Fréttatíminn - 08.06.2012, Blaðsíða 17
LEIÐIN TIL
HOLLUSTU
www.skyr.is
Norræna matvælamerkið
Skráargatið auðveldar þér að
velja holla matvöru.
Vörur með Skráargatinu verða
að uppfylla ákveðin næringar-
viðmið og teljast hollastar í
sínum fæðuflokki.
Skyr.is drykkirnir standast
þessar ströngu kröfur, þú
getur því treyst á hollustu
Skyr.is.
lega óheimilt að hafa slík afskipti.
Regluverkið er einfaldlega orðið
það strangt þegar kemur að bank-
anum. Það fer ekkert mjög mikill
tími í það verkefni lengur.“
En það hefur ekki alltaf verið
farsælt að reka bæði banka og flug-
félag. Gæti þér þótt gott að eiga
banka til að nota sem skjól fyrir
flugreksturinn?
„Alls ekki. Eitt af því sem ég
lagði til og er algjörlega skýrt er
að mér er með öllu óheimilt að
fá fyrirgreiðslu eða lán hjá MP
banka og er með viðskipti Títans
(fjárfestingafélagsins á bakvið
flugfélagið) og minna félaga við
annan banka, og erlendan banka
að sjálfsögðu líka. Það er öll önnur
viðskipti en bara hefðbundinn inn-
lánareikning og kreditkort. En
ég er ekki með nein lán, hvorki
persónulega né Títan, hjá MP
banka og fjarri lagi að fjárfestingin
í bankanum hafi verið hugsuð sem
slík. Það er sem betur fer útilokað
að misnota aðstöðu sína í dag.“
En óttastu ekkert um ímynd þína,
þar sem ímynd bankamanns þarf
kannski að vera önnur en flugrek-
anda?
„Ég hef nú bara ekki hugsað
út í þetta. Ég verð að vera sam-
kvæmur sjálfum mér og trúr því
sem ég geri og stend fyrir. Ég tel
að ég hafi alltaf verið heiðarlegur,
hreinn og beinn í viðskiptum mín-
um. Þetta hefur nú ekki allt gengið
sem dans á rósum. Stundum
gengur eitthvað mjög vel og annað
ekki. Það er eðli viðskipta. Eng-
inn fjárfestir leggur eingöngu fé í
velheppnuð verkefni. Þú nefnir að
það hafi ekki alltaf verið án áhættu
að fjárfesta í bönkum. Það er rétt
þegar litið er til síðustu ára, en sé
litið til lengra tímabils er banka-
starfsemi mjög traust, örugg,
langtímafjárfesting. Það á að vera
hægt að reka banka á skynsam-
legum, traustum forsendum. Sú er
áherslan mín.“
En, þau eru nú ekki mörg vel
rekin flugfélög?
„Nei, en þau eru nokkur. Við
höfum tekið þau okkur til fyrir-
myndar. Áður en við fórum af
stað höfðum við skoðað fjölda
fyrirtækja. Það hefur orðið endur-
nýjun mjög víða í heiminum. Þessi
gömlu, oft á tíðum ríkisrekin flug-
félög – sem voru fyrsta kynslóð
flugfélaga – hafa þurft að víkja
fyrir nýrri kynslóð lággjalda flug-
félaga, sem hafa litla yfirbyggingu
og hafa nýtt sér nettæknina. Það
er ekki langt síðan að flugfélög og
bankar þurftu söluskrifstofur og
útibú út um allt. Það er einfaldlega
liðin tíð. Núna byggist flugrekstur
annars vegar á netverslun og net-
viðmóti og svo öflugu og traustu
rekstararsviði. Yfirbyggingin og
starfsmannafjöldi er miklu minni
en var og á meðan þau gömlu
þurfa að laga sig að nýjum tímum
með dýrum, flóknum og sársauka-
fullum hætti höfum við þar for-
skot.“
Lítur þú á það sem heppni að
hafa náð að selja OZ hugbúnaðar-
fyrirtækið Nokia korteri í hrun?
