Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1920, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.05.1920, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 69 gekk alt þolanlega. Móöurmunninn smávíkkaði og var orðinn 2 fingur- breiddir að þvermáli, en þá sprungu himnur og vatnið fór að miklu leyti. Nú beið eg í 20 klukkustundir. Hríðir voru reglulegar og miklar, en mjög sárar, en engin útvíkkun framar. Hvirfill lá fyrir og á honum töluverður fæðingarsveppur, ekki verulega orðinn fastur í efra grindaropi. Hríðirnar virtust aðgjörðalausar þó sterkar væru. Konan var svefnlaus og kraftar hennar á þrotum. Vending fanst mér ekki koma til greina, þar sem vatn var farið, og í öllu falli næðist barnið þá ekki lifandi. Hebosteotomia gat komið til mála, en hana hafði eg heldur aldrei séð, enda misjafn dómur á hana lagður, og ef hún ekki kæmi að gagni þá yrði kephalotripsia slæm viðbót. Þá væri eins gott að biða rólega um stund og gera síðan perforatio etc. En leiðinlegt var að fórna frumburði. Eg gerði bæði manninum og konunni grein fyrir, hvernig málið horfði frá mínu sjónarmiði. Þau gáfu mér auðvitað öll ráð i hendur, og konan gerði frernur að hvetja mig en letja, hvað sem í húfi væri fvrir hana sjálfa. Eftir mikla hugarkvöl, lestur i bókum mínurn (einkum Bumm ; Ingerslev ætlaði þá sem fyr að gera mig ærðan með sínum absolut og relativ centi- metra-hnitmiðandi indikationum o. s. frv.; Eulenburgs Encyclopedie var staglsöm í spursnrálunum og stórleiðinleg), vóg eg í huganum pro og contra. Embarras de choix. Það sem gerði vandann í valinu var eiginlega mest, að vatnið var farið og eg hafði explorerað þrisvar eða svo. Jæja: iacta esto alea! Eg lét flytja skurðarborð og áhöld frá spítalanum inn í borðstofu hjónanna og gerði skurðinn með aðstoð þáverandi stud. med. Jónasar Rafnar, hjúkrunarkonu og yfirsetukonu. Skurður í miðlínu um 25 cmt. langur, nærri jafn langt ofan við sem neðan við nafla. Uterus látinn reisa sig út úr sárinu og aðstoðarmaður greypa um collum með tveirn höndum. Þverskurður um fundus ca. 12 cmt. Það blæddi mikið i bili, en stöðvaðist fljótt um leið og barnið var dregið fram, en það skifti engum togum. Og fylgjan þrýstist fram viðstöðulaust eftir að skilið var á milli. Barnið var með góðu lifi. Legsárið saumaði eg með silki; nokkrum djúpum saumsporum niður að mucosa, og mörgum grynnri sporum gegnum serosa og vöðva. Peri- toneum með katgut. en magálinn annars með Heppnert saumsporum (fisk- gut). Barnið var fullburða og vóg 16 merkur. Konunni heilsaðist ágætlega. Sárið greri pr. primam og saumar teknir á 12. degi. Og eg var mjög glaður. Siðan hefir mig oft langað til að fá góða ástæðu til keisaraskurðar, en ekki verið svo heppinn. Eg skal bráðlega gera grein fyrir því sem eg fræddist af próf. Essen Möller o. fl. um indicationes se'ctionis cæsareæ. Þær eru orðnar töluvert viðari en fyrrum tíðkaðist. Ol. camphoratum við blóðhósta hefir verið getið fyr í Lbl. og menn hvattir til að reyna það. Hefir nokkur gert það? 3 cbctm. af ol. camph. er dælt í einu undir húðina. Eg reyndi þetta nýl. á einum sjúkl. B 1 æ ð i n g- ín stöðvaðist strax, -— G. H,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.