönnum hafi gaman að,“ segir Illugi. Og hann er ekki í vafa um það hvor þeirra er betri. „Þótt Ronaldo sé fáranlega góður þá er litli Argent- ínumaðurinn Messi snillingur. Sum- um finnst Ronaldo flottari en Messi er fágætur snillingur. Hann verður 25 ára seinna í mánuðinum og þegar maður hugsar til þess að hann skor- aði 70 mörk á nýafstöðnu tímabili en á samt öll sín bestu ár eftir þá er það fáránlegt,“ segir Illugi. Og útgefandinn Tómas Her- mannsson er brattur. „Þetta eru frábærar bækur og frumsamdar. Við ætlum að skoða hvort ekki sé áhugi fyrir þessu erlendis. Þetta eru jú tveir vinsælustu og bestu fótbolta- menn heims,“ segir Tómas. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is  bækur FótboLtabækur Fyrir yngstu kynsLóðina Messi er snillingur en Ronaldo fáranlega góður Þúsundþjalasmiðurinn Illugi Jökulsson hefur skrifað bækur um tvo bestu knattspyrnumenn heims, Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Bókaútgáfan Sögur gefa bækurnar út og ætla með þær á erlendan markað. MT: Illugi Jökulsson hefur lengi verið veikur fyrir knattspyrnumönnum frá Suður-Ameríku og telur Messi betri en Ronaldo. Ljósmynd/Hari „Við ætlum að skoða hvort ekki sé áhugi fyrir þessu erlendis.“ Þ eir voru kátir leikstjórinn og leikarinn Halldór Gylfason og rithöfundurinn Hall- grímur Helgason en sem staddir voru á Rifi, Snæfellsnesi fyrir viku, í miklu blíðviðri. Þeir hafa, óvænt, fundið sér starfsvettvang þar en þegar Fréttatíminn tók þá tali, fyrir utan Frystiklefann þar í bæ, var í þann mund að hefjast frumsýning Trúðleiks eftir Hallgrím. Halldór Gylfason, sem lék annað aðalhlut- verkið þegar verkið var frumflutt fyrir um tólf árum, er leikstjórinn og að vonum spenntur, en furðu rólegur. „Við fórum yfir þetta áðan og ég hef engar áhyggjur. Þeir eru ferlega góðir," segir hann og vísar til Kára Viðarssonar og Benedikts Gröndal leikara. Merkilegt starf hefur verið unnið á Rifi undanfarið ár, en þar hefur verið komið á fót atvinnuleikhúsi. Maður- inn að baki því starfi er Kári Viðars- son og þeir félagar segja merkilegt hversu þetta leiki í höndum hans, allir vilji leggja hönd á plóg þegar Kári er annars vegar og styrkirnir streymi til hans. „Kári var við nám úti og í viðtali sem hann átti við leið- beinanda, þegar því lauk, sagði sá að Kári ætti að stofna leikhús þaðan sem hann er. Og það gerði Kári," seg- ir Hallgrímur. Sjá nánar leikdóm bls. 56 Halldór Gylfason og Hallgrímur Helgason kampakátir fyrir utan hið sérstæða leikhús Frystiklefann, sem finna má á Rifi Snæfellsnesi, þorp sem hingað til hefur helst verið þekkt fyrir að þar er að finna stærsta kríuvarp veraldar. Ljósmynd/Hari Rífandi kátir á Rifi Rebus snýr aftur Rannsóknarlögreglumaðurinn John Rebus snýr aftur í nýrri bók eftir Ian Rankin á næstunni. Bókin kallast Standing in Another Man's Grave. Ian Rankin kvaddi Rebus árið 2007 þegar sögupersónan varð sextug og fór á eftirlaun. Rebus snýr aftur til starfa eftir að ald- urstakmörk fyrir lögreglumenn er aflögð. Kvartöld eru síðan fyrsta bókin, Knots & Crosses, kom út, eða árið 1987. Bækurnar urðu síðar að vinsælum sjónvarpsmyndum þar sem John Hannah, og síðar Ken Stott, fóru með hlutverk aðal- persónunnar. Síðasta þáttaröðin var sýnd árið 2008. Engin áform eru uppi um gerð fleiri sjón- varpsmynda um Rebus þrátt fyrir endurkomu hans í bókum Rankins. Ian Rankin sendir frá sér nýja bók þar sem John Rebus er mættur til leiks á ný. 60 dægurmál Helgin 8.-10. júní 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.