Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.06.2012, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 08.06.2012, Blaðsíða 20
foreldra til fæðingarorlofs og að lög- binda óframseljanlegan rétt til þess. Tímaskortur og samviskubit for- eldra. Berglind viðurkennir að hafa á stundum glímt við samviskubit sem einstæð móðir; hrædd um að sinna börnunum ekki nóg. Fókusinn var þá færður heim. „Þegar ég kom frá Danmörku átti ég til að mynda inni mánaðar sum- arfrí. Ég fylgdi dóttur minni sem var að byrja í skóla daglega, snerist í kringum í skólann og var þar svo mikið að margir foreldrar héldu að ég ynni þar sem skólaliði. Þessi mán- uður var tekið með trompi,“ segir Berglind og hlær þegar hún tekur dæmi úr lífi einstæðrar móður. Fékk innsýn í norræna pólitík Við fráfall Gísla stóð Berglind á krossgötum. Árin á undan, sérstak- lega síðustu tvö til þrjú árin sem hann lifði, höfðu tekið sinn toll og haft mikil áhrif á líf fjölskyldunnar. En lífið hélt hins vegar áfram; þó ekki sinn vanagang því á þessum tíma var Berglind valin úr sjötíu manna hópi til að stýra skrifstofu Norðurlandaráði. „Þarna fékk ég innsýn í pólitíkina á öllum Norðurlöndunum. Ég hafði gaman af því þótt ég hafi aldrei verið í pólitík sjálf. Þarna var ég í að efla norræna samvinnu á mjög erfiðum tíma. Þetta er rétt eftir að Finnar og Svíar gengu í Evrópusambandið og eðlilega minnkaði áhugi þeirra á þessu samstarfi – þótt hann sé aftur mikill í dag,“ segir hún. „Starfið var mjög áhugavert. En ég verð nú að segja að starfið hjá OECD toppar allt. Þetta er stofnun, sem á þeim tíma sem ég starfaði þar var skipuð þrjátíu ríkjum, aðstoðarfram- kvæmdastjórarnir eru fjórir; hefð- bundið einn frá Japan og annar frá Bandaríkjunum. Svo reyna hin lönd- in að berjast um að fá sína fulltrúa í hina stólana tvo. Ég er eina Evrópu- konan sem hefur gegnt þessu starfi,“ segir hún en svið hennar innan stofn- unarinnar voru félags-, heilbrigðis-, mennta- og umhverfismál. Sú sem allir gátu sameinast um Berglind segir OECD ólík öðrum alþjóðastofnunum, því starf hennar byggist á samstarfi starfsfólks stofn- unarinnar og nefndum þar sem hvert ríki hafi sinn fulltrúa. „Þar verða áherslurnar til. Og OECD gefur út efnahagsspár sem hafa veruleg áhrif. Allir þekkja Pisa- könnunina sem fimmtán ára grunn- skólanemendur taka. Annað sem má nefna er að OECD er að uppræta skattaparadísir og þróa reglur um fjármálamarkað,“ segir hún. „Hægt er að byggja á gríðarlegri þekkingu OECD þegar ráðast á í skipulagsbreytingar.“ Það var Sigríður Snævarr, sem fyrst kvenna varð sendiherra fyrir Íslands hönd, og hún átti hugmynd- ina að því að tilnefna Berglindi í starf aðstoðarforstjóra stofnunarinnar. „Við erum miklar vinkonur og hún hringir í mig og segir: Ekki spyrja mig að neinu, sendu mér æviágripið þitt. Hún fer að skoða þetta og bera sig upp við aðra um hvort ég geti orðið hugsanlegur kandídat. Svo kemur í ljós að mörg löndin ætluðu að útnefna kandídata. En svo er ekki hægt að ráða nema að allir séu sam- mála. Þetta var margra mánaða ferli. En að lokum, eftir búið var að bera alla saman, útiloka og annað, náðist sátt um mig,“ lýsir hún. „Ég tel að reynsla mín af því að stýra Norðurlandaráði hafi vegið þyngst. Ég held að ég hefði aldrei fengið þetta