Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1920, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.05.1920, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 73, Smágreinar og athugasemdir. Reglur uin sölu lyfja, sem áfengi er í hefir landl. gefiö út 15. apr. Eru tvö meginatriði ný í reglum þessum: a) Takmörkun á hve mikið áf-engi er heimilað (smáskamtalæknar fá að eins 3 lítra af vínanda á ári; á lyf- seðli má ekki ávisa yfir 200 grm. af spir. conc., 300 grm. af konjaki eða 670 grm. af vini) og b) allnákvæm skýrslugerð yfir áfengi, sem læknar og lyfsalar láta úti. Eru skýrslur þessar sendar hagstofunni, en lyfseðlar lögreglustjóra. Það getur nú verið gott og hlessað að fá einhverja betri röð og reglu í þessum efnum en verið hefir, — ef þá ekki allar reglur ónýtast fyrir eftirlitsleysi og smyglun! — en sumt í reglum þessum munu ýmsir telja athugavert. Eg býst við, að læknar hefðu kunnað betur við að senda skýrslur sínar og lyfseðla til landlæknis heldur en til hagstofu og 1 ö g- r e g 1 u s t j ó r a. Það getur komið fyrir, meðal annars, að sjálfsagt sé að þegja um áfengislyfseðla sjúklinga. Skamturinn sem dáta má úti er mjög ríflegur, þó ekki sé 7. gr. skilin á þann veg, að skrifa megi sama manni spir. conc. fyrsta daginn, konjak annan og vín hinn þriðja. Sumir hafa lagt þann skilning í greinina, sem auðsjáanlega er þó rangur. Heilsuhæli. Skoðun sérfræðings. Ritstjóri þessa blaðs, próf. G. H., hefir ckki verið talinn neinn sérlegur Englendingavinur, en ef hann dettur ein- hversstaðar ofan á einhver lastyrði urn heilsuhæli og heilsuhælismeðferð, jafnvel þó frá Englendingi komi, þá er hann ekki seinn á sér, að bera þau á borð fyrir lesendur Læknablaðsins, segjandi sigri hrósandi: Hvað sagði eg? Síðasta Læknablaö (apríl-blaðið) flytur skoðun B. Shaw, yfirlæknis við Brompton llospital i London. Hann efast um að útivistin á heilsu- hælum, og yfirleitt gott loft, hafi læknandi áhrif á berklaveiki, mótstöðu- afl manna ráði mestu, og hann fullyrðir, að það sé ekki hægt að auka, með neinni aðferð, sem enn er kunn. En ef þetta er rétt, mætti þá ekki heimfæra þaö til flestra sjúkdóma, og segja, að spítalavist og flestallar lækninga-tilraunir okkar sé hégóminn einber? Vitaskuld er mótstöðu- afl það sem í mönnunum býr gott og blessað, og án þess verður engu til vegar komið, en hins vegar er ekki loku fyrir skotið, að við getum aukið þaö eða minkað með góðri eða illri meðferð. Eg læt ekki telja mér trú um, aö hreina útiloftið og heilsuhælismeðferð geti ekki aukið mótstöðuafl Hkamans, hvaö sem Shaw segir, — með eða án samþykkis heilsufræðis- kennara háskóla íslands. Það er að visu von, þó að við læknarnir fáum stundum þunglyndisköst og teljum lækningakák okkar unnið fyrir gíg, en sem betur fer, erum við þó ekki ætíð svo svartsýnir. Það vill nú svo vel til, að einmitt á sömu blaðsíðunni í Læknabl., sem drepið er á skoðun Shaw’s, er einnig drepið á skoðun annars Englend- ings, Th. Williams’, og virðast þessir tveir Englendingar ekki vera alls- kostar sannnála. W. segir, að berklaveiki sé sjúkdómur, sem drepi fátæka, en ríkum batni. Skyldi það þá ekki vera af því, að auðurinn veitir einhver meöul til að auka mótstöðuafliö? Sannleikurinn er sá, að ríki maðurinn

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.