Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1921, Síða 14

Læknablaðið - 01.11.1921, Síða 14
172 LÆKNABLAÐIÐ Vuzin-upplausn djúpt inn í holdiS, alt í kringum sáriS, áíiur en excideraS cr, til þess aS eyða þeim sóttkveikjum, sem dreifst hafa út fyrir þaS, sem hægt er aS excidera. M. E. Zeitschrift fiir árztliche Fortbildung. Nr. 1, 1921: Um meðferS á postdiphtheritskum lömunum skrifar H. G ö d d e. Ein- asta ráS viS þeirn telur hann vera aS dæla Behrings dipteri-serum inn í vöSva daglega. Nefnir hann tvö dæmi, tvo sjúkl. 48 og 27 ára gamla, meS miklar lamanir, augu, kok, kverkar, háls og aS mestu leyti útlimir. Annar var búinn.aS vera veikur í to vikur, og var enn aS versna. Á honum sást greinilega bati eftir viku, var þá búiS aS dæla i hann 12500 I. einingum. albata eftir 7 vikur. Hinn var nýorðinn veikur, varS hann og albata á nokkrum vikum, var þá búinn aS fá 92000 I. einingar af diptheriserum. M. E. Hospitalstidende, 34. 1921: Om kirurgisk nephritis. Thorkild Rovsing gefur þessar bendingar: 1. Kroniskir nephritar eru ekki eins sjaldan einhliSa og álitiS er. Því skal taka þvagiS meS ureterpípu. 2. ÞaS eru til interstitiellar nephrites, sem verkir og hæmaturia fylgja, og batna þeir flestir viS nephrolysis. 3. Dæmi eru til, aS parenchymatös og glomerulo-nephritis, sem álitin var alveg vonlaus, hefir batnaS viS nephrolysis. 4. Dæmi eru til, aS sjúkl., sem komnir hafa veriS aS dauSa (nephritis unilateralis hæmorrhag., paren- chymat.) hafa orSiS albata viS nephrectomi. M. E. Journal de Chirurgie, nr. 3. 1921: Um hysterectomia perineaíis viS cancer colli u t e r i, skrifa Cuneo og Pécot. (BogskurSur þvert yfir perineum, konvex fram á við). Lýsa þeir aSferSinni, og virSist hún hagkvæmari og tryggilegri en h y s t e r e c t o m i a a b d o m i n a 1 i s, aS minsta kosti ef nokkuS kveSur aS ráSi aS skemdinni í collum. — M. E. The Lancet: Ljós- og sólskinslækningar þykja nú ómissandi til margra hluta. í um- ferSarbókinni var sagt frá þeim afbrigSavel. En hvaS er af henni orSiS? Hefir læknirinn á ÞistilsfirSi eSa VopnafirSi fengiS hana? Um asthma ritar Arthur Hurst. Sjúkdómurinn stafar, eins og kunnug^ er, af krömpum í vöSvum lungnapípnanna, sem herpast saman jafnframt og slímrensli eykst. Þetta stafar af vagusýfingu (centralt), en af hverju kemur hún? Nýlegar rannsóknir hafa sýnt (Freeman, Walker o. fI.), aS oft, eSa oftast, er aS tala um eins konar anaphylaxis. Mennirnir þola ekki ýms eggjahvítuefni, og má sjá þetta á húöreaktion. BæSj plöntu- og dýra- eggjahvíta veldur þessu, oftast sérstaklega ein tegund, stundum fleiri. Egg, kartöflur, ostar, humar, lax og jafnvel þorskur geta veriS orsökin. Þá geta og frjókornin úr heyi og fleirum jurtum, sem berast inn í öndunar- færin, veriS þaS. Uppgufun eSa ryk af dýrum og dýraskinnum og bakteríu- eggjahvíta veldur þessu stundum, og af því stafar t. d. aS sumir tpenn þola ekki aS koma nálægt köttum. AS lokum geta reflexar komiS til greina, sérstaklega frá nefi og rnaga, einnig geSshræringar. Þessi vagusviðkvæmni gengur stundum í erfSir.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.