Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.02.1921, Page 17

Læknablaðið - 01.02.1921, Page 17
LÆKNABLAÐIÐ 3i lakari en veriS hefir, hversu sem fer meS verSiS. Hitt er sjálfsögð skylda Alþingis, aö gera sér ljósa grein fyrir því, hvort breytingin sé til bóta og hvort gengiö sé á rétt lyfsala, áöur en frv. er samþykt. Þá væri þaiS og í meira lagi óheppilegt, ef svo færi, að lyfjaveröiö hækkaöi úr því hóflausa veröi, sem nú er. Vandalaust er þaö ekki fyrir þingið aö ráöa málinu til lykta, en þaö á kost aö leita upplýisinga hjá, báðum málspörtum: landlækni og lyfsölum. 3. F r v. til laga um s ki p u 1 a g kauptúna. Frv. þetta hefir áður verið boriö upp á 2 þingum, en ekki veriö afgreitt, þótt vandamál, sem þingmenn ættu erfitt aö dæma um. Frv. er aö því leyti eilnkennile.gt, aÖ hvergi mun enn til löggjöf, er skipi svo gagngert fyrir i þessum efn- um, en þó hafa Danir áþekk lög í smíðum, sem ,,Foreningen for bedre byggeskik" hefir gengist fyrir. Veröi frv. þetta aö lögum og framkvæmd þeirra skapleg, þá má vænta þess, aö skipulag allra kauptúna vorra kom- ist í stórum betra horf og fjöldi miljóna sparist, sem annars eyöast í sí- feldar breytingar. Fyrir heilbrigöismál kauptúnanna væru slik lög mikill ávinningur. Frv. er að mestu eftir G. H. Barnahælið á Vífilsstöðum var fullgert um miöjan desember, og var þá læknum í Rvik og Hafnarfiröi, ráöherrunum og ýmsu stórmenni boðiö aö skoða þaö. Þessi barnadeild er hin prýöilegasta, 4 sjúkrastofur meö snotrum búnaöi, dagstofa meö máluðum litmyndum á veggjum, æfintýra- myndum viö barna hæfi, herbergi fyrir hjúkrunarstúlku o. fl. Gestunum var vel fagnaö, en þegar góögeröunum var lokiö og skoðun barnadeild- arinnar, var litið á nýja læknisbústaöinn. Er hann virðulegasta og vand- aöasta læknissetriö á öllu landinu, rúmgott og prýðilegt, meö miöstöövar- hitun, raflýsingu etc. Barnadeildin rúmar um 20 börn, en kostnaðurinn viö aö koma henni á stofn, hefir verið um 9000 kr. hvert sjúkrarúm. Aðgætandi er, aö verkið hefir veriö unnið í verstu dýrtíðinni. Reykhólahérað. Frést hefir, aö héraðsbúar þar muni kaupa sæmilega jörð fyrir læknissetur (Berufjörð) og liggur hún um miðbik héraðsins. Má telja slíkt sjálfsagt í sveitahéraði. Frá læknum. — Jón Ólafsson Foss hefir veriö settur í Borgarfj.héraö. — Stefán Jónsson, dócent, er nú á besta batavegi. Skurðinn (gastroenteros- tomi) gerði G. M. og gekk alt aö óskum. — Guöm. Ósk. Einarsson cand. med., sem dvalið hefir um tíma á Ullevaal sjúkrahúsi, nýkominn heim. Fékk lasleika og kom því fyr en ráögert var. — Matth. Einarsson sigldi meö konu sinni til útlanda. Þórður Guðjohnsen, læknir í Rönne er orðinn frægur fyrir fjallgöngur sínar og ferðalög. Nýlega hefir hann gengið upp á Kebenkaise, hæsta fjall í Norður-Svíþjóð og fundið nýja leiö og betri upp á fjalliö. Hefir hann ritaö grein um þetta i sænskt timarit og má sjá mynd af jökli þessum og spor Þóröar í snjónum, þ. e. braut hans yfir ófæruna. Annars hefir hann ritað heila bók um feröalög sín á Bjarmalandi og gert fjölda lit- mynda af þessum slóðum. Er Þóröur mestur málari af öllum rslenskum læknum. Bók þessi er óprentuö cnn, en ótrúlegt aö hún komi ekki fyrir ahnenningssjónir áöur lýkur. Embættispróf í læknisfræði (lokapróf) tóku 3 kandidatar í febr.: Katrin

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.