Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1921, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 01.10.1921, Blaðsíða 10
152 LÆKNABLAÐIÐ Aðgerðir i brjóstholi. Til allrar hamingju er ]>að sjaldgæft hér á landi aö þeirra þurfi viS, að öðru leyti en því, aö tæma út empyema, gera ástungu viö plevritis o. þvíl. Og þó geta skot viljaö til og önnur slys, sem opna brjjóstholiö og særa lunga. Eg efast ekki um, aö ungu læknunum sé ljóst hvaö gera skuli við slíkt, en litiö var við lungun gert á námstíma okkar eldri lækna. Eg sá t. d. aldrei neina aögerö á lungum, og bækurnar gáfu mannj helst þá hugmynd, aö ef opna skyldi brjóstholiö, þá þyrfti mikil áhöld til þess, helst herbergi meö þyntu lofti eöa þá þrýstingsáhöld, sem andaö væri gegnum. Þá átti lika mikil hætta aö stafa af blóðrás frá lungum. Einnig óttuöust menn, aö andardrætti væri hætta búin, er lungnaholið opnaöist og lungað félli saman, aö svæfing hlyti aö vera afarhættuleg, er ekki væri nema annað lungað til aö anda með. í ófriðnum var nóg af brjóst- sárurn sem gengu á hol eða inn i lungað, og margbrotnum tækjum var ekki ætíö til að dreifa. Menn voru því neyddir til aö bjarga sér sem best þeir gátu. Þeir svæföu sjúkl. blátt áfram eins og vant var, með æther eða chloro- formi (ef ekki var um betri tæki að gera), opnuöu lungnaholiö, hreinsuðu burtu kúlur, fatadruslur, rifjabrot, saumuðu lungun, skáru í þau o. s. frv. og alt gekk skaplega. Þaö er því gott að vita, aö lungun og lungnaholið er ekki neitt noli me tangere fyrir almenna lækna. Ef í ilt fer, getur mað- ur opererað þar eins og annarsstaðar. Gera má ráð fyrir því, að tiltölulega hrein kúlu eöa haglaskot sé ekki mikið viö aö gera, sérstaklega er kúlan hefir runniö gegnum brjóstið. En sitji kúlan inni, séu rif mölbrotin eöa fatatægjur hafi komist inn i sáriö, þá er oftast betra aö gera skurö. Inn má komast meö resectio á ca. io 'ctmt. af rifi, og glenna svo rifin sundur meö sterkum dilatatores. Opiö er oftast gert svo stórt, að hönd komist inn. Úr því er vegur til þess aö tæma út blóö og corpora aliena. Laus rifjabrot og flísar má taka burtu og klippa hreinlega af rifjaendunum. Auövitað getur þurft aö velta sjúkl. til á ýmsa vegu. Lungaö dregst auðvitaö saman, þegar opnaö er, en mikil hætta fylgir því ekki. Við samdrátt lungans stöðvast allajafna blóörás frá lung-asárinu. Annars er blóðrás frá lunga, er þaö særist eöa ef i það er skorið, ekki gífurleg, nema aöalæöar særist. Þegar aögerö er lokið, og alt hreinsaö sem best, er sárið í brjóstveggtium venjulega ex- ciderað og hreint hold saumað saman, plevra fyrir sig, og svo hvert lag af ööru. Síöan er sárið saumaö saman og því algerlega lokaö. G. E. Gask telur aðgerö venjulega nauösynlega viö: i) Rifiö og táiö sár í brjóstvegg. 2) Opið rifbeinsbrot. 3) Blóðrás úr art. intercost. 4) Miklar þrautir. 5) Opiö sár, sem loft sýgst gegnum viö andardrátt. 6) Stórt corpus ali- enum i thoraxholinu. Smákúlur gera minna til. Ef auöið er að komast aö sári í sjálfu lunganu, má skera þaö burtu og sauma svo hreinan vef sanian, en oft er svo erfitt að ná i sáriö, að ekki borgar sig að eiga viö það. Hér er ekki tækifæri til þess aö fara lengra út í lungna-aðgeröir, en aö rninna að eins á, aö nú orðið er brjóstholið ekki lengur neitt tabu, og að þar má framkvæma margskonar aðgerðir án sérstaks útbúnaðar.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.