Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1920, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 01.05.1920, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 6? a) AS einangrun einstakra bæja eSa lieimila (sýktra og grunaSra) er alls- endis ófullnægjandi. b) Aö sjaldnast er treystandi einni sóttvarnarlínu umhverfis grunaöa svæðið. c) AS setja verður jafnframt aörar sóttvarnarlínur umhverfis grunaöa svæðiö, svo langt burtu aS engin minstu líkindi séu til, aö sóttin hafi komst svo langt. Slíkar sóttvarnarlínur yröu þá allajafna á héraöa- mótum, viö fjallvegi eöa stórár, þar sem auöveldast er aö hafa eftirlit meö samgöngum og hefta þær. 3. — Úr því búast má viö, aö sótt komi upp hvar í héraöi sem vera skal, þá þarf aö takast til athugunar hversu skifta mætti héraöi í sóttvarnar- svæöi og þá jafnframt hvar sóttvarnarlínur liggi umhverfis hvert fyrir sig, hversu eftirliti yrði best fyrir komið á hverjum stað, og hve dýrt það yrði, eöa öllu heldur hve mörg dagsverk myndu til þess ganga, svo og til óhjákvæmilegra aöflutninga. — Úr sömu spurningum yrði og aö leysa hvað ytri sóttvarnarlinur snerti. 4. — Erfiðleikar viö sóttvarnir fara mjög eftir árstíöum og atvinnuveg- urn. Sveitabændur þola illa samgönguteppu meðan kauptíö stendur yfir liaust og vor. Þeir þurfa og allajafna aö fá kaupafólk í sláttarbyrjun. Viö sjóinn eru aðrir tímar erfiöastir. Þaö veröur naumast hjá því komist aö taka nokkurt tillit til þessa, og jafnvel haga sóttvörnunum á mismunándi liátt eftir árstiðum. — Þaö er því nauðsynlegt, aö skýrt sé tekið fram urn hvert héraö, hverir tímar ársins eru erfiðastir til sóttvarna og af hverjum ástæðum. 5. — Aldrei veröur hjá því komist, ef þorp eða stærra svæöi cr sótt- kvíað, að aðkomumenn þurfi nauösynlega að komast þaðan burtu. Gerist j)á nauðsyn aö sóttkvía þá um tíma og til þess j:>urfa oft ekki lítil húsa- kynni, og helst mörg herbergi. Þetta mikla vandamál ])arf sérstakrar at- hugunar í hverju héraði. 6. — Hvert sóttkvíað svæöi eöa bær, hefir réttmæta kröfu til þess, aö því sé séð fyrir öllum óhjákvæmilegum lífsnauðsynjum, fæöi, hjúkrun, iæknishjálp og jafnvel hiröingu á skepnum ef nauðsyn krefur. Hversu j>essu verði best og ódýrast komið fyrir, ]>arf að athugast. 7. — Yfir hverja sóttvarnarlínu þarf póstflutningur og ýmislegur varn- ingur að geta komist. Ef sóttvarnarlínan liggur í sveit, getur orðið mjög erfitt aö fá nauðsynjar fluttar aö sóttvarnarlínu og frá, t. d. mikinn kaupstaðarvarning úr kaupstað (fóöurbæti o. fl.) til bænda, sem búa hinu- tnegin línunnar, póstflutning o. þvíl. Þetta þarf meðal annars aö athugast er skift er í sóttkvíunarsvæði. 8. — Vandlega þarf aö gæta þess, aö gera sóttvarnir svo bagalitlar sem ,-amrýmanlegt er með fullri tryggingu. Þær geta annars orðiö verri en sóttin. Sama er aö segja um kostnaöinn. Þó nú sé ekki horft í féð, j>á má búast viö því, að síðar vegi kostnaðurinn mikiö, enda sjálfsagt aö eyöa ekki meiru fé til sóttvarna en hjá verður komist, framkvæma þær á sama hátt og hygginn búmaður eöa sveit myndi gera, ef hann ætlaði sjálfur aö bera allan kostnaðinn. 9. — Flestar sóttvarnir, eða árangur þeirra, eru mjög undir vilja al- mennings kornnar og oftast ókleifar, ef hann snýst á móti. Þaö er því

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.