Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1921, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.10.1921, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 155 ólæknandi og dauSvona sjúkl. séu á héraðaspítölunum, NB. þegar þeir ekki endilega vilja fara til Vifilsstaða, en svo er oft! Einmitt létt haldnir sjúkl. una sér vel heima á héraðsspitalanum, af því þeim batnar, en hinir verða óþolinmóðir. Berklahælin i Noregi munu tæpast njóta almennings- hylli, eins og S. M. heldur. Eg hefi oftar en eitt sinn séð kvartað undan að fólk forðist þau. — Um berklavarnarfélagið getur maður tæpast gert sér betri vonir en um Heilsuhælisfélagið sáluga, þó hvorutveggja séu fagrar hugsjónir og æskilegt að þær yrðu framkvæmdar. Das ist alles recht schön und gut, Ungefáhr sagt das der Pfarrer auch! G. H. Þýskar bóknientir. — Das deutsche Buch — heitir dálítið tímarit þýskt, sem kemur út mánaðarlega. í því er glögt yfirlit yfir nýjar, þýskar bækur og þar á meðal 1 æ k n i s f r æ ð i 1 e ga r, en ein eða tvær ritgerðir fremst í hverju hefti um merka rithöfunda eða bækur. Árgangurinn kostar eitt- hvað 2—3 kr., og er þetta því ódýr leið til þess að fylgjast með i þýsk- um bókmentum, þ. e. sjá hvað út kemur. Nit í hári barna sannar ekkert um það, hvort barnið sé lúsugt eða ekki. Lúsin leggur egg sín á bárin fast við hörundið. Ef nitin situr nokkru ofar á hárunum, sæmilegan spöl frá hörundinu, er hún dauð eða uriginn fyrir löngu skriðinn út. Tidskr. f. d. norske lægeforening: Ættin og mótstöðuafl gegn næmum sjúkdómum. Amerískar rannsóknir á marsvinum hafa sýnt, að marsvínakyn eru mjög misjafnlega móttækileg fyrir berklum. Við sama skaint af sýklunum dóu t. d. öll dýrin af einu kyni, en að eins 40% af öðru, jafnvel að eins 2>°%> þó báðir dýraflokkar sýndust að öllu leyti jafn heilbrigðir í fyrstu og lifðu við sömu kjör, stærð etc. væri jöfn. Ef dýr með miklu mótstsöðuafi og litlu áttu unga saman, fengu þeir meira mótstöðuafl en það foreldrið, sem var veikara fyrir. •— Má vera, að líkt sé um ættir manna. (No. 12). Tóbak og andleg störf. Enskar rannsóknir hafa sýnt, að simaritarar, sem reykja, geta ekki afkastaö jafnmiklu verki og hinir, sem ekki brúká tóbak eða mjög lítið. (No. 12). Áfengið og Ameríkulæknar. Norska læknafél. hefir sent 2 þjóðkunnum norskum læknum i U. S. nákvæma fyrirspurn um ýms atriði viðvikjandi vinbanninu í U. S. og áhrifum þess. Báðir segja, að flestir læknar séu banninu hlyntir, að yfirleitt telji læknar þar áfengi ekki læknislyf, nema stöku sinnum symptomatiskt, en enginn sem nýtilegt prophylacticum gegn sjúkd., t. d. inflúensu, kvefi o. þvil. Hvað leyfi lækna snertir, til þess að nota vín til lækninga, þá banna 24 ríkin að nota sterk vin til lækninga, en í hinum ríkjunum hafa að eins 22% af læknum sótt um leyfi. Hinif nota þau alls ekki. Um 100 læknar af yfir 100.000 hafa mist leyfi sitt vegna misbrúkunar. Ánauð hafa læknar þar af fólki, sem vill fá vínlyfseðla og þess vegna er læknum illa við að sækja um leyfi. Þeir telja, að yfirleitt hafi bannið haft góð áhrif á heilbrigði. — I sömu átt fara svör frá Sim- monds ritstj. Amer. med. J., og má því segja, að læknar þar beri bann- inu vel söguna. (No. 12 og 14).

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.