Læknablaðið - 01.10.1921, Blaðsíða 4
146
LÆKNABLAÐIÐ
þessum ritgeröum tilfært álit margra merkra handlækna og meinfræðinga
í málinu.
B á a r e ri he 1 m hefir fundiS oxyuris í g% af appendicitis (hann byggir
á 77 athugunum). Heldur hann þvi fram, aö til séu fjórir mismunandi
hættir sjúkdómsins og álítur, aö stundum sé auögert aö greina hann, án
þess aö vera i vafa.
Backer Gröndal hefir athugaö 400 dagbækur botnlangaskuröar-
sjúklinga á ríkisspítalanum i Kristjaniu. Er þar getiö um 10 sjúklinga
meÖ corpora aliena i appendix, þar af 5 meö oxyures. Hann heldur þó,
aö aöeins í 3 tilfellum hafi veriö hægt aö kenna oxyuris um veik.ina (er
lýsti sér sem væg appendicitis catarrhalis). Og hann er þeirrar skoö-
unar, aö hreinn oxyuris appendicitis sé fremur sjaldgæfur, en algengara
aö oxyuris komi fyrir í appendix án sérlegs sjúkdóms, og flækist þangaö
jafnt i veika sem heilbrigða botnlanga.
Láwen og Reinhardt lita öðruvísi á máliö. Þeir hafa i 620
botnlangabólgusjúklingum fundið 60 sinnum oxyuris, eöa í 9,76%, likt
og Báárenhelm. Og þeir lita svo á, aö bæöi geti oxyuris beinlínis valdið
appendicitis meö því aö ýfa slimhimnuna og valda sárum meö bólgu, og
með ])vi að greiöa ígeröarbakterium götu.
A s c h o f f er sá af meinfræðingum, sem eg hefi séö tilnefndan, aö efist
um sýkingarþýöingu oxyuris, nema að í hæsta lagi valdi njálgurinn psevdo-
appendicitis, án hita og án peritonitis. Segir hann, eins og satt mun vera;
aö oft finnist oxyuris einnig í alveg heilbrigöum appendices.
En hvort sem menn vilja kalla þaö psevdo appendi;citis, eöa annað, þá
virðist mér vafalitið, aö taka veröur til greina öll óþægindin, sem öll rök
liggja til, að megi kenna oxyuris-skriði í botnlanganum um.
Einkennilegt er, hvaö algengara er, aö oxyuris finnist i botnlanga kven-
fólks en karla. Af mínútn 31 njálgsbotnlangasjúklingum voru 23 konur,
cn að eins 7 karlmenn, og er það meiri munur en eg hefi séð aöra geta
um, eöa: 27,6%, á móti 6,2%. Láwen og Reinhardt fundu lika konur í
meiri hluta, en þó aö eins helmingi fleiri — eöa 12,3% á móti 6%.
O g þ a r s e m h u n d r a ð s t a 1 a min'na m j, á 1 g s b o t n 1 a n g a-
s j ú k 1 i n g a á þ e s s u s t u 11 a t í m a b) 1 i (4V2 á r i, síða’n e g
fór aö gefa málinu gau m) e r u 30: 1 1 2, þ. e. 2 7 % — e ö a
þ r e f a 11 m e i r i e n bæði B á á r e n h eil m s o g þ e i r r a L á w e n
o g R e i n h a r d s, þá munu flcstir samsinna mér í því, að vert sé að
taka þetta til athugunar, því oxyures eru þó kvikindi ekki óviröulegri
en mörg önnur i afætanna heimi. Og afætur eru ætíð „infernalar eöa hel-
vítlegar verur“, svo eg taki undir meö dr. Helga Péturss, og kynni þvi aö
vera gagnlegt, aö kynna sér allar þeirra krókagötur.
Hvort vér íslendingar, og þá sérstaklega mínir héraösbúar og nágrannar,
eru meira ásóttir af oxyurisappendicitis en aðrir i heimi þessum, um það
skal eg ekkert fullyröa. En ósennilegt þykir mér þaö. Og ekki held eg,
aö hér sé neitt sérlega mikiö um oxyuriasis yfirleitt, eða meira en annars-
staðar. Alt af sér maður i tímaritum talaö um þann kvilla sem algengan
alstaöar. Þarf ekki á annað aö benda en allar skrumauglýsingarnar um
ný og ný meðul, sem öll virðast jafnlítiö óyggjandi.
Eg hefi oft, þegar sjúkl. hafa komiö meö þessar vægu appendicitis-