„Ég held að það hafi verið
Arnold Palmer golfari sem átti
ágætis frasa. Hann sagði: Það er
merkilegt. Því meira sem ég æfi
mig því heppnari verð ég. Ég held
að heppni sé þáttur í öllu sem við
gerum. En hún byggist á því að
vera vakandi, vera gerandi og sjá
tækifæri í hlutunum. Maður býr
því til sína eigin heppni. Við vorum
búin að vera lengi í rússíbananum
sem Oz var. Við vorum búin að
læra mikið og engin tilviljum að
við skyldum allt í einu selja. Það
var meðvituð ákvörðun æðstu
stjórnenda fyrirtæksins. Við seld-
um ekki af því að við bjuggumst
við að hagkerfi heimsins væri að
hrynja. Við seldum af því að verk-
efni okkar hafði heppnast vel.“
Margir líta á flugrekstur sem
happdrætti, rússneska rúllettu
kannski. Þykir þér ekki vænt um
þessa peninga sem þú átt?
„Mig minnir að það hafi verið
Bacon sem sagði: Peningar eru
eins og mykja. Það þarf að dreifa
þeim til að þeir geri gagn.“
Á fréttavefnum Vísi stóð fyrir ári
síðan að þið hjónin ættuð átta millj-
arða í hreina eign. Hvað ætlið þið
að nota mikið í flugreksturinn?
„Það kemur í ljós.“
Hvað eigið þið mikið í dag?
„Ég hef ekki hugmynd um það!
En ég hef svo mikla trú á ferða-
þjónustunni og Íslandi sem áfanga-
stað að ég set mjög stóran hluta í
þessa fjárfestingu. Einfaldlega af
því að ég trúi því að tækifærið sé
svo stórt. Ferðamannaiðnaðurinn
skilaði 158 milljörðum í gjaldeyris-
tekjur fyrir okkur Íslendinga 2011
og ferðaþjónustan er núna um
það bil 12 prósent af þjóðarfram-
leiðslu,“ segir hann. „Ég skil að
fólk furði sig á þessari fjárfestinu
horfi það eingöngu til flugsins.
En ef það horfir á það hvernig við
þróum hugmyndina áfram á næsta
einu til tveimur árum þá held ég að
það sjái ljósið, eins og við höfum
gert. Þetta er einungis byrjunin.“
En af hverju ertu svona opinn
með fjárfestingar þína á sama tíma
og aðrir pukrast með sínar eða
koma jafnvel ekki með fé til lands-
ins?
„Það var nú ekki svo að ég hafi
sóst eftir einhverri umfjöllun.
Hins vegar vildi þjóðin gegnsæi og
spurði margra spurninga um það
hvaðan peningarnir komu þegar
ég kom heim; sérstaklega þegar
við fjárfestum í MP banka. Ég held
að það hafi verið nauðsynlegt að
verða við þessum eðlilegu kröfum.
Og í kjölfarið á því að skattaskrár
Íslendinga eru opinberar og ég
kaus að koma heim og greiða mína
skatta og gjöld, var upplýst um
eignir mínar. Ég hefði hæglega
getað verið skráður erlendis, því
ég er það mikið þar, og þannig
forðast að borga skatta hér og þá
umfjöllun. En aftur; mér finnst
sjálfsagt, þar sem þetta er orðinn
minn helsti vettvangur og þar sem
ég vil taka þátt í uppbyggingunni,
að ég greiði mína skatta og skyld-
ur eins og allir aðrir. Þess vegna
svara ég þessu kalli.“
Það hvarflaði að mér
að setjast í helgan
stein [eftir söluna á
Oz]. En ég er þannig
gerður að ég á erfitt
með að sitja rólegur
eða spila golf.
viðtal 17 Helgin 8.-10. júní 2012