Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1921, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.10.1921, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 153 Eg hefi a'ð eins eitt sinn gert skurð á lunga. Sjúklingurinn hafði fallið i sjó, og var nærri druknaður. Upp úr því fékk hann lungnadrep, ákafan hósta og fúlan uppgang, geysimikinn. Fór honum síversnandi, og var bersýnilegt, atS hann myndi deyja. Eg hafði fundið, a'S drepið var ofantil i hægra lunga, og efst í axilla varð maður var við stóra caverna. Víð ástungu kom þar út fúll gröftur. Eg gerði því miðhlutun á rifi og skar þar inn að lunganu. Það var vaxiö við plevra. Eg skar siðan inn í graftar- holiS, og út vall þessi voðagröftur, sem lyktaöi um allan spítalann. Bló'S- rás var lítil, enda ekki dýpra skoriS en ca. 2 cmt. Eg setti svo vænan kera inn, svo langan, aS hann náSi niSur í karbólflösku, sem maSurinn gekk síSar meS í buxnavasanum. Sárinu var. aS öSru leyti lokaS. Manninum létti nú óSara og hóstinn hvarf aS rnestu leyti. Hann stóS lítiS eitt á önd- inni, er hann vildi hósta, líkt og hann rembdist, og rann þá gröfturinn hljóSalaust niSur i ílöskuna. Manni þessum batnaSi svo, aS hann var vel vinnufær, er eg síSast vissi. — Eg minnist á þetta sem lítiS dæmi þ'ess, aS handlæknisaSgerSir á lungum og lungnaholi, geta líklega oftar komiS til greina en læknar alment halda. ÞaS er því vert aS lesa þaS, sem nýjar bækur og blöS segja um slíkar aSgerSir. (AS nokkru eftir G. E. Gask, í „Lan'cet“ n. júní). G. H. Amputatio á Þiugvöllum 1629. Eg hafSi ekki haldiS, aS á 17. öld hefSi veriS urn neinar meiri háttar handlækningar aS ræSa, heldur aS eins bló'Stökur og meSalasull. En ný- lega rakst eg á þessa frásögn í Árbókum Espólíns (VI., bls. 44) : ,,Þeir bræður Gísli og Markús, synir Bjarna Sigurðssonar frá Stokkseyri, fóru frá Fitjum í Skorradal yfir fjall austur, oc riðu. — Þeir hleyptu hestum sinum ofan i Eiriksvatn. Var þá hið mesta frost, svo menn mundu ei slikt, oc vöknuðu þeir á höndum oc fótunr er þeir drógu upp hestinn; síðan drukku þeir brennivín, fengu færð illa oc dösuðust þar til þeir sofnuðu, oc var þat á Gagnheiði, en þeir vöknuðu við þat, at fætr þeirra voru frosnir, oc fengu þeir þó ve!t sér oc skriðit með harm- kvælum at Svartagili — Þingvallakoti einu — oc síðan at Þingvöllum. Þar bjó þá Engilbert prestr Nicolásson, oc var hann læknir; voru sagaðir af þeim fætr oc lágu þeir þar lengi um vetrinn oc gengu á tréfótum alla æfi síðan. Voru flestallir fingur af Markúsi oc þó skrifaði hann----.“ Sennilega hefir síra Engilbjartur ampúteraS utan viS demarkatíón, í dauSum vef eSa mestmegnis dauSum. ÞaS var gamla aSferSin, ,,ad modum Hippocratis", — og gafst hún vel i mörgum tilfellum. Sjálfur hefi eg eitt sinn prófaS þá aSferS viS gangræna eftir mjög mikla contusio og throm- bosis vasorum í poplés. Var öll löppin. upp fyrir hné orSin aS dragúldnu hræi, sem eitraSi loftiS í öllum spítalanum. Sjúk'lingurinn var svo illa haldinn af háum sepsishita, aS eg treysti honum illa aS þola amputatio í heilu holdi á miðju læri. SagaSi því sundur rétt ne'San viS drepmörkin. Tónas kollega Kristjánsson var með mér i ráSum og aSstoðaSi mig. Sjúkl. fann ekkert til. Og þaS brá vi'S, þegar ýlduflyksiS var fariS. Drepleyf- arnar hreinsuðust brátt — og eg gerSi svo reamputatio, til aS fá góSan stúf. _ Stgr. Matth.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.