Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1921, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 01.10.1921, Blaðsíða 18
i6o LÆKNABLAÐIÐ 2) Börnin skulu færS úr föturn, aS minstá kosti fyrir ofan mitti og skoöuninni hagaö, aö svo miklu leyti sem mögulegt er, svo sem frá er skýrt í Læknablaöinu, okt. 1917. 3) Sérstök áhersla skal lögö á þaö, að úr því sé bætt, sem aö er, að.svo miklu leyti sem unt er: að bætt sé úr kvillum barnanna, aö húsa- kynni séu að einhverju leyti endurbætt ef þess gerist þörf, svo að þan geti þó farið batnandi með ári hverju. Að vísu eru slíkar endurbætur og aðgerðir að minstu leyti á valdi læknisins, en að rniklu liði getur þó hvatn- ing og leiðbeining hans komið, ef vel er haldið á. 4) Gera skal grein fyrir skólaskoðun i ársskýrslu og láta töflu fylgja yfir hæð barnanna eftir aldri og kyni, svo og kvilla þá sem fundist hafa. Þá skal það og sérstaklega tekið frarn, hvað áu nni s t h e f i r Vi ð e f t i r 1 i t i ð, bæði börnunum til heilsubótar og skólunum að öðru leyti til framfara. Reykjavík 20. október 1921. Guðm. Hamiesson. Auglýaing* til héraðslækna um beiklavarnamál. (Lög nr. 43, 27. júní 1921, um varnir gegn berklaveiki). Það getur engum dulist aö meö þessum miklu og margbrotnu lögum, er heilbrigðisstjórn og héraðslæknum lögö nijög þung byröi á herðar. Sýslu- nefndir, hreppsnefndir og skólanefndir íá einnig sinn skerf af þeirri byröi. Nú er það afráðiö, að lögin geta ekki byrjað að koma til framkvæmdar fyr en um næstu áramót. Það er líka ljóst, að ýms ákvæði laganna eru þannig vaxin, aö skilyröi vantar til þess, að þau geti komist í fulla fram- kvæmd þegar á næstu misserum. » Hins vegar er ástæðulaust að gera ráð fyrir þvi, aö þessi lagasetning hljóti að veröa pappírsgagn. Jeg hef örugga trú á því, aö takast megi með tíð og tima, að láta þessi nýju berklalög koma aö tilætluöum notum. En til þess þarf mikinn og margvíslegan undirbúning. Fyrst og fremst er brýn nauðsyn á því, að skýra þessi lög vandlega, með ýtarlegum grein- úm i viðlesnustu blöðum landsins fyrir allri alþýðu manna og það mun jeg gera i vetur. Þá hygg jeg meðal annars, að hjeraðslæknar í öllum erfiðum hjeruðum landsins muni mjer samdóma um það, að þeim muni verða um mcgn að rækja þessi lög svo vel, sem skyldi, nema þeir njóti góðrar aðstoðar í hverri sveit. Er það einn stór vandinn, að ráða fram úr því, hvernig hentast muni að afla sjer þeirrar aðstoðar. Jeg býst viö, að jeg hljóti oftsinnis í vetur að snúa mjer til hjeraðs- lækna, leita álits þeirra um ýms atriði i þessu máli, ýmist hjer i Lækna- blaðinu eða þá brjeflega. Læknar, sem skrifa mjer um þetta málefni, eru beðnir að hafa þessa utanáskrift: Landlæknir G. Björnson, Reykjavik. Berklavarnamál. G. B. Félagsprentsmiðjan.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.