Fréttatíminn - 08.06.2012, Blaðsíða 31
Árshátíð, haustferð, stórafmæli?
Njótið þess að ferðast saman og vera til. Icelandair
býður hópferðir til fjölmargra áfangastaða austan
hafs og vestan, ferðir sniðnar að þörfum fólks í góðra
vina hópi sem eiga örugglega eftir að hressa upp á
tilveruna.
Hafið samband við hópadeild Icelandair
Skipuleggið ferðina tímanlega. Við getum séð um að
bóka flug, hótel, rútur, skoðunarferðir og kvöldverði.
Leitið tilboða með því að fylla út fyrirspurnarformið á
icelandair.is/hopar.*
HÓPFERÐIR
HEILL HEIMUR FYRIR ÞÁ
SEM LANGAR TIL
AÐ SKEMMTA SÉR SAMAN
+ Nánari upplýsingar hjá hópadeild Icelandair
í síma 50 50 406 eða á hopar@icelandair.is
* Hópur miðaðst við að 10 eða fleiri ferðist saman.
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
I
C
E
5
93
51
0
4/
12
gerst aftur?
„Það hefur batnað á síðustu vikum,“
svarar hún. „Það er orðið nokkuð
langt um liðið síðan ég var hrædd
síðast. En það þýðir ekki að ég skynji
ekki að hættur geta leynst alls staðar.
Ég fyllist enn grunsemdum þegar ég
sé lögreglumenn með byssur, þyrlur,
sjúkrabíla og slíkt. Og auðvitað koma
þær stundir sem ég held að mann-
eskja sem ég óttast úti á götu geti
dregið upp byssu
Erik segir að honum finnist Siri í
mun betra jafnvægi núna:
„En mánuðina eftir Úteyjardvölina
var hún stöðugt á varðbergi gagnvart
hættu. Ef ég svaraði henni á slíkum
stundum og sagði henni að við værum
ekki í neinni hættu, við værum full-
komlega örugg, svaraði hún alltaf á
sama hátt: „Þú getur aldrei sagt að
neitt sér öruggt, pabbi. Munu að
dóttir þín var í Útey.“
Mikilvægara að leita svara en að
finna blóraböggul
Það hefur verið gagnrýnt að lögreglan
hafi verið of lengi á leiðinni í Útey,
að þyrlan hafi verið á röngum stað
og annað eftir því. Teljið þið að lög-
reglan hefði getað brugðist við fyrr og
hafið þið gagnrýnt lögregluyfirvöld
opinberlega?
„Við höfum aldrei gagnrýnt lögregl-
una eða lögregluyfirvöld sem komu
fyrstir í Útey, að hafa ekki brugðist
fyrr við,“ svarar Erik. „Það er okkar
mat að hver einasti lögregluþjónn
gerði sitt besta. En kerfið brást. Við
Norðmenn vorum ekki reiðubúnir.
Það í sjálfu sér er umhugsunarvert í
ljósi þess að við höfðum fengið hótanir
frá Al Kaída vegna þátttöku okkar í
innrásinni í Afganhistan. Lýsingarnar
sem við gefum í bókinni á verkum
lögreglunnar, vekja upp spurningar
sem svör verða að fást við. Ég vona að
nefndin sem rannsakar nú þessi mál
komi með svör við því hvað við getum
lært af 22.júlí 2011. En það er mikil-
vægara að leita svara en finna ein-
hvern blóraböggul.“
Pabbi verður að skrifa þegar
hann er umkringdur skelfingu
Það hlýtur að hafa verið erfitt fyrir þig
sem föður að bíða á kaffihúsinu hjá
Útey: Hvenær þú ættir að vera frétta-
maður og hvenær faðir. Þú skrifaðir
grein í VG og sagðir frá því sem var
að gerast, en skömmu áður hafðirðu
reiðst yfir tillitsleysi fjölmiðlafólks og
ljósmyndara sem reyndu að komast
inn í herbergið þar sem foreldrar
og ættingjar biðu frétta af börnum
sínum. Hvenær veistu hvenær þú átt
að stiga yfir þunnu línuna milli þess
að vera fréttamaður eða faðir?
