Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.06.2012, Blaðsíða 70

Fréttatíminn - 08.06.2012, Blaðsíða 70
V eitingastaðirnir Dill í Norræna húsinu og Sæmundur í sparifötunum á KEX Hostel munu ganga í eina sæng á næstunni. Gunnar Karl Gíslason, yfirkokkur og eigandi Dill, mun hafa yfirumsjón með báðum veitingastöðunum. Þetta staðfestir Pétur Marteinsson, framkvæmda- stjóri KEX í samtali við Fréttatímann. Pétur segir að rekstur þessara tveggja ólíku veitingastaða muni samtvinnast en að báðir haldi fast í sitt sjálfstæði og sérkenni. „Dill verður áfram með norrænan mat en Sæmundur er og verður matarkrá,“ segir Pétur sem fagnar komu Gunnars Karls í teymið, en það hefur átt sér nokkurn aðdraganda. „Við undirbúninginn að KEX Hostel og þróunina fóru ófáir fundir fram á knæpum víða um borgina. Þegar vel lá á okkur og við vildum gera vel við okkur heimsóttum við Norræna húsið og fengum okkur há- degismat á Dill. Þar kynntumst við Gunna sem hefur sterkar skoðanir á matargerð, uppruna matarins og að gera smáatriðunum hátt undir höfði. Í samtölum okkar fundum við mikinn samhljóm í viðhorfi til mat- argerðar, hráefna og gleðinnar við að elda og borða góðan og skemmtilegan mat. Eftir eitt ár og reynsluna af því að reka matarkrá lágu leiðir okkar aftur saman við Gunnar Karl þegar við heimsóttum hann snemma í vor. Þá kom upp sú hugmynd að sameina krafta okkar og ástríðu. Úr varð að Gunnar Karl tók yfir matarhluta og veitingahluta rekturs Sæmundar í sparifötunum,“ segir Pétur sem vonast til að sameiningin muni styrkja báða staðina. -óhþ  Veitingabransinn sameining Dill og Sæmundur í eina sæng É g var í fimleikum og prófaði síðan frjálsar en fann mig ekki þar. Ég var alltaf að leita að einhverju krefjandi og fann það sem ég var að leita að í Crossfitinu,“ segir Katrín Tanja Davíðs- dóttir, Crossfitkona sem skotist hefur upp á stjörnu- himininn í sportinu að undanförnu. Katrín Tanja er nýorðin 19 ára og ekki eru nema níu mánuðir síðan hún byrjaði að stunda Cross- fit. Hún gerði sér lítið fyrir og hafnaði í öðru sæti í einstaklingskeppni kvenna á Evrópumótinu í Kaupmannahöfn fyrir skemmstu. Það var vita- skuld Annie Mist Þórisdótt- ir sem sigraði einstaklings- keppnina. Katrín Tanja skákaði drottningunni þó í einni grein. „Þessi grein heitir Snörunarstigi og er blanda af ólympískum lyft- ingum og sippi. Maður tek- ur 20 tvöföld sipp og lyftir svo byrjunarþyngd. Ef mað- ur nær því kemst maður á næstu stöð þar sem þetta verður erfiðara,“ segir Katrín Tanja sem snaraði 165 pundum og tryggði sér sigurinn. Árangur Annie Mistar Þórisdóttur hefur vakið mikla athygli síðustu miss- eri. Hún varð sem kunn- ugt er heimsmeistari í Crossfit á síðasta ári og í kjölfar þess hefur vegur íþróttarinnar aukist til muna hér á landi. Með árangrinum í Kaup- mannahöfn tryggði Katrín Tanja sér þátttöku- rétt á Heimsleikunum í Crossfit í næsta mán- uði. Óhjákvæmilegt er að bera Katrínu saman við Annie Mist enda er bakgrunnur þeirra svip- aður. Þær voru báðar í fimleikum og frjálsum íþróttum áður en þær fóru í Crossfit en Annie er nokkrum árum eldri en Katrín. „Við æfum ekki í sömu stöð en við erum alveg góðar vinkonur,“ segir Katrín Tanja um Annie – sem stefnir að sjálfsögðu á að vinna Önnu á Heimsleikunum: „Jú, auðvitað.“ Katrín Tanja útskrifaðist af eðlisfræðibraut úr Versló sömu helgina og Evrópumótið fór fram. Hún var með 8,9 í meðaleinkunn og hef- ur sett stefnuna á háskólanám í haust. Hún er ekki ákveðin hvort læknisfræði eða verkfræði verður fyrir valinu. „Ég er að undirbúa mig fyrir inntökupróf í læknisfræði eftir viku. Ég ætla að sjá hvað kemur út úr því en ef það gengur ekki fer ég eflaust í verkfræðina, ég er með góðan grunn í hana.