starf fyrir að hafa stýrt íslensku ráðuneyti, þótt reynslan af velferðar- og félagsmálum hafi haft sitt að segja. Það má þó samt einnig segja að ég hafi verið á réttum stað á réttum tíma,“ segir hún. Valin kona ársins 2002 „Mér fannst það setja svakalega pressu á mig að standa mig vel og að leggja hart að mér, sérstaklega þar sem ég var frá fámennasta ríki OECD ,“ segir hún. „Fyrst átti ég það til að hugsa að ég væri frá litla Íslandi að tala í nafni þrjátíu ríkja. En ég hristi það af mér enda hafði ég þá reynslu sem þurfti og var tilbúin að leggja mikið á mig. Þú getur ekki sóst eftir verk- efni, nema að þú ætlir þér að vera frambærileg. Hvernig sem þú ferð að því,“ segir hún og eftir störfum hennar var tekið, því Berglind var valin kona ársins af tímaritinu Nýju lífi árið 2002 „Fyrstu þrjá mánuðina hjá OECD sat ég þess vegna og lærði heima á kvöldin. Stelpurnar mínar sátu hjá mér og puðuðu yfir frönskunni og ég las um sjálfbæra þróun og um- hverfismál – sem voru sviðin í umsjá minni sem ég þekkti minnst. Því að það er ekki nóg að fá eitthvað starf. Maður vill líka skila árangri í því. Ég varð því mjög glöð þegar mér var boðin framlenging á starfinu.“ Fann tíma fyrir nýfundna ást En þrátt fyrir krefjandi starf, sífelld ferðalög; fyrirlestra í Asíu og Evr- ópu og rekstur heim- ilisins gafst örlítil glufa til að kynnast ástinni að nýju. Finnbogi Jóns- son hefur nú, eftir að hafa látið af störfum sem framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, en eftir rúmlega árs fjarbúð, flutt til Parísar og sinnir þaðan hinum ýmsu verkefnum. „Ég var ein með börn- unum frá árinu 1996 og þar til ég kynntist Finn- boga árið 2005,“ segir hún og að hún hafi þá „eitthvað heyrt af hon- um“ en ekki hitt. „Við kynntumst í boði. Þá bjó ég hérna úti í París. Hann ferðað- ist mjög mikið á þessum tíma og ég líka. Svo við áttum meðal annars stefnumót í Kína. Þá var hann í viðskipta- nefnd þegar forsetinn fór út og ég var á vegum OECD. Það var eigin- lega ótrúlegasta stefnu- mótið,“ segir hún og er sposk þegar hún er spurð hvort hún hafi strax orðið ástfangin og verið sem unglingur? „Þetta var voða skemmtilegt. Já, já. Þetta var á þeim tímapunkti sem börnin voru að stálpast og ég var til- búin,“ segir hún og spurð hvernig börnunum hafi litist á Finnboga: „Þetta var mikil breyting fyrir þau en sambandið átti sér góðan aðdrag- anda þarna úti – á annað ár.“ Þau Finnbogi byrjuðu að búa þegar Berglind flutti heim 2006, hún með stúlkurnar tvær heima en hans tvær voru uppkomnar og önn- ur komið með sitt barn. „Þó að við höfðum ekki þekkst áður þekktum við margt fólk sameiginlega; enda Ísland svo lítið. Finnbogi var í iðn- aðarráðuneytinu á meðan ég var í félagsmálaráðuneytinu, en við hitt- umst samt ekki. Það er í raun alveg furðulegt, já, hreinlega merkilegt,“ segir hún og hlær. Höfðu bæði misst fyrri maka Hún segist ekki hafa óttast að upp- lifa annan missi og tekist óhrædd á við ástina að nýju. „Hann hafði eins og ég misst maka sinn. Þannig að við höfðum bæði gengið í gegnum það. Það er ákveðinn þroski sem fólk fer í gegnum við það að missa maka. Það er mikil breyting. En þú byggir ekki samband á því þótt það sé sam- eiginleg reynsla sem búast má við að þroski fólk að því leiti að það telji lífið dýrmætt, það geti verið stutt og hvað góð heilsa er mikilvæg.