Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1921, Side 3

Læknablaðið - 01.12.1921, Side 3
i2. blað iiimiiiiiDii 7- árg. Desember, 1921. Influensan í Svarfdælahéraði 1921. Hún barst fyrst inn í héraöið seint i júní, síðan hvað eftir annað fyrri hluta júlimánaðar, og seinast í ágústbyrjun. Fyrsta sjúklinginn fékk eg vitneskju um 27. júni. Það var piltur úr mentaskólanum, er kom veikur heimilis sins i Hrísey með e.s. „Sirius“. Hafði hann veikst á skipinu á leiðinni frá Rvik, þá fyrir 4 dögum. Hann hafði þrota í koki, sárindi fyrir brjósti, lítinn hósta, miklar blóðnasir, ekki mikinn hita (38,7), til- tölulega hæga æð (80), en var mjög máttfarinn og veikindalegur. Ekki hafði þá frést hingað að inflúensa væri í Rvik, né annarsstaðar á landinu. Datt mér að vísu i hug, að hér gæti verið inflúensa á ferð, aðallega vegna lilóðnasanna, en fullyrti þó ekki að svo stöddu; hitt leyndi sjer ekki, að um infectionssjúkdóm mundi vera að ræða, og lét eg því einangra pilt- inn til bráðabirgða. Daginn eftir símaði Jónas Rafnar til mín, að veikir menn hefðu komið til Akureyrar með „Sirius“, að likindum af inflúensu, og væri nú fólk farið að veikjast ]iar í sumum húsum. Þóttist eg þá viss um það, sem mig hafði áður grunað, að Hríseyjarpilturinn hefði inflú- cnsu. Var hann all-þungt. haldinn 2—3 næstu dagana og ekki hitalaus fyr en eftir viku, en engan smitaði hann h'einia hjá s'jer. Verður siðar reynt að gera grein fyrir, hvað liklegt sé, að þvi hafi valdið. Snemma í júlí barst veikin á ný til Hriseyjar; veiktust menn á 3 heim- ilum þar, um sama leyti, og höfðu þeir allir smitast á Siglufirði, haft mök við sýkt heimili ]iar. Barst veikin úr því hraðfara um Syðstabæjarkaup- túnið, og um miðjan mánuðinn hafði hún komið þar á öll heimili nema 3 (á eitt með manni, er kom veikur af fiskiskipi), þlar á meðal á heimili piltsins, er fyrst veiktist. Á 2 þeirra heimila, er fyrst sluppu, barst veikin í ágústbyrjun, enn frá Siglufirði, eftir að hún var að mestu um garð gengin í eyjunni; hið þriðja varðist til fulls. Að Ystabæ, eina bænum á eyjunni utan kauptúnsins, kom veikin ekki. Til Ársskógsstrandar barst sóttin í júlíbyrjun með veikum farþega með Gullfossi, frá Reykjavík; fékk eg ekki vitneskju um hana þar, fyr en hún var komin allvíða um ströndina. Breiddist hún þar ört út sem annars- staðar, en fáein heimili vörðust ])ó algerlega. 11. júlí veiktust 2 sjómenn í Ólafsfjarðarkauptúni. Þeir sögðust ekki hafa getað tekið veikina annarsstaðar en í Vik í Héðinsfirði, gistu þar eða dvöldu eitthvað af aðfaranótt þess 10. júlí, hafði enginn að vísu verið veikur þar þá, en einhverjir höfðu veikst þar 10. júlí, eftir að þeir voru farnir þaðan. Ekki fékk eg að vita um veikina ])arna fyr en viku seinna,

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.