Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1921, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.10.1921, Blaðsíða 12
154 LÆKNABLAÐIÐ Smágreinar og athugasemdir. Pirquetspróf á skólabömum á ísafirði. Eg hefi á þessu ári (1920) gert Pirquetsrannsókn á öllum barnaskólabörnum á IsafirSi, og set hér skrá yfir útkomuna:: Af 10 ara voru 43 prófuð. Út kom á 14 = 32.6% — 11 — — 38 - — 12 — — 31 — ~ 13 — — 35 — — 14 — — 22 — — — - 17 = 44-7% — — - n = 35-4% — — - 17 = 48,6% — — - 9 = 40,9% Af samtals 169 börnum konr út á 68, þ. e. 40,5%. Af 81 dreng kom út á 38,3%, og af 87 stúlkum á 42,5%. (Úr Ársskýrslu héraðsl. 1920). Kíghóstaónæmi. Héraðsl. Vilm. Jónsson getur þessa í ársskýrslu 1920: „Eg komst að því i þessum faraldri, að heill hópur systkina getur verið ónæmur fyrir kíghósta, þó ekkert þeirra ha.fi haft kíghósta áður. Eg veit um 3, barnmargar fjölskyldur hér á ísafirði, og eina í Hnífsdal, þar sem ekkert barnanna hafði haft kíghósta áður, og sluppu þó öll í þetta sinri, þó þau lékju sér dag eftir dag við kíghóstabörn á öllum stigum veikinnar. Ekki gat eg grafið upp hvort þetta ættarónæmi næði lengra t. d. til foreldranna. — Aftur á rnóti rak eg mig aldrei á það, að ef eitt barn, af fleiri systkinum á sama heimili tók veikina, þá slyppi nokkurt þeirra, riema því að eirs, að það hefði áður haft kíghósta. Það konr fyrir, að fólk fullyrti, að kígh. veik böm hefðu haft veikina áður. Aldrei var mér þetta sagt með þeim sannindum, að eg þættist geta trúað því. Nephritis og skyldleiki. Eg hefi rekið mig á konu og 3 uppkomin börn hennar, sem öll hafa haft nephr. chron., án þess að eg hafi fundið þar nokkuð sameiginlegt til skýringar, annað en skyldleikann. Eitt barn- ið, stúlka á þritugsaldri, dó úr uræni. (Vilm. Jónsson í ársskýrslu 1920). Einkennilegt má þetta heita. Hafa fleiri fundið slikt? Berklavamirnar. Athugasemdum S. M. lauk í siðasta blaði, en ekki vil eg gera þær að langri stælu. Hvaö mig snertir, þá hefir mér auðvitað aldrei komið til hugar, að hjúkrunarstúlkur hefðu eftirlitið á hendi öðruvísi en undir umsjón læknis. Vera má, að börnin verði fá, sem. sjá þarf fyrir, vegna þess að lögunum yrði illa fylgt, — en það var auð- vitað ekki tilætlun nefndarinnar! Ekki hefir mér heldur komið til hugar, að umferðarlæknir rannsakaði hvert heimili og efast eg þó ekki um, að hann gæti uppgötvað margt og mikið, því fólk myndi streyma til hans. S. M. er auðvitað sérstaklega umhugað um tvö atriði: að fá sjúkl. á byrjunarstigi á Vifilsstaðahælið (en ekki með illkynjaðri veiki), og að stofnað sé berklavarnafélag. Eg hefi fulla reynslu fyrir þvi, að byrj- unarstigs sjúkl. getur batnað ágætlega á litlum spitala, og efast um, að þeim batni fyr á Vífilsstöðum, þó ekki skuli þá lasta. Aftur myndi eg fúslega senda þangað þá sjúkl., sem eg ekki gæti sjálifur læk'n- a ð (þrálát hitaveiki o. þvíl.). Þykist eg vita, að slikir sjúkl. væru S. M. kærkomnir, þvi þar er nokkuð að sýna list sina á. Aftur cr sjálfsagt, að

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.