Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1920, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 01.05.1920, Blaðsíða 8
7° LÆKNABLAÐIÐ Pirquetsprófun barna á Akureyri. Samkvæmt tilmælum herklaveikisneíndarinnar geröi eg (ásamt Jónasi lækni Rafnar) Pirquet-rannsókn á meginþorra barnanna í barnaskóla Ak- ureyrar. Notaöi eg bæði 50% og 25% upplausn, sína í hvora rispu og rispaöi þar að auki með þurri lensunni (venjulegu bólusetningarjárni) þriöju rispuna til hliösjónar (kontrol). Árangurinn var þessi: Af 8 ára börnum voru 5 prófuð og kom út á 2 þ. e. 40,0% + Pirquet — 9 — — — 14 — 10 — 71,5% + — 10 — — — 37 — 28 — 75,7% + — 11 — — — 33 — — 20 — 60,6% + — 12 — — — 34 — — 22 — 64,7% + — 13 — — — 19 — — 12 — 63,2% + — 14 — — — 6 — 3 — 50,0% + Samtals 148 97 Þaö sýndi sig meö öörum orðum að útkoman v a r j á k v æ ö á r ú m- lega 60% barnanna. Yfirleitt tók eg eftir því, aö útkonran brást sjaldan, og var greinilegust á þeim börnum frá þeim heimilum, þar sem eg vissi um undangengna smitandi berkla, eða þar senr grunur minn var ákveðinn, aö svo væri eða hefði verið. Barnafjöldinn er of lítill til þess að dregnar verði miklar ályktanir af þessari rannsókn, en samanburður við Pirquet-rannsóknir þær er héraðs- læknir Jón Hj. Siguðsson gerði á barnaskólabörnum í Reykjavík 1911 og 1916 (sjá Lbl. 1917, bls. 173), bendir á að berklasmitun barna hér á Ak- ureyri sé töluvert almennari en í Reykjavík -—- (þar kom að eins út á rúml. 30% barnanna). Eg bjóst líka við að svo rnundi vera. Foreldrunx barnanna var yfirleitt þökk á því að börnin voru þannig prófuð, og’ ætla eg mér að halda rannsóknunum áfranx við skólaskoðun framvegis. Það er vissulega þýðingarmikið, að geta sannfært fólk um, að kirtla- veiki og ýnxs kryptogenetisk hitaveiki og framfaraskortur sé berklum að kenna. Gott að geta varað við i tima, svo að heilsu barnanna sé meiri gaumur gefinn. Og gott að láta fólkið hjálpa til að grafast eftir smitandi heimilismönnum. Stgr. Matthíasson, Samvæöissjúkclómarnir. Hvernig á að gera þá landræka? ------- (Niðurl.) Eg skal nú gera nokkru nánar grein fyrir þvi, hversu eg tel álitlegast að lxaga herferðinni gegn samræðissjúkdómunum, og styðst þar að nokkru við tillögur Bandarikjamanna (The american Plyg. Ass.) og enska fé- lagsins Soc. for Prevention of venereal Diseases. Ef að eins væri að tala um að lækna þá, senx sýkst hafa til þessa, eða gera þá óskaðlega, þá væri það tiltölulega létt verk, en slíkt nær því mið-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.