“ Ungt fólk hefur gjarnan það orð á sér að það vilji bara skemmta sér og njóta lífsins. Sú er ekki raunin með Katrínu og fólkið í kringum hana. „Bekkurinn minn var eiginlega allur í Cross- fit. Það voru rosa margir sem kepptu í fitness og flestir voru í ræktinni. Það voru eiginlega allir að æfa eitthvað.“ Framundan er sumar stífra æfinga enda er ekki nema rúmur mánuður í mótið stóra. Um þessar mundir æfir Katrín Tanja tvisvar á dag en tekur einn hvíldardag á viku. „Markmiðið er bara að standa mig eins vel og ég get en mig langar að vera í topp tíu eða topp tuttugu. Ég ætti alveg að geta það.“ Aðspurð segist Katrín Tanja alveg gefa sér tíma til að sinna öðrum hugðarefnum en Cross- fit. „Við erum mörg vinirnir í Crossfitinu og hitt- umst alltaf eitthvað. Ég æfi yfirleitt á morgnana og seinnipartinn svo ég er alltaf laus á kvöldin,“ segir Katrín sem er á lausu. Ertu þá ekki farin að draga fjölskylduna með þér í sportið? „Mamma kom og horfði á Evrópumótið, það var í fyrsta sinn sem hún sá mig keppa. Henni fannst þetta æðislegt og spurði eftir á hvenær hún gæti byrjað. Systkini mín eru líka mjög spennt. Það er líka algengt að heilu fjölskyld- urnar séu í þessu.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is  Crossfit Katrín tanja á hraðri uppleið Krónprinsessan í Crossfit Hin 19 ára Katrín Tanja Davíðs- dóttir fetar í fótspor Annie Mistar fitnesshetju. Hún undir- býr sig bæði fyrir Heims- leikana í Crossfit og inntökupróf í læknis- fræði. Rómeó og Júlía eldast Vesturportshjónin Nína Dögg Fil- ippusdóttir og Gísli Örn Garðarsson hafa enn og aftur brugðið sér í hlutverk Rómeós og Júlíu á fjölum Borgarleik- hússins. Tíu ár eru síðan þau frumsýndu verkið. Innan leikhópsins hefur talsvert verið gantast með aldur skötuhjúanna í hlutverkunum. Einhver gárunginn benti til að mynda á að börn þeirra Nínu Daggar og Gísla, sem eru sex ára og sex mánaða, eru nær sögupersónunum í aldri en foreldrarnir. Eiður ákveðinn í að halda áfram Eiður Smári Guðjohnsen ætlar ekki að leggja árar í bát þrátt fyrir að hafa misst af nánast öllu síðasta tímabili með gríska liðinu AEK Aþenu. Eftir því sem næst verður komist hyggst hann yfirgefa herbúðir gríska liðsins vegna vanefnda á samningi og halda til Evrópu. Eiður Smári, sem verður 34 ára í september, er nýbyrjaður að spila á nýjan leik og ætlar að koma sér í form á öðrum vígstöðvum en þeim grísku. Hann og Arnór faðir hans eru vel tengdir eftir langa dvöl sem atvinnumenn erlendis og verður vart skotaskuld úr því að finna lið – í það minnsta til að æfa með. Önnur tilraun hjá Árna Útlit er fyrir að Íslendingar fái loks að berja Árna Hjörvar Árna- son, og félaga hans í bresku rokk- sveitinni The Vaccines, augum. Í gær var tilkynnt að sveitin kemur fram á Iceland Airwaves tón- listarhátíðinni sem haldin verður 31. október til 4. nóvember. Sveitin var sem kunnugt er bókuð á hátíðina í fyrra en afbókaði sig vegna veikinda söngvarans. Meðal annarra hljómsveita sem kynnt var í gær að troði upp eru Dirty Projectors, Of Monsters and Men, FM Belfast, Tilbury og Valdimar. Um helmingur miða á hátíðinni er seldur og hafa erlendir tónlistaráhugamenn tryggt sér megnið af þeim. Mig langar að vera í topp tíu eða topp tuttugu. Ég ætti alveg að geta það.“ Katrín Tanja Davíðsdóttir er á hraðri uppleið í Crossfit. Hún ætlar að reyna að slá Annie Mist við á Heimsleikunum í Los Angeles í næsta mánuði. Ljós- mynd/Hari Pétur Marteinsson og Gunnar Karl Gíslason munu vinna náið saman á næstunni. Ljósmynd/Hari 00000 Veiðikortið 37 vötn Eitt kort 6.000 kr. www.veidikortid.is FLEIRI VÖTN ÓBREYTT VERÐ 62 dægurmál Helgin 8.-10. júní 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.