Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1920, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 01.05.1920, Blaðsíða 6
»68 LÆKNABLAÐIÐ eflaust hyggilegt, aö taka nokkurt tillit til þessa, vekja kapp og metnaft hlutaöeigandi sveita á skynsamlegum sóttvörnum, hafa hreppsnefndir etSa a5ra bestu rnenn sveitanna meö í ráSunr. Sama má segja um ýmsa útvegs- menn og atvinnurekendur, sem kunna aS geta gefið upplýsingar um ýmis- legt senr þá varðar. 10. — Sóttvarnir fara mjög eftir því hver veikin er. Tilætlunin er sú, að slíkt skipulag, sem hér ræðir um, henti aö öllu við s k æ ð a r drepsóttir svo hiklaust megi fara eftir því, er háska ber að höndum. Þó sóttvarnarnefndin væri sammála um það, að hér væri um nauðsynja- mál að ræða, treystist hún þó ekki til að hleypa því af stokkunum sökum ]jess, að hún myndi bráðlega hætta störfum, en hins vegar óvíst, að heil- hrigðisstjórn sú, sem tæki við, liti eins á málið. Landlækni leist hins vegar að málið væri ekki nægilega undirbúið, svo að hann vildi ekki taka það upp að svo stöddu. En til þess að einhver örmull sæist eftir af þessum heilabrotum, og læknum gæfist kostur á að segja sitt álit um þau, er þetta ágrip sett í Lbl. G. H. Konur i barnsnauð. Memoranda og memorabilia úr fæðingarpraxis eftir Steingr. Matthíasson. Sectio cæsarea abdominalis. Eg gat þess i grein minni í síðasta janúarblaði Læknablaðsins, að eg hefði í eitt skifti gert sectio cæsarea abdominalis. Gerði eg það með hálf- um hug þar eð eg hafði aldrei verið svo heppinn að sjá þá óperatíon gerða. Grindarþrengsli eru að minni reynslu sjaldgæf hér á landi. Að eins í sjö skifti hefi eg diagnostiserað grindarþrengsli. Af börnunum náði eg 2 andvana og eitt kom líflítið og dó nokkrum klukkutímum eftir fæðingu. Hin fjögur lifðu og öllum konunum heilsaðist vel á eftir. í sex skiftin notaði eg töng. Reiknaðist mér conjugata vera kringum io cmt., og í versta falli ekki undir g]/2 cmt., en þá var tangartakið erfitt svo ekkert ætlaði að ganga, en gekk þó loks (sjá Lbl. 1918, bls. 117). Hét eg þvi þá, að ef eg aftur rækist á önnur eins þrengsli, þá skyldi eg láta töngina liggja og neyta annara ráða. Tækifærið til þess gafst mér sumarið 1911. Það var tvítug kona hér á Akureyri, I. para., dvergvaxin, á stærð við 13—14 ára stúlku. Fann eg það strax við rannsókn, að mikil ósamræmi var með stærð barnshöfuðsins og grindarholsins. Það var erfitt að kom- ast að raun um grindarvíddina, konan var svo viðkvæm, eins og gengur. Mér mældist að conjugata vera. hlyti að liggja milli 8 og 9 ctm. Eg hefi seinna farið þess á leit við konuna, að fá að mæla grind hennar með nákvæmni en var synjað þess. Fyrstu 16 stundirnar frá byrjun fæðingar (sem bar að á réttum tíma)

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.