Læknablaðið - 01.02.1921, Síða 12
2Ö
LÆKNABLAÐIÐ
kvendýr) heföi ekkert áfeng'i fengiö. Ef hænuegg eru látin ungast út í
lofti, sem blandaö er áfengisgufu, veröa ungarnir allajafna vanskapaöir
eöa á annan hátt „abnorm“. (Aftur þola fullvaxin hænsn áfengi vel).
Sama er að segja um hrogn fiska og egg óæðri dýra, isem klakið er út í
vatni, sem dálítið er í af vínanda. Arlitt geröi tilraunir með rottur. 25
ctgrm. af alkoholi á dag, kipti stórum úr vexti þeirra, gerði þær að mestu
ófrjóar og stytti líf þeirra stórum. Afkvæmi brennivínsrottanna þrifust
illa, þó ekki fengju þau neitt áfengi. í dauðum brennivínsrottum sáust fáar
breytingar, nema einmitt á getnaðarkirtlum. Brennivínsrottuú áttu erfiðara
með að læra nokkuö -heldur en heilbrigðar, og — sama kom fram í af-
kvæmum þeirra, þó ekki fengju þau áfengi. Þessi gáfnaskortur hélst í
þrjá ættliði. — Það lítur út fyrir að dýrin þoli áfengi enn ver en menn-
irnir! (20. nóv.).
Eitthvað bogið. Af 11 læknum í Louisville (U. S.) var nýl. tekið leyfi
til þess að skrifa áfengislyfseðla. (20. nóv.).
Syphilis og spermatozoa. Syphilitici hafa mikið af vansköpuðum sper-
matozoa (Dr. Widakowich), og er sagt, að þetta sé eitt hið fínasta einkenni
veikinnar, — betra en Wassermann! (20. nóv.).
Skarlatssótt hefir minkað til stórra muna í Berlín á ófriðarárunum, og
er sultinum þakkað það. Kobrak (Þjóðv.) hefir reynst, að veiki-þessi legg-
ist frekar á ríka en fátæka, og telur það stafa af þvi, aö kokkvillar séu
tíðari á feitum börnum en mögrum. í samræmi viðj þetta smituðust flestir
í rúmgóðu húsunum ríku mannanna, færri í kytrum fátæklinga. Aftur1 bar
ekkert á þvi, að diptheritis eða misl. minkuðu á sultarárunum. (20. nóv.).
Undirbúningstími mislinga reyndist Lewy (Þjóðv.) 6—19 dagar. Ef
þessu má trúa, getur hann verið lengri en menn hafa haldið. — Höfúö-
skömm er það, að ísl. læknar skuli ekki geta sagi í þessu efni, hvað rétt
sé — með óyggjandi vissu. (20. nóv.).
Tidsskrift for d. norske lægef.:
Ráð við hixta. Sjúkl. er lagður flatur á grúfu. Hixtinn hverfur venjul.
eftir nokkrar mínútur. Reyna má auk þess bromnatrium, 2 grm. á dag.
Encephalitis letharg. heldur áfram að gera vart við sig í Noregi. Frakk-
neskurn lækni (Netter) þykir hexamethylen'tetramin, 0.50—0.75, 4—6 X
á dag í 3—4 daga hafa gefist vel.
Árgjöld læknafél. danska er nú hækkað upp í 70 kr., sænska læknafél.
50 kr., en norska læknafél. 30 kr. — Nú fá félagar tímaritin ókeypiís, og
svarar þetta því til 35 kr. árgjaldi hjá oss (verð Lbl. og árgjald til L.fél.
Isl.), ef vér berum oss saman við Noreg. — Nr. 24.
Jón Jóhannesson Norland hefir verið settur læknir í Haramhéraði í
Mærafylki. — Nr. 24.
Bibliothek for læger:
Um rachitis skrifar próf. Eredericia gott yfirlit. Englendingar hafa gert
miklar rannsóknir um uppruna sjúkd., sem er enn að nokkru á huldu.
Mellanby telur hana hiklaust vitaminsjúkdóm (A. vitam.), en Findley
og Ferguson (Glasgow) sýndu, að hvolpar fengu beinkröm þó þeir fengju
næga mjólk, ef þeir höfðu litla hreyfingu og lifðu í litlum stíum. Þeir