Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.06.2012, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 08.06.2012, Blaðsíða 18
Þú grípur einfaldlega pakka af uppáhalds Maryland kexinu þínu og gætir um leið eignast glæsilegt grill. ER VINN INGS SKÍFA Í PAK KANU M ÞÍNU M? VINNUR ÞÚ GLÆSILEGT WEBER GRILL? 2 x Weber E310 kr. 132.990 28 x Weber Smokey Joe kr. 16.950 S jálfstraust. Berglind Ásgeirs-dóttir er kona sem býr yfir slíku. Þegar hún var 33ja ára gömul, með rúmlega sjö ára gam- alt barn heima fyrir og annað rétt þriggja mánaða, varð hún ráðuneyt- isstjóri fyrst kvenna. Þetta var árið 1988. Í kjölfar fráfalls eiginmanns hennar, Gísla Ágústs Gunnlaugsson- ar, árið 1996, reif hún sig og börnin, þá þrjú, upp og flutti til Kaupmanna- hafnar. Hún hafði verið ráðin fram- kvæmdastjóri Norðurlandaráðs og var fyrst Íslendinga til að gegna því starfi. Brautryðjandinn Berglind Berglind Ásgeirsdóttir ruddi leið íslenskra kvenna í embættis- mannakerfinu; Ís- lendinga við stjórn Norðurlandaráðs og hefur troðið einstigi evrópskra kvenna hjá Efnahags- og framfara- stofnuninni, OECD. Hún er nú sendiherra eftir að hafa unnið með sautján ráðherrum og nýtur sín í Frakklandi með sambýlismanni sínum Finnboga Jóns- syni. Bæði höfðu þau misst maka sína þegar þau kynntust. Hún segir það marka þau en sé ekki grundvöllurinn að góðu sambandi þeirra. Gunnhildur Arna Gunn- arsdóttir hitti Berglindi í blíðunni í borg ástarinnar – í París. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Framhald á næstu opnu Berglind sat í samninganefnd ís- lenska ríkisins þegar samið var um EES-samninginn og tókst þá á við heitasta ágreiningsefnið; fólksflutn- inga milli landa og hræðslu landans við að hingað streymdu hundruð þúsunda útlendinga. Hún hefur víða haldið um taumana; verið stjórnandi í tæpan aldarfjórðung. Samstarfs- mennirnir voru yfir tvö þúsund þeg- ar hún fyrst og ein Evrópukvenna og eini Íslendingurinn hingað til gegndi stöðu eins af fjórum aðstoðarfram- kvæmdastjórum Efnahags- og fram- farastofnunarinnar OECD. Flutti ein út með börnin þrjú Berglind er sendiherra, staðsett í París, en annast þó ekki aðeins sam- skipti við Frakkland heldur einnig Alsír, Andorra, Djíbútí, Ítalíu, Líb- anon, Marokkó, Spáni og Túnis. Auk þess er hún fastafulltrúi gagnvart UNESCO, OECD og Evrópuráðið. Hún ruddi braut kvenna í íslenska embættismannakerfinu þrátt fyrir erfiða og langa baráttu eiginmanns- ins við lömunarsjúkdóminn MND og þrjú börn heima. „Ég hafði verið ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu í átta ár þegar ég var hvött til að sækja um hjá Norðurlandaráði. Ég ræddi þetta við krakkana. Við vildum breyta til eftir fráfall Gísla. Það var stórkost- legt tækifæri fyrir mig að fá að stýra Norðurlandaráði. Við vissum að þetta yrði erfitt en að við værum til- búin að fara út. Eftir á að hyggja sé ég að þetta var ansi bratt.“ Berglind hefur nú komið sér vel fyrir í París í Frakklandi. Hún hefur ekki gegnt sendiherrastöðunni lengi, eða frá því í fyrra. Hún er þó öllum hnút- um kunnug eftir fjögurra ára starf sitt hjá OECD: „Mér finnst forrétt- indi að fá að búa hérna,“ segir hún. „Þessi borg er engri lík. Þrátt fyrir fimm ára búsetu er alltaf hægt að finna eitthvað nýtt . Mér finnst ég örugg í París, þótt hér búi alls tólf milljónir. Ég hef ég aldrei orðið hrædd hérna á götum úti. Borgin er lifandi safn og mannlífið mjög skemmtilegt.“ Hún býr í tignarlegum en þó ekki stórum sendiherrabústað þar sem hún stýrði kvöldið áður móttöku í sendiráðinu í boði Wow Air, í sinni fyrstu f lugferð til borgarinnar. Franskir velunnarar Íslands voru þar mættir til að mynda tengsl við landsmenn. Vinnur frá morgni til kvölds Vinnudagurinn þennan fimmtu- dag var langur en það sést ekki á sendiherranum þegar hún tekur á móti blaðamanni Fréttatímans í litlu sendiráðinu við Victor Hugo stræti í 16. hverfi Parísarborgar fyrir há- degi á þessum sólríka föstudegi. Við enda götunnar blasir Sigur- boginn við. Franskur byggingar- stíllinn heillaði þegar stóru, svörtu hliði að sendiráðinu var ýtt til hliðar og brakandi viðarstiginn á gangi á hægri hlið portsins stýrði blaða- mann upp á aðra hæð hússins á fund Berglindar. Skrifstofan er látlaus en rúm, veggirnir hvítir, hátt til lofts og gólf- in klædd dökkum viðarþiljum. Það bergmálar lítillega þegar við byrjum að skrafa um störfin og lífið. Börnin svo gott sem uppkomin, sú yngsta nítján og í háskólanum St. Andrews í Skotlandi. Sú í miðið löglærð, búsett í Reykjavík, og sá elsti löngu flutt- ur að heiman, enda orðinn 31 árs, í starfi fyrir alþjóðlegt fyrirtæki og býr í Danmörku. Berglind er dregin til fortíðar þeg- ar hún er spurð hvort það hafi ekki verið erfitt að vera í krefjandi vinnu og koma svo heim og fylgjast með manni sínum kljást við sjúkdóm sem á endanum lamaði hann og reif frá henni, svarar hún: „Jú, þú getur rétt ímyndað þér.“ Hún þagnar stutta stund en heldur svo áfram. „Það reiknar enginn með að upp- lifa svona. Í veikindum sínum þurfti Gísli mikla hjálp, en hann vann fram á síðasta dag með aðstoð,“ segir hún um manninn sem hún kynntist ung og missti aðeins 41 árs gömul. Gísli var tveimur árum eldri, starfaði sem lektor í sagnfræði við Háskóla Ís- lands og sinnti sagnfræðinni fram á síðasta dag. „Það er langt um liðið en auðvi- tað hefur þessi reynsla haft áhrif á okkur,“ segir Berglind. 18 viðtal Helgin 8.-10. júní 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.