Læknablaðið - 01.10.1921, Blaðsíða 14
156
LÆKNABLAÐIÐ
Útvortis berklaveiki lækna menn nú líka furöu vel með gömlu aSferö-
unum (umbúöum og operationum, ef á þarf aö halda). Garré og Kocher
íækna þannig 84% coxita, 84—96 hnéberkla, og 58—78% fótarberkla.
Þetta er lika vel aö verið. (No. 13).
Læknir forseti í Kína. Sagt er aö Sun Yat Sen læknir sé oröinn forseti
í Kína. (Hann er faöir Sens þess, sem ritaö hefir um Kína í síöasta
Skírni). No. 13.
Tartarus stibiatus við lepra. Cawston notar 2% uppl. af t. s. viö lepra
og dælir lyfinu inn í æöar. Segir þetta hafa góö áhrif á sjúkd. (No. 14).
Calomel við taugaveiki. Galata (ítali) gefur: calomelanos, guaiacoli,
comphorae ana ctgr. 10, Parafin liq. grm. 1, annan hvern dag (inject. intra-
musc.). Sagt er aö 4 inject. nægi. Auk þess gefur hann sjúkl. 2—3 litra
a.f vatni á dag. Þetta á aö stytta sjúkdóminn til muna og taka öllu ööru
fram. — Calomel er annars gamalt lyf viö taugav. Meðal annars gaf Jóseí
gamli Skaptason þaö ætíð í byrjun veikinnar, en pr. os. Væri gaman að
reyna þessa meöferö, sem sagt er að sé með öllu hættulaus. (No. 16—17).
Salvarsanmeðferðin þótti þýskum húölæknum, á fundi þeirra í Berlín í
sumar, ekki gefast svo vel sem af er látið. Nevroretidiv algeng og lyfinu
yfirleitt best treystandi í fyrstu byrjun, en ekki við annars eöa þriöja stig's
syphilis. (No. 16—17).
Mislinga segir Baur ekki smitandi úr þvi sólarhringur er liðinn frá
því aö útþot braust út. — Ef sjúkl. sýkist lika jafnframt af skarlatssótt
eða hlaupabólu, segir hann incub. mislinganna geta lengst upp í 17 daga.
(16—17).
Taugaveikisfaraldur kom upp i Djúpaskarði viö Haugasund, og sýkt-
ust 86 menn. Rannsakað var blóö, Vidalspróf notaö, 200 voru bólusettir,
allir sjúkl. einangraðir, öll hús rannsökuð. Caspar læknir gefur síöan ná-
kvæma skýrslu um alt faraldriö. Enginn bólusettur dó, og enginn af þeim
sýktist, sem bólusettur var heilbrigður 3 sinnum. — Þetta gera þeir i Noregi,
Áfengið í Noregi. 1920 seldu norskar lyfjabúðir 430.000 lítra af brenni-
vini og 115.000 lítra af spíritus og 70.000 1. af vínum — eftir læknafor-
skriftum. Dýralæknar brúka rrieiri spiritus en læknar og langmest um
jólin, þó undarlegt sé. (No. 16—17).
100.000 kr. græddi Falkenberg læknir i Noregi á brenhivínsreceptum
eingöngu ! (No. 16—17).
Schickspróf og bólusetning gegn diptheritis gerðu menn nýl. i New
York á 25.000 skólabörnum. (Hyg. rev.).
Mislingavamir. Degkwitz fann, aö misl. brutust ekki út á smituðum
börnum, ef þeirn var gefinn 3.25—4 ccm. skamtur af serum manna, sem
nýl. var bötnuö veikin (best 7—9 dögum eftir aö hiti hætti). Ónæmiö
varir mánuðum saman. Rietschel reyndi trefjalaust (defibrineraö) blóö
úr barni, sem haföi haft rnisl. fyrir 4 árum (10 ccm. skamtur eitt sinn) og
þaö reyndist nægja. Auðvitað veröur maöurinn, sem blóö er tekið úr aö
vera laus viö syphilis, holdsv. o. fl. — Þetta sýnist allmerk uppgötvun,
sem vel mætti að gagni koma. (No. 9).
Læknasetrin norsku. Það er hvorttveggja að þau eru stór, enda kosta
þau af m i n s t u gerö um 80.000 kr.!
Einföld meðferð á fract. fem. Solberg læknir hrósar mjög aöferö Henne-