Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1921, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.10.1921, Blaðsíða 3
7- árg. io. blað. Október, 1921. Oxyures og önnur corpora aliena i appendix. (Frá sjúkrahúsinu á Akureyri). Erindi flutt á læknafundi sumarið 1921. Síðan eg fyrir 4 árum skrifaði grein um appendicitis og oxyuriasis (Lbl. 1917, nr. 2), hefi eg haft nokkuð marga sjúklinga af sama tagi og þar getur um. H'efi eg þvi gerst ákveðinn skoðanabróöir þeirra lækna, sern halda því fram, að ótvírætt orsakasamband sé á milli þessara tveggja sjúkdóma. Og það ekki einasta þannig, að njálgmr greiði gerlum götu til að valda bólgn, heldur valdi sjálfur njálgurinn appendicitiseinkennum, er hann tekur sér bólfestu í appendix. Aðrir læknar hafa, eins og eg, tekið eftir því, að stundum fara saman oxyures og önnur corpora aliena i appendix. Þar eð ennfremur sjúkdóms- einkennin eru svipuð, hvort sem er um lifandi eða dauöa hluti í appendix að ræða, hefi eg tekið hvorttveggja til athugunar saman, eins og eg sé geri: í ýmsum ritum. Frá I. jan. 1917 til 30. júní 1921 heíi eg gert botnlangaskurð á 112 sjúklingum. Af þeim höfðu 35 (31.8%) corpora aliena, þar af 28 oxyures einsamla, 1 oxyures og rúsínukjarna, 1 oxyures og spýtutrefjar, 1 nokkra hárstubba, 2 spýtutrefjar og hár og 2 rjúpnahögl. Yfirleitt höfðu þessir sjúklingar væg bólguköst, með litlum hita, en þ:ó kom það fyrir, að köstin fóru geyst á stað, með hita um 40°, og mikl- um verkjum með uppsölu. Ennfremur mátti heita undantekningarlaust, að sjúklingarnir hefðu haft ónotaaðkenningu h. megin í kviðnum, því nær daglega, á milli kastanna. Að visu hefi eg ekki fundið rieitt órækt einkenni, til að greina corpora aliena í appendix, en um flesta sjúklingana grunaði mig hið rétta. Væg köst, væg en þrálát eymsli og ónot á McBurney’s bletti, meltingartregSa, en ekki sjáanleg hætta á ferðum, og engin áhrif til batnaöar af laXantibus eða öðrum meltingarlyfjum. Alt þetta hefir mér fundist einkenna appendi- citis orsakaða af oxyures og öðrum aðskotahlutum. — Ef viS lítum i bæk- urnar og tímaritin, er niðurstaðan sama hjá vaxandi fjölda lækna. Eg hefi síðan 1917 fylgst með í þessu máli eftir föngutn. Það eru einkum þeir Báárenhelm (Hygiea, Nov. 1913), Löwen og Rein- hardt (Munch. med. Wochenschr., No. 50, 1919) og Backer Gröndal (Norsk Magazin for Lægevidenskaben 1915, bls. 1549), sem hafa gefið oxyuris í appendix verulegan gaum, og gefið skýrslur um þau efni. Hafa þeir í

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.