“ En þau Finnbogi stunda fjallgöngur. Eftir starfið hjá OECD flutti Berg- lind heim og hélt að hún væri alkom- in. Hún tók við viðskiptasviði utan- ríkisráðuneytisins. Fleiri spennandi verkefni og ábúðamikil störf biðu. Hún tók við heilbrigðisráðuneytinu þegar Guðlaugur Þór Þórðarson var þar ráðherra og var talin líkleg í stól ráðuneytisstjóra sameinaðs félag- og heilbrigðisráðuneytisins í velferðar- ráðuneytið. „Ég ákvað strax að ég myndi ekki sækjast eftir að stýra því ráðuneyti. Ég hugsaði með mér: Það er verið að búa til nýtt ráðuneyti. Það gerir þú ekki með manneskju sem er búin að vera í báðum gömlu ráðuneytunum. Þá á að koma eitthvað nýtt.“ Hún fór í námsleyfi. Tók hlé eftir áratugastarf „Ég hugsaði með mér að ég yrði að fá endurmenntun. Ég yrði að fá tóm til að hugsa og bæta við mig. Ég hafði unnið sleitulaust frá því 1979 og ég fann að ég var búin að keyra mig áfram. Ég yrði að taka hlé, enda hef ég unnið með sautján ráðherrum ef ég man rétt; úr öllum flokkum.“ En námsleyfið var endasleppt og ekki liðnir nema rúmir tveir mán- uðir af því sem átti að vera ár, þegar hún ýtti öllum plönum frá sér og sam- þykkti að fara til Parísar að gegna störfum sendi- herra. „Ég sló til. Ætli þetta kristalli ekki hver ég er og skýri hvers vegna ég hef farið í svona marg- breytileg verkefni. Ég slæ til ef mér líst á og finn svo út úr eftir á hvernig ég tekst á við þær breyt- ingar. Svo var þetta í fyrsta skipti sem ég var ekki bundin börnunum og Finnbogi jákvæður þó þetta þýddi fjarbúð í fyrstu.“ Eins og sést er sveigj- anleiki góður kostur emb- ættismanns og Berglind hefur á þessum árum í ráðuneytum, sendiráð- um og alþjóðastofnunum unnið með óheyrilega mörgum stjórnmála- mönnum og sautján ráð- herrum úr öllum flokkum hér heima. „Það er ekki hægt að gegna svona starfi nema að vera heill og standa 100 prósent á bak við ráð- herrann á hverjum tíma,“ segir hún. „Ég hef komið ný inn þar sem ráð- herrann er fyrir og öfugt. Það hefur aldrei nokkurn tímann orðið erfitt – það myndast samhljómur.“ Vildi ekki verða forseti En er hún þá kannski svona samein- ingartákn? Berglind, af hverju gafstu það svona fljótt frá þér þegar þú hef- ur verið nefnd sem forsetaefni? „Ég hef verið spurð nokkrum sinnum í gegnum tíðina en ég hef aldrei sjálf talað um það að gefa kost á mér eða haft áhuga á að fara í þetta virðingarmesta starf á Íslandi. Mér finnst að forseti gefi einkalífið frá sér. Ég hef ekki verið tilbúin í það,“ segir hún. „Svo er ég mjög ánægð hér í París, rétt eins og ég hef verið mjög ánægð í mínum störfum hér áður.“ Fjölskyldan skiptir mestu Af hverju ertu svona metnaðarfull? „Ég held ég hafi fyrst og fremst áhuga á að fá alltaf ný og ný við- fangsefni. En þótt það virki sem svo að ég sé mjög gíruð í vinnu veit ég að það er ekki hún sem skiptir mestu máli. Það er fjölskyldan. Það er alveg á hreinu. Ég er alin upp í mjög náinni fjölskyldu og böndin eru sterk.“ En hvar sérðu þig eftir fimm ár? „Ég veit ekkert hvað ég verð lengi hér, það vitum við sendiherrar aldrei. Vonandi einhver ár, því mér líkar þetta svo frábærlega. En hvað ég geri þá? Ekki hugmynd. En von- andi eitthvað nýtt.