Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1921, Síða 13

Læknablaðið - 01.02.1921, Síða 13
LÆKNABLAÐIÐ 2 7 álitu því að hreyfingarleysi og innivera væri orsökin, en ekki fæðan. — Eftirtektarvert er það, að hvolpar Allenbys fengu ekki að eins tvímæla- lausa beinkröm, heldur lika slæmar tennur og seina tannkomu. Er því ekki ólíklegt, að tönnur barna og unglinga yrði betri ef þeim er gefið lýsi eða nægileg mjólk meðan tannmyndun er örust. Gæti þetjta ef til vill skýrt, að sveitamenn vorir hafa sennilega mun betri tönnur en kaup- staðabúar. Niðurstaðan af nýju rannsóknunum verður auðvitað, að fæðið varöi mestu (rnjólk, lýsi), en auk þess hyggilegt að lofa börnunum sem fyrst að skríða og reyna á sig, og vera svo fljóft undir beru lofti, sem kostur er á. Minna má þó á, að rathitis var engin á Lewiseyju (Lbl. 1920) þó börnin væru sífelt inni i lélegum húsakynnum, en lýsi ogí lifur fengu þau. — (Okt. ’2o). The Lancet: Bólusetning gegn taugaveiki sýnist það vera að miklu leyti að þakka, hve taugav. minkaði stórlega i U. S. 1919. Skýrslur sýna, að það voru einkum karlmennirnir, sem sluppu svo vel. Hermennirnir voru bólusett- ir, en ekki kvenfólkið, sem heima sat. — (27. nóv.). Fæðingar og manndauði í Englandi 1919. Fæðingar voru 18,5% (fækka stöðugt), manndauði 13,8% (minkar stöðugt), ungbarnadauði 8g%0 af fæddum. — (27. nóv.). Meðferð á infl. Underhill og Ringer segja að pathol. anat. líkist ill- kynjuð infl. mjög fosgeneitrun (COCl2). Blóðið er í fyrstu þunt, en þykn- ar síðan stórum og hæmogl. vex, samfara því sem oedema hleypur í lungun. Þessi concentratio blóðsins er út af fyrir sig næg dauðaorsök. Þeir ráðleggja því blóðtöku (2—300 grm. 2 X) og ríkulegan drykk eða injectio af saltvatni. Segja að þetta hafi gefist vel á nokkrum sjúkl. (4. des.) Meðferð á ulc. ventr. & duodeni. Eggleston birtir yfirlit ýfir 500 sjúkl. 70% læknast til fulls með med. meðferð, þó allgömul séu, og fleiri ef fljótt komast til lækni's. Hver er svo meðferðin? Subnitr. bism., mjólk (litlar máltíðir), rúmlega og heitir bakstrar við þrautum! Gastro-enteros- tomi bregst oft, en skurður sjálfsagður við stenosis eða dilat. — Það myridi hafa glatt gamla With að heyra þetta! — (4. des.). Taugaveiklun. Buzzard vakti athygli á því í erindi, er hann flutti í Royal Soc. for Med., að læknum hætti til þess, að fara eins og köttur kringum heitan graut, er ræða væri um ýmsar aðkenningar af geðveilu. Taugaveiklun, nervous disorders, væri það nefnt, sem ekkert væri annað en mental disorders. Taldi þetta bæðij villandi og skaðlegt. Andlegir kvill- ar væru jafn algengir og likamlegir, og enginn þyrfti að fyrirverða sig fyrir þá, en hins vegar fengju læknar ófullnægjandi æfingu og kenslu í þeim efnum. Flvíld, líkamleg og andleg, segir hann aðalatriðið við lækn- ingu á slíkum minni háttar ,,veilum“. — (4. des.). Sinabætíng. Nageotte og Sencert (frakkneskir) hafa sýnt, að dauðar sinar má nota til þess að bæta lifandi sinar, sem bilað hafa. Bestar eru sinar úr aplakálfum (ófullburða). Þær eru geymdar í spiritus og saum- aðar þar í, sem sin vantar. Sencert hefir bætt þarinig 35 sinar og urðu allar góðar! -— (18. des.). Dönsk kláðasmyrsli. Sven Lomholt yfirlæknir lofar stórlega dönsk

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.