Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.06.2012, Page 18

Fréttatíminn - 08.06.2012, Page 18
Þú grípur einfaldlega pakka af uppáhalds Maryland kexinu þínu og gætir um leið eignast glæsilegt grill. ER VINN INGS SKÍFA Í PAK KANU M ÞÍNU M? VINNUR ÞÚ GLÆSILEGT WEBER GRILL? 2 x Weber E310 kr. 132.990 28 x Weber Smokey Joe kr. 16.950 S jálfstraust. Berglind Ásgeirs-dóttir er kona sem býr yfir slíku. Þegar hún var 33ja ára gömul, með rúmlega sjö ára gam- alt barn heima fyrir og annað rétt þriggja mánaða, varð hún ráðuneyt- isstjóri fyrst kvenna. Þetta var árið 1988. Í kjölfar fráfalls eiginmanns hennar, Gísla Ágústs Gunnlaugsson- ar, árið 1996, reif hún sig og börnin, þá þrjú, upp og flutti til Kaupmanna- hafnar. Hún hafði verið ráðin fram- kvæmdastjóri Norðurlandaráðs og var fyrst Íslendinga til að gegna því starfi. Brautryðjandinn Berglind Berglind Ásgeirsdóttir ruddi leið íslenskra kvenna í embættis- mannakerfinu; Ís- lendinga við stjórn Norðurlandaráðs og hefur troðið einstigi evrópskra kvenna hjá Efnahags- og framfara- stofnuninni, OECD. Hún er nú sendiherra eftir að hafa unnið með sautján ráðherrum og nýtur sín í Frakklandi með sambýlismanni sínum Finnboga Jóns- syni. Bæði höfðu þau misst maka sína þegar þau kynntust. Hún segir það marka þau en sé ekki grundvöllurinn að góðu sambandi þeirra. Gunnhildur Arna Gunn- arsdóttir hitti Berglindi í blíðunni í borg ástarinnar – í París. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Framhald á næstu opnu Berglind sat í samninganefnd ís- lenska ríkisins þegar samið var um EES-samninginn og tókst þá á við heitasta ágreiningsefnið; fólksflutn- inga milli landa og hræðslu landans við að hingað streymdu hundruð þúsunda útlendinga. Hún hefur víða haldið um taumana; verið stjórnandi í tæpan aldarfjórðung. Samstarfs- mennirnir voru yfir tvö þúsund þeg- ar hún fyrst og ein Evrópukvenna og eini Íslendingurinn hingað til gegndi stöðu eins af fjórum aðstoðarfram- kvæmdastjórum Efnahags- og fram- farastofnunarinnar OECD. Flutti ein út með börnin þrjú Berglind er sendiherra, staðsett í París, en annast þó ekki aðeins sam- skipti við Frakkland heldur einnig Alsír, Andorra, Djíbútí, Ítalíu, Líb- anon, Marokkó, Spáni og Túnis. Auk þess er hún fastafulltrúi gagnvart UNESCO, OECD og Evrópuráðið. Hún ruddi braut kvenna í íslenska embættismannakerfinu þrátt fyrir erfiða og langa baráttu eiginmanns- ins við lömunarsjúkdóminn MND og þrjú börn heima. „Ég hafði verið ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu í átta ár þegar ég var hvött til að sækja um hjá Norðurlandaráði. Ég ræddi þetta við krakkana. Við vildum breyta til eftir fráfall Gísla. Það var stórkost- legt tækifæri fyrir mig að fá að stýra Norðurlandaráði. Við vissum að þetta yrði erfitt en að við værum til- búin að fara út. Eftir á að hyggja sé ég að þetta var ansi bratt.“ Berglind hefur nú komið sér vel fyrir í París í Frakklandi. Hún hefur ekki gegnt sendiherrastöðunni lengi, eða frá því í fyrra. Hún er þó öllum hnút- um kunnug eftir fjögurra ára starf sitt hjá OECD: „Mér finnst forrétt- indi að fá að búa hérna,“ segir hún. „Þessi borg er engri lík. Þrátt fyrir fimm ára búsetu er alltaf hægt að finna eitthvað nýtt . Mér finnst ég örugg í París, þótt hér búi alls tólf milljónir. Ég hef ég aldrei orðið hrædd hérna á götum úti. Borgin er lifandi safn og mannlífið mjög skemmtilegt.“ Hún býr í tignarlegum en þó ekki stórum sendiherrabústað þar sem hún stýrði kvöldið áður móttöku í sendiráðinu í boði Wow Air, í sinni fyrstu f lugferð til borgarinnar. Franskir velunnarar Íslands voru þar mættir til að mynda tengsl við landsmenn. Vinnur frá morgni til kvölds Vinnudagurinn þennan fimmtu- dag var langur en það sést ekki á sendiherranum þegar hún tekur á móti blaðamanni Fréttatímans í litlu sendiráðinu við Victor Hugo stræti í 16. hverfi Parísarborgar fyrir há- degi á þessum sólríka föstudegi. Við enda götunnar blasir Sigur- boginn við. Franskur byggingar- stíllinn heillaði þegar stóru, svörtu hliði að sendiráðinu var ýtt til hliðar og brakandi viðarstiginn á gangi á hægri hlið portsins stýrði blaða- mann upp á aðra hæð hússins á fund Berglindar. Skrifstofan er látlaus en rúm, veggirnir hvítir, hátt til lofts og gólf- in klædd dökkum viðarþiljum. Það bergmálar lítillega þegar við byrjum að skrafa um störfin og lífið. Börnin svo gott sem uppkomin, sú yngsta nítján og í háskólanum St. Andrews í Skotlandi. Sú í miðið löglærð, búsett í Reykjavík, og sá elsti löngu flutt- ur að heiman, enda orðinn 31 árs, í starfi fyrir alþjóðlegt fyrirtæki og býr í Danmörku. Berglind er dregin til fortíðar þeg- ar hún er spurð hvort það hafi ekki verið erfitt að vera í krefjandi vinnu og koma svo heim og fylgjast með manni sínum kljást við sjúkdóm sem á endanum lamaði hann og reif frá henni, svarar hún: „Jú, þú getur rétt ímyndað þér.“ Hún þagnar stutta stund en heldur svo áfram. „Það reiknar enginn með að upp- lifa svona. Í veikindum sínum þurfti Gísli mikla hjálp, en hann vann fram á síðasta dag með aðstoð,“ segir hún um manninn sem hún kynntist ung og missti aðeins 41 árs gömul. Gísli var tveimur árum eldri, starfaði sem lektor í sagnfræði við Háskóla Ís- lands og sinnti sagnfræðinni fram á síðasta dag. „Það er langt um liðið en auðvi- tað hefur þessi reynsla haft áhrif á okkur,“ segir Berglind. 18 viðtal Helgin 8.-10. júní 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.