Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1921, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 01.10.1921, Blaðsíða 6
148 LÆKNABLAÐIÐ Ulcus ventriculi et duodeni. (Útdrættir úr erindi er haldiS var i Læknafél. íslands 1921). Aðgreining. í L. R. 11. apríl þ. á, sýndi eg fram á og tilfæröi ýms dæmi þess, aí> menn gætu auöveldlega vilst á um 50—60 mismunandi sjúkdómum og v e n j u 1 e g u magasári. Ennfleiri sjúkdómar kæmu þó til greina við hinar sjaldgæfari myndir þess (typi at)rp. og monosympt.). Ýms einkenni og einkennaheildir, er áður voru talin auðkenni magasárs, geta þannig einnig komiö fyrir við fjölda aðra sjúkdóma, og í raun og veru er naumast unt að benda á neitt auðkenni magasárs. Gömlu „car- dinal“-einkennin geta bæði, hvort um sig, og fleiri í einu, verið afleiðing annara sjúkdóma, og má í því sambandi t. d. minna á ummæli B a s 11 e r ’s. er segir, að við hæmatemesis eigi manni síðast að detta í hug magasár. Eitthvað svipað mætti segja uin hin cardinal-einkennin, hvert um sig. En vitanlega verður það við tiltölulega fáa sjúkdóma, aðra en sár, sem þau geta öll fylgst að, en bæði á það sér sjaldan stað, einnig við þau, enda er þá um fæst að villast. Þau einkenni, er mönnum finst nú mest nálgast auðkenni magasárs, er viss tegund af verk í cardia, þ. e. verkur, sem eins og stendur í gegn (Cruvelier’s could de canif), uppsala á k a r 1 m ö n n u m, ef einkenni og gangur veikinnar bendir aö öðru leyti í sömu átt, og leucocytar í maga- vökvanum á fastandi maga eða skýrar breytingar á Röntgenmynd. En um það eru menn þó alls ekki sammála. Aftur á móti hefir kenning M o y n i- h a n s um hungurverkinn, verið vegin og léttvæg fundin, sem auðkenni skeifugarnarsárs (u. d.). Loeper telur upp eina 18 sjúkd., er slíkir verkir komi fyrir við, og er það víst síst oftalið. Hins vegar er slæm líðan við suli eitt af langalgengustu einkennunum viö sár í maga og skeifugörn, og líði sjúklingunum best svöngum, finst mér það jafnan mæla mjög á móti sári, að öðru jöfnu. Annars verður ávalt að vega vandlega öll subj. og obj. einkenni, er mæla með og móti, áður en unt er að komast að réttri niðurstöðu, því oftast verður ekki komist að henni nema ,.per ex,clusionem“. Það er þó að flestra dómi eitt atriði, sem jaínan verður þungt á metaskálunum í öll- um vafatilfellum, en það er gangur veikinnar. Ameríski læknir- inn Graham hefir með réttu bent á það, að oftast sé minna að græða á einstökum einkennum, heldur en gangi veikinnar. Hann segir t. d. um gallsteina: „Thc symptons are made up of practically the same elements as in ulcer, pain, gas, vomiting chroni:cally periodic, in a sense, but the grouping is quite different.“* Einkennin við sár koma svo að segja dag- lega í lengri tíma, svo að fremur er um langa vanheilinda k a f 1 a að ræða, en um eiginleg köst, og það endurtekst ár eftir ár, á til'tölulega reglubundinn hátt. Af gangi veikinnar 0g nákvæmri athugnn einstakra einkenna yfir höfuö, er því oft unt að sannfærast um magasár, þótt ýms mikilvæg einkenni * Coll. Pap. of the Mayo-Clinic 1917.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.