“ En þótt það virki sem svo að ég sé mjög gíruð í vinnu veit ég að það er ekki hún sem skiptir mestu máli. Það er fjöl- skyldan. Það er alveg á hreinu. 17juni.is Dagskrá 17. júní í Reykjavík er á 17juni.is KVENNAHLAUPIÐ 16. JÚNÍ TAKTU DAGINN FRÁ H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 2- 08 92 Hreyfing til fyrirmyndar - www.sjova.is Gísli lét MND ekki buga sig „Það var ótrúlegt að fylgjast með því hvernig hann lét ekki sjúkdóminn buga sig. Hann var knúinn áfram af kappi við að sinna fræðistörfunum. Að hugsa sér; ári eftir að hann dó voru enn að birtast eftir hann fræði- greinar. Hann var svo afkastamik- ill.“ Berlind segir að aðdáunarvert hafi verið að fylgjast með því hvernig hann tókst á við sjúkdóminn. „Hann talaði aldrei um þetta. Vildi ekki vera að velta sér upp úr þessu. Hafði engan áhuga á því,“ segir hún. Á þessum tíma bitu þau Berglind og Gísli á jaxlinn og héldu áfram, ekki síst vegna barnanna. Þau vildu hlífa þeim við sjúkdómnum eins og þau gátu. Og þótt veikindin hafi tekið á þau segir Berglind að hún hafi náð að kúpla sig frá þegar hún þurfti. „Þegar ég var komin niður í vinnu var ég bara þar. Sjúkdómur- inn stigmagnað- ist hjá honum. Sumir bregðast við svona sjúk- dómum með því að breyta öllu; vera meira heima . Það verður hver og einn að meta þetta, en í mínu tilfelli var vinnan ágæt leið til að lifa með þessu.“ Í stjórnsýsluna fyrir rælni Þótt Berglind eigi rætur bæði á Ólafsvík og Húsa- vík ólst hún upp á höfuð- borgarsvæðinu. Hún gekk í Kvennaskólann, sem þá var með færustu nemendurna og fékk mikla hvatningu við námið frá foreldrum sínum. Hún varð stúdent 1973 og lærði í kjölfarið lögfræði. Ekki stefndi hún á frama í stjórnsýslunni – hafði hugsað sér að sinna störfum sem blaðamaður – en ákvað fyrir rælni, þegar Benedikt Gröndal þá utanríkisráðherra tók þá tímamótaákvörðun að auglýsa eftir starfsmönnum í utanríkisþjónustuna – að sækja um. Þar með voru örlögin ráðin. Hún flutti út árið 1981 og starfaði í sendiráðum í Þýskalandi og Svíþjóð. Ólétt af sínu öðru barni sér hún aug- lýst eftir ráðuneytisstjóra í félags- málaráðuneyti Jóhönnu Sigurðar- dóttur, sem réði Berglindi fyrst kvenna sem ráðuneytisstjóra. „Það var meira horft til þess hvað ég var ung en að ég væri kona,“ segir Berglind. „Meðalaldur meðal ráðu- neytisstjóra var frekar hár en þeir tóku mér alveg sérlega vel og buðu mér aðstoð. Ég var á aldri við dætur þeirra. Þeir þekktu foreldra mína.“ En varstu ekki gagnrýnd fyrir að vera framagjörn og sinna krefjandi vinnu með börnin heima á þessum tíma? „ Ne i , m é r fannst mjög eðli- legt að geta bæði verið í vinnu sem ég hafði áhuga á og átt börn – og ég átti þrjú. En mér finnst ég nú heyra æ oftar að gerðar séu svo miklar kröfur að það sé ekki hægt að samræma vinnu og heimilislíf. Og þetta er kynslóðin á eftir minni! Við vorum margar hel- teknar af jafnréttismál- um og ég var það frá unga aldri. Ég var ekki í rauð- sokkunum. Ég var ung í Kvenréttindafélaginu og skil ekki hvað hefur gerst á vinnumarkaðinum geti mæður og feður ekki sóst eftir góðri vinnu og deilt foreldraábyrgð,“ segir hún sem gerði sitt til að jafna rétt foreldra á vinnumark- aði, því hún var formaður nefndar sem kom með frumvarpið um jafnan rétt 20 viðtal Helgin 8.-10. júní 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.