Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1920, Blaðsíða 4

Læknablaðið - 01.05.1920, Blaðsíða 4
66 LÆKNABLAÐIÐ kveSnum sóttvarnarlínum, ákveönum stööum og mönnum, sem sæju um hvert starf: tafarlausa tilkynningu um sóttvörnina, eftirlit með manna- ferSum og samgöngum, flutning á nauSsynjum aö og frá sóttkvíuðum svæðum, sóttkviun ferðamanna sem ekki geta komist hjá því að fara úr sýktu svæði i ósýkt o. s. frv. Þá ætti það og að vera augljóst þegar í byrjun, hver kostnaður yrði við hverja sóttvörn. Smám saman yrði svo skipulaginu breytt eftir því, sem reynslan sýndi að nauðsyn krefði og betur mætti fara á hverjum stað. Hverju læknishéraði fylgdi þá nákvæmt skipulag til sóttvarna, og heil- brigðisstjórnin hefði yfirlit yfir alla heildina. Það var tilætlun mín, að héraðslæknum yrðu sendar nákvæmar fyrir- spurnir uin öll þessi atriði, þeir beðnir að gera vandað skipulag til sótt- varnanna hver í sínu héraði, en bent jafnframt á eftirfarandi atriði til leiðbeiningar: 1. — Sóttvörn við útlönd verður ætíð erfið og óviss, hversu sem að er farið. Skipaferðir er ógerlegt að hindra til mikilla muna. Ýmsar sóttir hafa miklu lengri undirbúningstíma, en skip þurfa til ferðar hingað frá útlönd- um (variola io—15 daga, typh. exanthem. 10—21, scarlatina 4—14, rubeolae 12—21, parotitis epidem. 12—25, morbilli 10—14 (iS?), pestis 2—7, febr. typhoid 10—21, syphilis 21—35 daga). íslenskir vélbátar og önnur skip eiga sifelt margs konar mök á sjó við útlend skip, einkum botnvörpunga, hvort sem leyft er eða bannað, og oftast engin tök til að sanna slíkt. Oft er um svo stórfeldan baga og fjártjón að ræða við sótt- kviun skipa, að varlega er treystandi framburði skipstjóra og annara er hlut eiga að rriáli (farþega), stundum beinlínis reynt að leyna sóttum. Við jietta bætist, að oft er afarerfitt að þekkja sóttir í fyrstu byrjun, ekki síst er þær eru mjög vægar, og er nóg að minna á inflúerisuna. — Reynslan hefir líka orðið sú erlendis að sóttkvíun er ekki lengur beitt við skip, jafn- vel við skæðustu sóttir, heldur eru sýktir menn einangraðir (í landi) og skipið látið halda leiðar sinnar með vissum varúðarreglum. Af öllu þessu leiðir: a) Að sóttvörnum við útlönd er aldrei treystandi. b) Að mjög miklu er ekki til þeirra kostandi. s) Að innanlandssóttvarnir eru það, sem mestu varðar, þó hinar beri ekki að vanrækja. 2. — Við innanlandssóttvarnir má ætíð búast við þvi, að ekki hafist upp á fyrsta eða fyrstu sjúklingunum. Ef sjúkd. er vægur er læknis ekki leitað og yfirleitt óvist að hans verði leitað fyr en fleiri taka að sýkjast, allir á líkan hátt, svo almenningi sé ljóst, að um næma sótt sé að ræða. Þá hefir ])að og oft komið fyrir, að menn, scm koma af skipi á undirbúningstíma, fara óðara langt upp i sveitir og leggjast þar. Það er því viðbúið, að sótt geti komið upp í hverri sveit ? e m v e r a s k a 1, i nálega öllum héruðum, og það flesta tíma árs ef nokkrar samgöngur eru, og að hún hafi náð ]iar nokkurri útbreiðslu áöur læknir kemur eða fær vitneskju um hana. Fleiri eða færri af grunuðu bæjunum reynast sýktir og oft fleiri en grunur fellur á. Af þessu leiðir, ef um mjög næma sjúkdóma er aö ræða (t. d. mislinga og inflúensu) eða hættulega:

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.