„Fyrst og fremst varð ég að vera
faðir; faðir fyrir Siri, faðir fyrir fjöl-
skyldu mína. En á sama tíma er ég
blaðamaður og fannst mér bera skylda
til að þjóðin fengi að vita um hvað
var að gerast. Ég ákvað því að segja
sjúkraflutningsfólkinu frá bakgrunni
mínum, en sagði um leið að ég væri
þarna fyrst og fremst sem faðir. Ef ég
brygði mér í hlutverk blaðamanns,
myndi ég láta þau vita áður. Þegar við
foreldrarnir sem biðum í óvissu eftir
að vita afdrif barna okkar sátum sam-
an á kaffihúsi við Útey, þá skildi ég allt
í einu að eina manneskjan af okkur,
sem gæti flutt fréttir af ástandinu, án
þess að brjóta siðferðisreglur, væri ég,
þar sem ég er vanur blaðamaður. Þeg-
ar Siri lét vita að hún væri á lífi ákvað
ég að skrifa sögu mína sem faðir; ekki
sem blaðamaður. Ég sagði björgunar-
sveitunum frá því að ég ætlaði að
skrifa og sendi síðan greinina. Daginn
eftir var hún gefin út í dagblaðinu VG
og ég fékk mjög sterk og jákvæð við-
brögð, bæði frá foreldrum ungmenna
sem höfðu verið í Útey og öðrum. En
já, það er rétt, ég reiddist við unga
blaðamenn á kaffihúsinu. Ég veit af
fenginni reynslu hversu hættulegar
svona aðstæður geta verið og mér
fannst mikilvægt að fjölmiðlar kæmu
fram faglega og á viðeigandi hátt.”
En hvað fannst þé,r Siri, um að
pabbi þinn skrifaði þessa grein meðan
þú varst enn í Útey?
„Ég varð aldrei reið eða sár yfir
því,” svarar hún að bragði. „Hann
skrifaði sem faðir eftir að við höfðum
talað saman í síma. Hann skrifaði
ekki einu sinni nafnið mitt fyrsta
daginn. Hans hjálp í biðinni – eða
kannski hjálparleysi við að geta ekki
bjargað mér – var að skrifa. Hann
gat ekki farið til Sundvollen þar sem
neyðarmiðstöðin var, þar sem lög-
reglan hafði lokað öllum vegum. Mér
fannst rétt af pabba að skrifa þessa
grein. Það tók mig nokkrar vikur að
hugsa um hvert atriði sem hafði gerst
þennan dag. Fyrstu tvær vikurnar
reyndi ég bara að lifa af einn dag í
einu. Síðar skildi ég að svona bregst
pabbi minn við þegar eitthvað skelfi-
legt gerist. Hann verður að skrifa
og koma orðum að því sem hann
upplifir. Hann verður að deila, flytja
fréttir og ræða málin. Mér hefur því
aldrei fundist þetta röng ákvörðun
hjá honum.”
Þið fóruð svo saman í sjónvarpsþátt
að segja frá þessum atburðum. Var
það þér léttir að ræða um þessi mál?
„Ég var kvíðin fyrir að tala í sjón-
varpi. En ég var ekki ein. Margir
þeirra sem komust lífs af frá þessum
Framhald á næstu opnu
Það var átakanleg stund þegar eftirlif-
endur og aðstandendur þeirra heimsóttu
Útey að nýju aðeins fjórum vikum eftir
fjöldamorðin. Hér lýstu ungmennin fyrir
fólkinu sínu hvernig og hvert þau flúðu,
lögðu rósir og kveiktu á kertum á þeim
stöðum sem vinir þeirra og félagar höfðu
orðið fyrir byssuskotum morðingjans.
viðtal 31 Helgin 8.-10. júní 2012