Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1920, Side 9

Læknablaðið - 01.12.1920, Side 9
LÆKNABLAÐIÐ 183 Þessar kröfur eða þvílíkar eru hvervetna g'erðar erlendis, 0g sé fram- kvæmd þeirra sæmileg, eru góðar horfur á því, að veikin eyðist smám- saman. Hve mikið af'þessu öllu gerum vér, og hve mikið getum vér gert ? Diagnosis er oít afarerfið i byrjun veikinnar. Hér í Rvík mun Widalspróf oftast nær notað, en sýklar sjaldnast ræktaðir úr blóði. Þó telur dr. Haaland það öllu nauðsynlegra. Widalspróf eiga allir læknar að geta gert og gera, en heilbrigðiisstjórnin á að sjá þeim fyrir sýklablöndu, sem Rannsóknarstofa Háskólans ælti að geta látið í té með hæíilegum millibilum. Þessa má hiklaust krefjast af hér- aðslæknum, en hitt mun flestum þykja ofætlun, að þeir kunni til þess r.ð rækta sýkla úr blóði, saur o. þvíl. Þetta kann að vera svo sem stendur, en svo segir mér hugur um, að þessa verði hiklaust krafist áður langir tímar liða. Þekking á slíku er nytsamari (við barnaveiki o. fl.) en margt annað, sem kent er, og áhöldin geta verið tiltölulega einföld. Erlendis lenda slíkar rannsóknir á sérstökum rannsóknarstöðvum, og læknar þurfa ekki annað en senda sýnishorn sin þangað. Vér getum eflaust krafist þess, að fjórðungaspítalar leysi slik verk af hendi, en lítt myndi það þó stoða, til ]æss að fá fljóta diagnosis, gæti aftur komið að gagmi til þess, að hafa uppi á sýklaberum, er veiki er afstaðin. Minsta krafa, sem gera má, er aö séð sé fyrir einum hentugum staö í fjórðungi hverjum, sem geti annast sýklarannsóknir fyrir lækna, og aö þeir noti hann. Bólusetning er svo einfalt mál og sjálfsagt, að min'sta kosti á sveitaheimilum, sem ekki geta losnað við sjúklinga, og mönnum sem umgangast sýklabera. aö engin afsökun getur komið til greina. Tauga- veikisbóluefni ætti að standa í lyfjaskránni. (í lyfsöluskránni er.ekk-i einu sinni serum antidipther., enda ekki selt!), og hver læknir ætti að vera skyldur til að hafa það, eða öllu heldur heilbrigðisstjórnin að sjá öllum læknum fyrir því. í Lbl. hcfir oft verið á þetta minst, en hve margir læknar bólusetja? Hvað hefir heilbrigðisstjórnin greitt fyrir þessari nauðsyn ? Pasteurisering sölumjólkur kemur að eins til greina í stærstu kauptúnunum. AS meira eða minna leyti er hún komin á hér í Rvík, en ekki er mér kunnugt um. aö eftirlit sé með því aö hún sé svikalaus og áreiðanleg. Sennilega er misjafnlega mikil ástæða í kauptúnum vorum til þess aö hita mjólkina, en i Rvik allmikil. S p j a 1 d s k r á n i n g sjúklinga og grunaöra virðiist mér blátt áfram nauðsynleg, þvi án yfirlits vfir allan gang veikinnar á hverjum stað um langan tíma, er nálega ókleift að hafa uppi á sýklaberum. Fyrirhöfn við þetta er ekki teljandi, nema fyrir þá menn, sem ekkert vilja skrifa. Auð- vitað má nota miða úr einföldum pappir, en skráin á að fylgja héraðinu og vera gerð með ákveðnu sniði. Þegar svo taugaveiki kemur upp á ein- hverjum bæ, er gætt aö öllum heimilismönnum i spjaldskánn.i, og kemur þá oft i ljós, hver sýklaberinn er, þó langt kunni aö vera síöan hann fékk veikina, eöa var á taugaveikisheimili. A sama hátt getur og skráin gefið leiöbeiningar, ef veikin er flutt af öðrum bæ. Best er spjaldskráin auð- vitað, ef hún tekur yfir áratugi, svo sjá megi langt aftur í timann. E i n a n g r u n sjúkra er ekki ókleyft að framkvæma í kauptúnunum úr þvi sjúkraskýli eru komin þar upp, og ekki er það ókleift, að flytja

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.